Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Síða 24

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Síða 24
24 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ekki viss um, að honum hafi verið það ljóst sjálf- um, og þó, hann var svo dulur. Maðurinn var svo vel gefinn og svo systematískur, maður fann það fljótt. Gunnlaugur hafði verið kennari í lífeðlis- fræði í læknadeild 1914-1918 og 1923-1926. Hann var fyrsti yfirlæknir röntgendeildar Landspítalans frá 1931 og veitti stúdentum klíniskar leiðbeining- ar um röntgen frá 1934. Á mfnum námsárum var fræðilega kennslan í röntgen lítil. Kennslubók Claessens frá 1940 sést enn á borðum og formál- inn er eftir hinn nafntogaða Gösta Forssell, pró- fessor í Stokkhólmi. Og myndefnið í bókinni var hans eigið, hann þurfti ekki að fá lánaðar myndir. Hann var sá fyrsti, sem hvatti og handleiddi sinn mann til að verja doktorsritgerð, Gísla Petersen. Þegar ég kom þarna 1934, þá var dr. Claessen lítið við úrlestur mynda. Það gerðu aðstoðarlæknarn- ir. Claessen var rólegur og sagði lítið, en þegar hann sagði eitthvað, þá var það eitthvað til að hlusta á. Allt, sem hann sagði, var svo sérkenni- lega meitlað, að það sat í manni. Eitt sinn fyrir löngu barst talið að opnun Landspítalans 1930, og eitthvað var ég að tala um húsgögnin, og þá brosti hann og sagði: „Það lenti nú á mínum hrygg og minni konu að velja öll þessi húsgögn í Landspít- alanum." „Nú, það er þess vegna, sem svona há bök eru á stólunum,“ sagði ég og hló. Þess ber að geta, að dr. Claessen var með hávöxnustu mönn- um. Hann hafði nú ýmislegt að gera svona auka- lega fyrir Landspítalann, þó ekki bæri mikið á því. Röntgendeildin bar af öðrum deildum að því leyti, hve allt var þar vel skipulagt og innréttað. Sveinn Gunnarsson, aðstoðarlæknir á rönt- gendeildinni, var praktíserandi læknir líka, og einhverju sinni í náminu kom ég á læknastofu hans. Þá var Sveinn þar með tvær hlustpípur. Önnur var með silfurhólkum, og var hann með hana um hálsinn, en hina hafði hann í vasanum. Með mér var félagi minn og hann spyr: „Er þessi eitthvað betri?“ og bendir á pípuna með silfur- hólkunum. „Betri, blessaður vertu, nei! Eg hef þessa alltaf, ef ég þarf að gera svona inntrykk á fólk til að fá meira fyrir, annars er ekkert varið í hana, bara alls ekkert varið í hana.“ Sigurður Magnússon, yfirlæknir á Vífilsstöð- um, lét á mínum tíma ekki mikið til sín taka við kennslu. Við vorum einn mánuð á Vífilsstöðum, en ég sá hann varla og hélt mig við Helga Ingvars- son, sem hafði verið aðstoðarlæknir Sigurðar frá 1922, og hinn ágætasti kennari og maður. Ég þarf nú samt að segja ykkur af Sigurði. Konan hans hét Sigríður og var Jónsdóttir, æsku- vinkona mömmu frá Bíldudal. Sigríður var í hjúkrunarnámi og Sigurður verður hrifinn og gift- ist henni, en þar var töluverður aldursmunur. Faðir hennar, séra Jón Árnason, sem bæði skírði mig og fermdi, hann var alltaf skjögrandi, frá því hann var ungur maður, en ekkert nema gæðin og blíðan, en óttalega óframfærinn, en var svo hepp- inn að eignast duglega konu, sem sá fyrir þessu öllu saman. Nema hvað, svo giftist Sigríður þess- um yfirlækni. Svo er það eitthvert sumar, að séra Jón fer suður og fær far upp að afleggjara að Vífilsstöðum og ætlar svo að ganga til dóttur sinn- ar og manns hennar. En þá kemur maður hjólandi á móti og er heldur snarlegur, og gamli maðurinn fer að víkja, en víkur sitt á hvað undan, og hinn keyrir á hann og keyrir hann niður. Sá á hjólinu skammar svo séra Jón fyrir álfaskapinn, að geta ekki vikið almennilega, vera að víkja þetta tvístíg- andi til beggja hliða, hvað þetta eigi að þýða. Gamli maðurinn, sem var þó ekki gamall, baðst bara afsökunar. „Og hvað eruð þér svo hér að gera?“ spyr hinn. „Ég ætlaði nú að fara að heim- sækja dóttur mína og tengdason, yfirlækninn á hælinu." „Nú, nú, komið þér sælir tengdafaðir,“ sagði hjólreiðarmaðurinn, sem var þá Sigurður Magn- ússon, yfirlæknirinn, sjálfur. Og eftir það gekk þessi saga á Bíldudal: „Þar kemur tengdafaðir." Ólafur Þorsteinsson háls-, nef- og eyrnalæknir var svo glaður og kátur að gaman var að koma til hans. Hann var aukakennari við deildina í háls-, nef- og eyrnalækúingum í 40 ár eða frá 1911 til 1951. Við vorum ekki nema fimm eða sex, sem fylgdust að í náminu og alltaf uppveðraðir, ef við fengum að fara í heimsókn til Ólafs í Skólabrú 2. Þar var okkur boðið í borðstofu með uppdekkað borð og kaffi og kökur á eftir. Hann var skemmti- legur. Aukakennarinn í augnlækningum var Kjartan Ólafsson. Það er lítið um hann að segja, við feng- um bara ekki nokkra kennslu. Ég man ekki eftir, að ég fengi að líta í auga, á meðan ég var í námi. Aðstoðarlæknar og kandídatar á Landspítala árið 1943. Talið frá vinstri: Gunnar Cortes, Theodór Skúlason, Pétur Jakobsson, Ólafur Tryggvason og Ólafur Sigurðsson.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.