Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 E-18. Járnhagur íslenskra blóðgjafa Pétur V. Reynisson*, Sveinn Guðmundsson*, Sig- mundur Magnússon**, Bjarni Þjóðleifsson*** Frá *Blóðbankanum, **rannsóknastofu í blóð- meinafrœði og ***lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna að járn- birgðir blóðgjafa eru að öllu jöfnu minni en samsvar- andi hóps sem ekki gefur blóð. Tilgangur rannsókn- arinnar er að meta járnbirgðir íslenskra blóðgjafa, tíðni járnskorts og í framhaldi af því að setja skil- merki fyrir eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir. Efniviður og aðferðir: Þetta er þversniðsrann- sókn, sem 300 konur og 2676 karlar tóku þátt í. Blóðgjafarnir svöruðu spurningalista, s-ferritín og blóðstatus voru mæld á rannsóknastofu í blóðmeina- fæði Landspítalanum og upplýsingar voru nýttar úr gagnagrunni Blóðbankans. Niðurstöður: S-ferritín: Margfeldismeðaltal hjá nýjum karlkyns blóðgjöfum er 73,50 pg/L í saman- burði við 35,64 ug/L hjá vönum karlkyns blóðgjöfum (p<0,001). Margfeldismeðaltal nýrra kvenkyns blóðgjafa er 23,85 ug/L í samanburði við 18,30 ug/L hjá vönum kvenkyns blóðgjöfum (p=0,039). Af þeim þáttum sem athugaðir voru sýndi s-ferritín sterkust tengsl við fjölda blóðgjafa síðastliðin tvö ár (r=-0,3657, p<0,001). Einnig voru ágæt tengsl á milli s-ferritíns og fjölda blóðgjafa yfir ævina (r=-0,2119, p<0,001). Af vönum karlkyns blóðgjöf- um hafa 10% s-ferritín undir 14,53 ug/L og 2,5% s-ferritín undir 9,04 pg/L. Blóðrauði: Ekki er mælanlegur munur á blóð- rauða hjá nýjum eða vönum blóðgjöfum, hvorki hjá körlum (145 g/L) né konum (127 g/L). Umræða: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna, að járnbirgðir íslenskra blóðgjafa lækka talsvert við endurteknar blóðgjafir. Þessi lækkun er greinilegri eftir því sem gjafirnar eru tíðari, en einnig hefur heildarfjöldi blóðgjafa yfir ævina einhver áhrif. Forvarnir okkar munu fyrst og fremst beinast að konum og karlkyns blóðgjöfum sem gefa blóð þrisv- ar til fjórum sinnum á ári. Auk þess ber að stefna að stækkun blóðgjafahópsins. E-19. Valbundnar miltistökur á Landspítalanum 1985-1994 Skúli Gunnlaugsson*, Margrét Oddsdóttir*, Jónas Magnússon** Frá *lyflœkningadeild og **handlœkningadeild Landspítalans Miltistökur í kjölfar slysa eru vel þekktar og af- leiðingar þeirra vel rannsakaðar. Ýmsir miltissjúk- dómar eru læknaðir með einfaldri miltistöku. Enn- fremur getur reynst nauðsynlegt að fjarlægja miltað vegna aðstæðna og ef miltað laskast í aðgerð. Mark- mið þessarar rannsóknar var að kanna ábendingar miltistöku hjá þessum tveimur hópum og ennfremur langtímaárangur hjá þeim fyrrnefnda. Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga án undangeng- innar áverkasögu sem gengust undir miltistöku. Auk ábendinga fyrir aðgerð voru skráð kh'nísk einkenni, myndgreiningaraðferðir til að meta starfsemi og útlit miltans, meðferð fyrir aðgerð, fylgikvillar aðgerðar, blóðtap og langtímaárangur með tilliti til uppruna- legs sjúkdóms. Á árunum 1985-1994 var miltað fjarlægt vegna ofangreinds hjá 93 einstaklingum. Sjúkraskýrslur fundust fyrir 89 sjúklinga. Af þeim höfðu 36 sjúk- dóm tengdan milta (hópur A) og 53 utan milta (hóp- ur B). Mjög fjölbreyttar ábendingar lágu að baki miltistöku hjá hópi A en algengastar voru blóðflögu- fæðar purpuri (ITP) (28%) og mergvaxtarkvilli (myeloproliferative disease) (14%). Hjá hópi B voru algengustu aðgerðirnar magabrottnám (34%) og brisaðgerð (19%). Algengustu klínísku ábendingar miltistöku hjá hópi A voru blóðflögufæð (39%) og stækkað milta (19%). Hjá hópi B var oftast um að ræða áverka á miltað í aðgerðinni (50%). Fyrir að- gerð fengu 13 sjúklinganna barkstera en níu fengu blóð, allir í hópi A. Að jafnaði varð mun minna blóðtap og minni blóðgjafaþörf í tengslum við að- gerðir hjá hópi A. Langtímaárangur hjá hópi A hvað varðar upp- runalegan sjúkdóm var góður hjá 23 (64%), sæmi- legur hjá þremur (8%), lélegur hjá fjórum (11%) og óviss hjá sex (17%)'. Fylgikvillar hjá hópi A tengdir aðgerð voru óverulegir. Oft má ná ágætum árangri með miltisbrottnámi en hjá sjúklingum með miltissjúkdóm eru slíkar aðgerð- ir yfirleitt hættulitlar. Langtímaárangur er þó veru- lega háður grunnsjúkdómi. Með betri aðgæslu mætti í mörgum tilvikum koma í veg fyrir miltistöku hjá sjúklingum án miltissjúkdóms. E-20. Notagildi frumurannsóknar og vefjarannsóknar við berkjuspeglun Sigurður Magnason*, Steinn Jónsson**, HelgiJ. ís- aksson***, Sigurður Björnsson** Frá *lœknadeild Hl, **lyflœkningadeild Sjúkraltúss Reykjavíkur, ***Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði Berkjuspeglun er mikilvæg aðferð við greiningu lungnasjúkdóma. Við grun um illkynja sjúkdóm eru venjulega tekin sýni til frumurannsóknar og/eða vefjarannsóknar. I þessari rannsókn voru skoðuð gögn sjúklinga sem höfðu verið berkjuspeglaðir á Landakotsspítala á árunum 1986-1993, í því skyni að meta næmi rannsóknaraðferðanna við greiningu ill- kynja sjúkdóma. Tekin voru frumusýni við 205 berkjuspeglanir hjá 186 sjúklingum. Frumurannsókn var jákvæð eða grunsamleg varðandi illkynja vöxt hjá 19 sjúklinguni af 65 sem reyndust hafa illkynja æxli (29%). Vefjasýni var einnig tekið hjá 106 sjúk- lingum og var jákvætt eða grunsamlegt varðandi illkynja vöxt hjá 41 sjúklingi af 54 (76%). Sameigin-

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.