Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Qupperneq 32

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Qupperneq 32
32 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 mundssonar, ritstjóra Pjóðólfs og eins nánasta samstarfsmanns Jóns Sigurðssonar, forseta. Ann- ar sonur þeirra hjóna var Knud Krabbe, yfir- læknir í taugasjúkdómum, sem Krabbes sjúkdóm- ur er kenndur við. Sem kandídat á Ríkisspítalanum vann ég á vöktum á slysavarðstofunni, og sáum við þá oft slæm slys eftir skotbardaga manna úr neðanjarð- arhreyfingunni og Þjóðverja. Erfiðleikarnir lágu í því að koma þeim slösuðu undan, því við vissum, að Þjóðverjar kæmu brátt á eftir. Einu sinni kom kollega okkar, aðstoðarlæknir á augndeildinni, og hafði hann fengið skot í gegnum annað lungað. Hann var færður víðs vegar um spítalann og end- aði á húðdeildinni. En þegar Þjóðverjar komu á slysavarðstofuna, var hann fluttur í eina prófess- orsvilluna þar á staðnum. Hann náði bata. Ég varð aldrei fyrir óþægindum vegna föður- nafns míns, hef sennilega verið svo germanskur útlits. Ein æskuvinkona mín frá Bfldudal hafði gifst norskum tannlækni í Osló. Það vissu nú allir, hvað íbúar Oslóar höfðu það skítt. Við fengum hins vegar ríflega af mat, svo mér datt í hug, að senda þeim mat og gerði það. Síðan fékk ég allt í einu bréf og undir því stóð HD. Þar stóð, að ég skyldi gæta mín á matarsendingum til Noregs. Ég tók þetta bréf með mér á spítalann og sýndi kol- legunum það. Þeir hrukku við, enda margir í and- spyrnuhreyfingunni. „Veistu ekki, hvað HD er, Erik Warburg (1892-1969), yflrlæknir við deild B á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn og prófessor við Kaupmannahafnarháskóia. maður?“ „Nei, hvað er það?“ „Það er Holgeir danski, aðal mótstöðugrúppan okkar.“ Þeir vissu allir, að ég var eins og hreinræktaður Dani gagn- vart Þjóðverjum. Þeir skildu mig oft einan eftir á deildinni, þegar þeir voru að fara á æfingar, og varð ég þá að fara uppeftir og taka fyrir þá vakt- irnar. „Hvern andskotann hefurðu gert? Send- irðu mat til Noregs?" „Já, ég gerði það.“ „Við skulum komast að þessu.“ Svo komu þeir aftur. Maður þessarar æskuvinkonu minnar reyndist þá vera hinn versti nasisti. Seinna hraktist hann úr landi og endaði sína ævi hér uppi á Islandi. Ég kynntist honum. Hann hafði kært mig fyrir að brjóta reglurnar. Það voru þakkirnar fyrir mat- inn. Annars höfðu þeir Islendingar, sem við hjón- in þekktum, engin samskipti við Þjóðverja. Á Ríkisspítalanum var ég fyrst á göngudeild fyrir sjúklinga með ýmsa innvortis sjúkdóma, en síðustu þrjú til fjögur árin á lyflæknisdeild B, sem prófessor Erik Warburg stjórnaði. Hann var þekktur persónuleiki á Norðurlöndum, gyðingur, stórvel gefinn, skapstór og orðljótur, sem flestir okkar vöndust, enda var það mest í nösunum. Ég tók eftir því á spítalanum í Kaupmannahöfn, að í gangi voru miklir kurteisisfrasar og hálfgert eða algert snobb við yfirmenn. Þó tók út yfir á deild- inni hjá prófessor'Warburg. I byrjun var það svo, að þegar Warburg kom á stofugang, hneigðu hin- ar gömlu deildarhjúkrunarkonur sig fyrir honum, svo mér fannst ég heyra brakið í gömlu hnjáliðun- um. Þetta átti nú ekki við Islendinginn í mér, og þetta mun hafa verið síðasta kynslóðin, sem þetta gerði. Mér líkaði þarna ágætlega, enda deildin talin ein af þeim bestu í Danmörku. Ég lenti stundum í orðasennum, þegar viðskiln- aðurinn við Dani árið 1944 var á döfinni. Ég vildi náttúrulega aðskilnað. Ég man, að Warburg sagði; „Það er nú alltaf sama skítalyktin af þessum íslendingum." Það var alltaf sami kjafturinn á honum. Mér þótti verra að eiga við minn ágæta vin á Berklavarnastöðinni, Winge yfirlækni, sem var vænn maður. Hann var óskaplega sár fyrir kóngsins hönd. Ég var að reyna að skýra þetta út fyrir honum. „Þú verður að skilja það, að það er stríð og við vitum ekkert, livað verður eftir stríð- ið. Hvað á ein þjóð að gera, sem hefur fullan rétt til að taka málið í sínar hendur? Hvað heldurðu, að þú gerðir?“ En hann gat ekki skilið þetta og sagði: „Finnst þér ekki, að við höfum góðan kóng?“ Og ég sagði það engu máli skipta. „Það er þjóðin, sem vill verða frjáls. Ég skil þetta, af því að ég er íslendingur, en þú skilur þetta ekki, af því að þú ert Dani.“ Þetta vorum við að þvarga um, en ég fékk ekki nokkurn hljómgrunn. Málið var, að Kristján X. var orðinn þjóðhetja. Hann var

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.