Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Side 44

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Side 44
44 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 hvernig hann skrifaði verksamninginn í smáatrið- um, hvernig allt ætti að vera, t. d. gluggakisturn- ar. „Það var gott, að þú gerðir þetta, það hefði ég aldrei getað gert,“ sagði ég. „Nei, þú hefur aldrei keypt hús“ sagði hann. Hann skrifaði svoleiðis verksamning, að ekki var nokkur leið að hlaupast undan, og Sigurliði lét þá standa við gerðan samn- ing. Óskar Jónsson í Hafnarfirði sá um að koma af stað happdrættinu, ágætismaður enda Vestfirð- ingur. Öskar og Sigurliði voru félagar úr Sam- vinnuskóla Jónasar frá Hriflu. Sigtryggur Klem- enzson, ráðuneytisstjóri í Fjármálaráðuneytinu, var maður, sem við leituðum oft til á þessum árum. Sigtryggur átti góðan þátt í, að við skyldum fá hálfa milljón út úr ÁTVR. Það hafa ekki mörg félög fengið. Ég átti nefnilega tvo góða menn í ríkisstjórninni, Bjarna Benediktsson og Jóhann Hafstein. Við Jóhann vorum gamlir skólafélagar. Svo átti ég mjög góðan mann, sem var afskaplega hlýr þessum máli og var þá nýtekinn við sem forstjóri ÁTVR, Jón Kjartansson. í fjáröflunar- nefnd Hjartaverndar á þessum tíma sátu Pétur Benediktsson, Eggert Kristjánsson, Sigurliði Kristjánsson, Baldvin Einarsson, Helgi Þor- steinsson, Loftur Bjarnason og Kristján Jóhann Kristjánsson. Mér er minnisstætt hjartaþing árið 1966 í Búka- rest á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Sótti ég það sem fulltrúi landlæknisembættis. Rússar voru fjölmennastir og létu mjög að sér kveða í umræðum og voru stundum ekki blíðir á manninn. Þá stóð kalda stríðið sem hæst. Stund- um urðu Rússar svo harðir á meiningunni, að þeir börðu í borðið. Það gerðu engir nema þeir. Norð- menn gátu orðið grimmir líka, og bæði Svíar og Hollendingar sýndu klærnar. Englendingar settu sig í sáttasemjarasætið, en stóðu samt ákveðið gegn Rússum. Það, sem aðallega var barist um, var kólesterólkenningin og reykingar. Rússum fannst, að á skorti sannanir um heilsutjón af þessu hvorutveggja, til að hægt væri að leggja fram til- lögu um varnir að undirlagi WHO. Þetta tókst þó að lokum eftir mikið japl, jaml og fuður. Mér er líka minnisstætt, hve Búkarest var frönsk borg enda kölluð litla París, franska gjarnan töluð, og þarna voru fimm óperuhús. Ameríska hjartalæknaþingið var árið 1968 í San Francisco. Bar þar hátt meðal annars rannsóknir á bandarískum hermönnum, sem fallið höfðu í Kóreustríðinu og flestir voru á aldrinum 22-30 ára. Einn þriðji hluti þeirra var með byrjandi eða greinilega kransæðakölkun. Þar var einnig flutt erindi um krufningar á börnum, allt frá korna- barnsaldri til fermingaraldurs. Fundust þar merki kransæðakölkunar allt niður til fjögurra, fimm ára aldurs svo sem fitustrengir í kransæðaveggjum og snart þetta mig djúpt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin var með í ráðum varðandi skipulagningu rannsóknanna í upphafi, og þeir sendu tvo menn, dr. Pisa og dr. Krogh, til ráðgjafar. Þeir voru hér í vikutíma og fóru yfir rannsóknaráætlunina. Við sóttum líka fundi hjá þeim ytra. Það gafst nógur tími til undirbúnings, því að húsnæðið var ekki tilbúið fyrr en 1967. Þá voru valdir 30 þúsund manns, karlar og konur, til þátttöku í rannsókninni, og voru þau þá á aldrin- um 34-61 árs. Þetta var nokkuð alhliða heilsufars- rannsókn, en beindist fyrst og fremst að hjarta- og æðasjúkdómum og áhættuþáttum, sem tengdust þeim og er nú að mestu lokið. Dánartíðnin úr þessum sjúkdómum hefur lækkað um 40%, sem er mikið og meira en á Norðurlöndum og meira en hjá flestum öðrum þjóðum. Þessi árangur hef- ur meðal annars náðst með því að hafa áhrif á áhættuþættina í lífi fólks, sem við vitum nú að valda hjarta- og æðasjúkdómum eins og hár blóð- þrýstingur, há blóðfita og reykingar. Hópannsókn Hjartaverndar sýnir skýrar en nokkur önnur íslensk rannsókn vægi tóbaksreyk- inga sem áhættuþáttar fyrir myndun krabba- meins. Þannig hefur af rannsókninni sprottið margt, sem ekki var inni í meginhugmyndinni í byrjun. Við mannaráðningar hjá Hjartavernd var ekki sama aðstaða og verið hafði á Landspítalanum. Fyrst voru þarna Ólafur Ólafsson og Nikulás Sig- fússon, en þegar Ólafur tók við landlæknisem- bættinu, gerðum við Nikulás strax að yfirlækni og höfum aldrei séð eftir því. Á öðru eða þriðja starfsári samtakanna skerti Alþingi verulega fjárframlag sitt, sem auðvitað olli seinagangi og vandkvæðum. Tekist hefur þó að halda 10-12 starfskröftum á stöðinni öll starfsárin. Lágmúlinn var reistur með eigin aflafé Hjarta- verndar. Reksturinn hefur verið fjármagnaður með um átta milljónum á fjárlögum nú seinni árin. Okkur hefur alltaf fundist sanngirni í því, að starfsmannalaun á stöðinni væru greidd af opin- beru fé. Það hefur aldrei náðst, og við höfum orðið að brúa bilið með eigin aflafé. Við höfum haft nokkrar tekjur af fólkinu, sem kemur til stöðvarinnar, og það hefur verið óbreytt. Þá höf- um við haft nokkrar milljónir á ári frá ráðu- neytinu vegna samningsins við WHO. Reksturs- kostnaðurinn hefur farið upp í 25 milljónir á ári, þannig að tvo þriðju hefur stöðin orðið að greiða af eigin aflafé. Um tíma skilaði happdrættið miklu, en það hefur minnkað mikið síðasta ára- tuginn.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.