Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
47
skyldar rannsóknir. Sá þriðji er Reynir Arngríms-
son, læknir, sem rannsakar háþrýsting við fæðing-
areitrun.
Nýjungar eins og samband járnbúskapar og
æðakölkunar og hugsanlega þýðingu andoxandi
efna eins og E-vítamíns í því sambandi birtust
nýlega í tímaritinu „Circulation", og var fyrsti
höfundur Magnús Karl Magnússon. Þorsteinn
Þorsteinsson og Nikulás Sigfússon hafa nýlega
fengið styrk frá Vísindasjóði til frekari athugunar
á þessu sviði.
í undirbúningi eru rannsóknir á arfgengum
þáttum, sem stuðla að myndun æðasjúkdóma og
beinast að niðjum þeirra, sem fengið hafa krans-
æðastíflu og voru í upprunalegu hóprannsókn-
inni. Til viðmiðunar verða afkomendur þeirra
sem ekki hafa fengið kransæðastíflu. Þessi niðja-
rannsókn mun taka til fyrsta og annars ættliðar frá
rannsóknarhópnunt og tæplega 6000 manns. Það
er því enginn verkefnaskortur þar á bæ. Það verð-
ur sem vanalega fjárskortur, sem tefur fram-
kvæmdir.
Af veiðimennsku — afturhvarf
til Arnarfjarðar
Flestöll háskólaár mín bjó ég hjá kunningja-
fólki foreldra minna í Reykjavík, Agli Vilhjálms-
syni, bílasala, og fjölskyldu hans. Egill var mikill
veiðimaður, enda að vestan. Mágur hans, gamall
togaraskipstjóri, átti lítið fjögurra manna far.
Hann bauð Agli til veiða hér út á flóann, og ég
fékk stundum að fljóta með. Veturinn 1934 lent-
um við í miklum afla, allt ríga þorskur úti á Sviði.
Það tók ekki langan tíma að fylla bátinn. Eftir að
hafa nokkrum sinnum árangurslaust beðið okkur
um að hætta veiðum segir formaðurinn: „Ekki læt
ég ykkur sökkva bátnum undir mér, nú ræsi ég
vélina." Eg man vel, að við Egill drógum báðir
inn færi með þorski á, eftir að báturinn tók ferð-
ina. Aflinn reyndist vera um 300 þorskar. Næsta
dag voru hendur mínar ljótar útlits.
Þegar ég kom heim eftir stríð höfðu Egill Vil-
hjálmsson og Eggert Kristjánsson, stórkaupmað-
ur, keypt jörð neðst við Laxá í Kjós, en henni
fylgdu mikil veiðiréttindi. Mér var því fljótlega
boðið til veiða af Agli, en Eggert Kristjánsson var
góðvinur föður míns eftir áratuga viðskipti. Ekki
leið á löngu, þar til Eggert fór að bjóða mér
þangað líka, og smitaðist ég af laxabakteríunni.
Þó tók steininn úr. þegar þeir bræður, prófessor
Kristinn Stefánsson og Sæmundur, buðu mér í
vikutíma til veiða í Laxá í Aðaldal. Þar með var ég
alveg genginn laxaíþróttinni á hönd. Eftir þetta
var ég fastur félagi í veiðihópi þeirra og eignaðist
þar ágæta vini. Við lát prófessors Kristins var ég
Hólmfríður Stefánsdóttir, eiginkona Sigurðar,
fengsæl með tvo nýveidda laxa neðan Sjávarfossa í
Laxá í S-Þingeyjarsýslu. Út-Kinnarfjöll í baksýn.
kosinn formaður í hans stað. Attum við Sæmund-
ur Stefánsson drjúgan þátt í byggingu nýs veiði-
heimilis 1968. Ég hætti 1985 eftir 18 ára formanns-
starf og laxveiðum eftir 35 surnur.
Eitt sinn vorum við að veiðum neðan fossa sem
kallað er. Með okkur var þekktasti og mesti veiði-
maðurinn í dalnum og jarðeigandi þar. Honum lá
oft hátt rómur. Hann setur í fisk, sem leggst fastur
í botn. Loks losnar hann, og veiðimaður hrópar
hátt: „Þetta er helvítis bolti.“ Fiskurinn sígur
hægt niður ána, en hrópin fara lækkandi, og síðast
er alveg þögn. Var þá farið að athuga „boltann“.
Hann reyndist útvatnaður saltfiskur, sem auðsjá-
anlega hafði losnað úr fláti frá bæ ofan við ána.
Veiðimaðurinn fékk ýmislegt að heyra.
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson lyfsali var í
veiðigenginu. Neðan fossa var hylur í laginu eins
og djúpur pollur eða hola. Við kölluðum hana
gjarnan „Idjótaholuna", enda flaxaði færið þar
fram og aftur og ekkert sást til fisks. Þar vildi ég
aldrei renna, en Scheving sat þar löngum og helst,
ef hann hafði áheyranda að sögum sínum. Sökum
sjóndepru þurfti hann alltaf mann með sér. Einu
sinni þegar hann var þarna að iðju sinni, segir
leiðsögumaður hans: „Scheving, hann er kominn
á hjá þér.“ „Mér er nú sama um það, ég klára
söguna,“ sagði Scheving, en laxinum náði hann.
Þegar við Scheving vorurn saman sagðist hann
skyldu kenna mér að fiska í „Idjótaholunni".