Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 15 E-l. Lyfhrif peniciliíns og ceftríaxóns gegn pneumókokkum in vitro Sóley Ómarsdóttir, Vidar Magnússon, Helga Er- lendsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá lœknadeild HÍ, sýklafrœðideild, lyflœkninga- deild Landspítalans Inngangur: Streptococcus pnewnoniae er algeng- asta orsök lungnabólgu, eyrnabólgu og skútabólgu, en veldur einnig öðrum og alvarlegri sjúkdómum svo sem blóðsýkingu og heilahimnubólgu. Síðastlið- in 25 ár hefur tíðni penicillínónæmra pneumókokka (PÓP) farið vaxandi um allan heim og hafa þriðju kynslóðar cefalóspórín helst verið notuð gegn þeim. Lyfhrifafræði lýsir samspili lyfs og sýkils og hefur klínískt gildi tengt skömmtun sýklalyfja. Aðferðir: Lyfhrif penicillíns (PCN) og ceftríaxóns (CTX) in vitro voru borin saman í næmum (MIC 0,012 mg/ml) og ónæmum (MIC 1,0 mg/ml) pneumó- kokkastofnum, báðum af hjúpgerð 6B. Athuguð voru hammörk (MIC), drápshraði við mismunandi margfeldi af MIC og eftirvirkni (PAE) við mismun- andi lyfjastyrk og verkunarlengd lyfs. Niðurstöður: Dráp beggja lyfja breyttist lítið er lyfjastyrkur jókst úr 2x í 128xMIC. Meðaldráp peni- cillíns (logjQ CFU/mI/4 klst.) gegn næma stofninum var 50% meira en gegn þeim ónæma og meðaldráp CTX var fimmfalt meira gegn næma stofninum. PAE beggja lyfja lengdist með auknum lyfjastyrk gegn báðum stofnum til dæmis lengdist PAE PCN gegn næma stofninum úr 0,0 klst. í 3,8 klst. við aukningu styrks lyfsins úr 2 MIC í 8 MIC. Lengingin var meiri gegn næma stofninum fyrir PCN, en fyrir CTX var lengingin meiri gegn ónæma stofninum. Aukin verkunarlengd CTX lengdi PAE gegn báðum stofnum og reyndist lengingin meiri gegn næma stofninum. Lengri verkun PCN framkallaði lengra PAE gegn báðum stofnum en gegn næma stofninum styttist PAE á ný eftir að PCN hafði verkað í ákveð- inn tíma. Ályktun: Munur á in vitro lyfhrifum PCN og CTX gegn næmum og ónæmum pneumókokkum fólst í lægra MIC, meira drápi og lengra PAE gegn næma stofninum. Eftir fylgja in vivo rannsóknir sem skera úr um klínískt notagildi þessara niðurstaðna. E-2. Lyfferill penicillíns og ceftríaxóns í sermi og lungum músa Helga Erlendsdóttir, Sóley Ómarsdóttir, Viðar Magnússon, Sigurður Guðmundsson Frá sýklafrœðideild Landspítalans, lœknadeild HÍ, lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Vaxandi lyfjaónæmi hjá pneumó- kokkum hefur meðal annars leitt til aukinnar notk- unar þriðju kynslóðar cefalósporína gegn þeim. Við skömmtun sýklalyfja er oftast tekið mið af þéttni þeirra í sermi, en litlar upplýsingar eru um þéttni þessara lyfja í lungum. Við könnuðum því lyfferil þessara lyfja í músum og aðgengi þeirra í músalung- um. Notaðir voru skammtar sem eru sambærilegir (mg/kg) við skammta hjá mönnum. Efniviður: Notaðar voru ICR mýs =30 g að þyngd. Sýklalyfin voru gefin undir húð í einum skammti. Skammtar penicillíns (PCN) voru 1,10, 50 og 100 mg/kg, og ceftríaxóns (CTX) 1, 10 og 100 mg/kg. Tekin voru blóðsýni 10, 20, 40, 60, 90, 120, 180 og 240 mínútum eftir gjöf PCN og 15, 30, 60,120, 240 og 360 mínútum eftir CTX. Samtímis voru lungu fjarlægð úr músunum og úr hverju skornir þrír bitar 5-15 mg að þyngd. Lungun voru síðan mulin í salt- vatni. Öll sýnin voru fryst við -70°C þar til þau voru rannsökuð. Þéttni PCN var mæld með Micrococcus lutea ATCC 9341 og CTX með E. coli ATCC 25922. Reiknaður varhelmingunartími (t1AÍ) í sermi og lung- um, Cmax, CQ, AUC og tími yfir hammörkum (t>MIC) næms (MIC PCN 0,012 mg/L og CTX 0,016 mg/L) og ónæms (MIC PCN 1,0 mg/L og CTX 0,75 mg/L) pneumókokkastofns. Niðurstöður: Niðurstöðum úr lungnamulningi og lungnabitum bar vel saman. Við skammta 1, 10, 50 og 100 mg/kg var tj^ PCN í sermi 12,1,12,3,13,6 og 16,1 mín. og í lungnabitum 14,3, 14,8, 16,8 og 21,7 mín. Við 1,10 og 100 mg/kg var tj,, CTX í sermi 65,3, 58,9 og 52,2 mín. og í lungnabitum 71,8, 79,0 og 80,5 mín. Cmax PCN í sermi var 0,6-105 mg/L eftir skömmtum, en í lungnabitum 0,2-33 mg/kg. Cmax CTX í sermi var 4—240 mg/L eftir skömmtum, en í lungnabitum 0,6-67 mg/kg. PCN t>MICna:mur var 102-220 mín. eftir skömmtum, en t>nMICóna.mur 1- 117 mín. Samsvarandi CTX t>MIC voru 9,3-12,2 klst. og 3,3-7,3 klst. Ályktun: t^ beggja lyfja var lengri í lunga en í sermi, 20-50%, og þéttni í sermi 0,5-4,0 sinnum hærri en í lunga. Niðurstöður þessar nýtast við rann- sóknir á lyfjameðferð ónæmra pneumókokka í til- raunasýktum músum. E-3. Drápshæfni og eftirvirkni penicillíns og ceftríaxóns gegn pneumókokkum í lungnasýktum músum Theodór Ásgeirsson, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá sýklafrceðideild Landspítalans, lœknadeild HÍ, lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Onæmi meðal pneumókokka gegn penicillíni (P) og öðrum lyfjum fer vaxandi víða um heim, og hefur Island ekki farið varhluta af þessum vanda. Til þessa hafa þriðju kynslóðar cefalósporín verið notuð gegn ónæmum pneumókokkum. Nýleg- ar hérlendar rannsóknir benda til að meðhöndla megi sýkingar utan miðtaugakerfis af völdum peni- cillínónæmra pneumókokka með penicillíni en með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.