Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Qupperneq 35

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 35 stuðning. En Eysteinn Jónsson, sem var mennta- málaráðherra, veitti Jóhanni stöðuna. Jóhannes Björnsson, ritstjóri Lœknablaðsins, skrifaði þungorða grein í blaðið, þar sem hann sagði með- al annars: „Lengi er von á einum, sem tekur em- bættið fram yfir velsæmið." „Og háskólinn er orð- inn ruslakista pólitískra flokka." En Eysteinn þekkti Jóhann Sæmundsson afskaplega vel og vissi, hve vel hann var gefinn. Arið eftir veiting- una var Jóhann búinn að skrifa doktorsrit um kalíum í magasafa, og varði hann það rit 1948 í Stokkhólmi. Árið 1948 var síðasta ár Óskars Þórðarsonar sem deildarlæknis á Landspítalanum, og Pétur Magnússon tók við. Við sóttum báðir um þá deildarlæknisstöðu, og Pétur fékk hana. Svo veiktist hann af krabbameini árið 1949 og ég tók við. í apríl 1949 var ég ráðinn deildarlæknir á Lyflæknisdeild Landspítalans undir stjórn pró- fessors Jóhanns Sæmundssonar. Þetta var þriggja ára staða, og eftir það var ég á Landspítalanum og skipaður prófessor frá desember 1955, eftir lát prófessors Jóhanns Sæmundssonar. í því starfi var ég, þar til í júní 1982, að ég hætti vegna aldurs. Frá ársbyrjun 1950 starfaði ég sem sérfræðingur á stofu í hjartasjúkdómum, en varð fljótlega að minnka þau störf í þrisvar í viku og síðar tvisvar í viku vegna anna. Um 1970 gaf ég sérfræðilækn- ingar alveg upp á bátinn vegna annarra anna. Á þessum árum hafði ég vakt aðra hverja nótt á Landspítalanum, vegna þess að Jóhann Sæ- mundsson hafði ekki jafnað sig eftir magaaðgerð. Við létum hann ekki standa vaktir heldur gengum aðra hvora vakt, ég og Snorri Páll Snorrason. Jóhann var skorinn upp vegna magasárs rétt fyrir stríð, og það tókst ekki vel. Ekki bætti úr skák, að hann var tilfinningamaður, ofsalegur reykinga- maður og kaffidrykkjumaður með afbrigðum. Jó- hann hafði farsælar gáfur af óvenjulegri breidd, sem gerði persónuna bæði aðlaðandi og trausta. Hann var að mínu mati læknir af guðs náð, en því miður fór allt of lítið fyrir læknisstörfum hans vegna margra ára veikinda. Eina nótt á spítalanum fór ég niður eftir kl. tvö og var að stússa þar í um klukkutíma. Þá situr úti á gangi ráðuneytisstjórinn í Dómsmálaráðuneyti, Gústav A. Jónasson frá Sólheimatungu, en hann lá þá inni á spítalanum. Gústav segir við mig: „Heyrðu, Sigurður, hvað færð þú mikil laun fyrir næturvaktina?“ „Næturvaktina, ekki nokk- urn skapaðan hlut.“ „Nú, ert þú ekki hérna aðra hvora nótt?“ segir hann. „Jú, það er alveg rétt,“ svara ég. „Já, það gengur ekki,“ segir hann. „Ja, mæltu manna heilastur,“ segi ég, „hvað á ég að gera?“ „Mér finnst, að þú eigir að fara til forsætis- ráðherra, Steingríms Steinþórssonar, og tala við hann um þetta með kveðju frá mér.“ „Það á ég ósköp hægt með,“ segi ég, „... ég þekki hann vel, bróðir Eggerts, vinar míns.“ „Nú jæja, ekki var það verra.“ Svo ég pantaði tíma, og þegar ég kom til hans, sagði ég: „Ég er með kveðju til þín frá ráðu- neytisstjóranum þínum.“ „Hvað er að frétta af heilsu Gústavs,“ — spyr Steingrímur. „Ég held, að það gangi nokkuð vel, held hann fari að koma bráðum heim, ef þú eyðileggur hann ekki í ein- hverjum þrældómi hér.“ „En ég er nú eiginlega að koma út af sjálfum mér.“ „Nú, er eitthvað að þér,“ segir hann. „Já, peningaleysi." „Já, já, það eru auðvitað, allir peningalausir. Og hvað á ég að gera?“ „Skaffa mér peninga fyrir næturvaktir.“ „Ha,“ segir hann. „Hvernig á ég að fara að því?“ „Það veit ég ekki, en ég get sagt þér, að ég stend 15 vaktir á mánuði og fæ ekkert fyrir það.“ „Var það þetta, sem þú áttir að skila frá ráðuneytis- stjóranum?“ „Segðu honum, að þetta sé hlutur, sem hann verður að „lagfæra" með mér, þegar hann komi, ég ætla ekkert að gera, fyrr en að þú ert búinn að afgreiða hann heim, það er nú það minnsta, að þú gerir hann þá hraustan." „Já, ég skal flýta mér að því,“ sagði ég. Með það fór ég. Eftir nokkurn tíma, fékk ég tilkynningu um, að ég fengi kr. 100 fyrir vaktina, og það var mikið fé. Þá varð heldur en ekki upplit á öðrum á spítalanum. Frumkvæðið kom ekki frá læknafélögunum. Skurðlæknarnir voru fljótir að koma á eftir sem eðlilegt var, því þeir voru alveg á sama báti, en við hlógum mikið, þegar við heyrð- um, að þeir á rannsóknarstofunni vildu fá jafn mikið (!), þótt við færum ekki neitt að spilla því. En víst var um það, að læknafélögin tóku eftir þetta betur við sér, þegar kom að kröfum um greiðslur fyrir næturvaktir. Á námstíma mínum á Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn var því miður ekki móðins að aðstoð- arlæknarnir tækju þátt í kennslu læknanema. Þess vegna hafði ég aldrei hlotið slíka þjálfun. Á þeim tíma var þetta formfastur dansk-þýskur skóli. Veikindi og fráfall Jóhanns Sæmundssonar, góð- vinar míns, gerðu af þeim ástæðum ekki lítið strik í reikninginn. Eðlilegt var, að mér væri þungt í huga að taka skyndilega til kennslustarfa eftir jafn mikilhæfan kennara og mér miklu færari. Haustið 1954 var það orðið ljóst, að prófessor Jóhann Sæmundsson gengi með lungnakrabbamein. Hann varð því að hætta störfum. Ekki bætti úr skák, að löngu hafði verið ákveðið, að annar að- stoðarlæknir, Snorri P. Snorrason, færi til Banda- ríkjanna haustið 1954 til framhaldsnáms. Þar eð ég var eini launaði kennarinn í lyflæknisfræði,

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.