Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 32

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 32
30 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 Results: The frequency of C4AQ0 was significant- ly higher in patients than in controls (45.2% vs 25.5%, p=0.003). Six patients were homozygous for C4AQ0. The frequency of C4BQ0 was comparable in patients and controls (9.7% vs 18.9%). HLA- DRBl, DQAl or DQBl alleles were not significant- iy increased in the whole group of SLE patients compared to controls (p>0.01). On the other hand in the group of patients with C4AQ0 some increase in DRBl 03 and 13 was observed. Conclusion: Our results are consistent with the argument that C4A deficiency contributes to susceptibility of SLE. E-38. Risafrumuæðabólga á íslandi 1984-1990, ættartengsl og vefjaflokkar sjúklinga Páll Matthíasson*, Kristján Steinsson*, Jóhannes Björnsson**, Inga Skaftadóttir*** Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **Mayo Clin- ic, Rochester, Minnesota, USA, ***Rannsóknastofu HÍ í ónœmiserfðafrœði Inngangur: Fylgni hefur verið lýst á milli risa- frumuæðabólgu (temporal arteritis) og HLA-DR4. Þessi rannsókn kannaði vefjaflokka sjúklinga á ís- landi með risafrumuæðabólgu en sjúkdómurinn er algengari hér en víðast annars staðar (25,4/100.000/ ár í fólki eldra en 50 ára). Aðferðir: Rannsóknarhópurinn var allir sjúkling- ar sem greindust með risafrumuæðabólgu á Islandi á árunum 1984-1990 (Ó. Baldurson, et al. Arthritis Rheum 1994; 37: 1007-12). Gerð var serólógísk vefjaflokkun á þeim sjúklingum sem enn voru á lífi og hafðist upp á. Fólk var spurt um uppruna og fjölskyldusögu. Samanburðarhópur 236 einstak- linga, fenginn með tilviljunarkenndu vali var einnig vefjaflokkaður. Niðurstöður: Eitt hundrað þrjátíu og þrír sjúkling- ar greindust með risafrumuæðabólgu á þessum tíma. Af þeim voru 87 á lífi í árslok 1995. Sextíu og fjórir sjúklingar komu til viðtals. DR 4 jákvæðir sjúklingar voru 59,4% samanborið við 33,1% í samanburðar- hópi, og er það marktækur munur (p<0,001). Af sjúklingum eiga 37,5% ættir að rekja til sveita við Breiðafjörð og Hrútafjörð, 21,9% eru frá Vestfjörð- um og 17,2% eru ættaðir af Rangárvöllum og úr Fljótshlíð. í hópnum eru ein systkini og einn annar á systur utan hópsins sem greinst hefur með risa- frumuæðabólgu. Umræða: Um marktæka fylgni er að ræða á milli risafrumuæðabólgu og HLA-DR4. Tíðni DR4 hjá þessum sjúklingum er svipuð og lýst hefur verið á meðal sjúklinga með risafrumuæðabólgu í norrænu þýði í Minnesota í Bandaríkjunum, en verulega hærri en bæði í Kanada og á Ítalíu. Fyrirhugað er að undirflokka sjúklinga með DNA-aðferðum og at- huga ættartengsl þessa hóps innbyrðis. E-39. Risafrumuæðabólga á íslandi 1984-1990, afdrif sjúklinga Páll Matthíasson*, Kristján Steinsson*, Jóhannes Björnsson**, Ólafur Baldursson*** Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **Mayo Clin- ic, Rochester, Minnesota, USA, ***University of lowa, lowa, USA Inngangur: Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á afdrifum og dánartíðni fólks sem greinst hefur með risafrumuæðabólgu (temporalarteritis). í þessari rannsókn voru afdrif sjúklinga könnuð fimm til 12 árum eftir að sjúkdómurinn greindist. Aðferðir: Rannsóknarhópurinn var allir sjúkling- ar sem greindust með risafrumuæðabólgu á íslandi á árunum 1984-1990 (Ó. Baldurson, et al. Arthritis Rheum 1994; 37:1007-12). Rætt var við þá sjúklinga sem enn voru á lífi og athugaðar voru krufninga- skýrslur látinna. Sjúkdómsvirkni var metin og könn- uð tíðni aukaverkana vegna meðferðar. Athugaðar voru dánargreiningar þeirra sem krufðir voru og tengsl við ákveðna aðra sjúkdóma, sérlega gúlmynd- un í ósæð. Niðurstöður: Eitt hundrað þrjátíu og þrír sjúkling- ar greindust með risafrumuæðabólgu á þessum tíma. Af þeim hópi voru 46 látnir í árslok 1995. Tíu voru krufnir, í níu þeirra fannst veruleg kölkun í ósæð og í tveimur sást ósæðargúll. Sextíu og fjórir sjúklingar voru kallaðir til viðtals og skoðunar, 49 konur og 15 karlar. í þessum hópi voru að meðaltali 7,6 ár frá greiningu sjúkdómsins og meðalaldur nú er 75,2 ár. Þrjátíu og þrír tóku enn sykurstera, að meðaltali 5,25 mg á dag. Aukaverkanir voru algengar af stera- töku, sérlega samfallsbrot í hrygg (17 einstaklingar), önnur brot (14) og áhrif á geðslag (19). Tuttugu og tveir eða 34,4 % hópsins hafa hækkað sökk, að meðaltali 36,8 mm/klst (24-73). Lífslíkur sjúklinga með risafrumuæðabólgu eru ekki marktækt lægri en þjóðarinnar. Hlutfallslegar dánarlíkur eru 1,12 (p>0,10). Kyn, greiningartöf, og fjölvöðvagigtar- einkenni hafa ekki marktæk áhrif á lífslíkur. Umræða: Meira en helmingur þeirra sjúklinga sem eru á lífi tekur enn stera. Þetta er áhyggjuefni í ljósi þess hversu algengar aukaverkanir eru af með- ferðinni. Hjá flestum hefur verið reynt að hætta meðferð, en einkenni þá komið aftur. Krufningar benda til tengsla við ósæðargúl, en tilfellin eru fá. Það hefur ekki áhrif á lífsltkur fólks að hafa greinst með risafrumuæðabólgu og eru það svipaðar niður- stöður og lýst hefur verið annars staðar. E-40. Mælingar á Q10 í blóði og vöðvum. Samanburður á sjúklingum með vefjagigt og heilbrigðum Björg Þorsteinsdóttir, Sigrún Rafnsdóttir, Árni J. Geirsson, Sigurður Sigurjónsson, Matthías Kjeld Frá Landspítalanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.