Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 33 fyrir C-allelið hafa 9,5% hærra plasma apoA-I (159mg/dl vs 144mg/dl) miðað við þá sem eru arf- hreinir fyrir T-allelið og þannig 19% minni áhættu á kransæðasjúkdómi, svo fremi sem þeir reykja ekki. E-45. Rannsókn á lípóprótín lípasa meðal einstaklinga með hækkun á þríglýseríðum Birgir Jóhannsson*, Gunnar Sigurðsson**, ísleifur Ólafsson*** Frá *læknadeild HÍ, **göngudeild Landspítalans fyrir blóðfitumœlingar, ***rannsóknardeild Borgar- spítalans Inngangur: Hækkun á þríglýseríðum í blóði hefur í för með sér aukna hættu á æðakölkun og briskirtils- bólgu. Hún getur verið arfgeng og má þá oft rekja orsök til stökkbreytinga í geni lípóprótín lípasa, sem gegnir lykilhlutverki í niðurbroti þríglýseríða. Hann situr á yfirborði æðaþels tengdur fjölsykrungum. Heparín getur losað um þau tengsl og verður þá lípóprótín lípasi mælanlegur í plasma. Tilgangur rannsóknarinnar var að mæla magn lípasa í blóði einstaklinga með hækkun á þríglýseríðum eftir hep- aríngjöf og kanna hvort lágt magn lípóprótín lípasa geti skýrt hækkunina. Efniviður og aðferðir: Leitað var í skrám göngu- deildar Landspítalans fyrir blóðfitumælingar að ein- staklingum með hækkaða þríglýseríða. Tuttugu og fimm einstaklingar (14 konur og 11 karlar) á aldrin- um 30-78 ára fundust (meðalaldur 49,8 ár). Sautján einstaklingar (níu konur og átta karlar) á aldrinum 24-73 ára (meðalaldur 42,9 ár) með eðlilegar blóð- fitur voru einnig rannsakaðir til viðmiðunar. Blóð var dregið fyrir og 10 mínútum eftir gjöf heparíns í æð. Plasmað skilið frá og fryst við - 70°C fram að mælingu. Magn lípóprótín lípasa í plasma var mælt með „one step sandwich enzyme immu- noassay" (Markit-F-LPL). Niðurstöður: Magn lípóprótín lípasa var reiknað sem mismunur mælinga á sýnum teknum fyrir og eftir gjöf heparíns. Hann mældist á bilinu 65,5=404 ng/mL hjá hópi með hækkaða þríglýseríða og meðal- talið reyndist 228,3±97,2 ng/mL. Meðaltal lípasans hjá viðmiðunarhópi var 287,5±54,1 ng/mL. Mark- tækur munur var á lípóprótín lípasa magni kvenna og karla í tilfellahópi (p<0,01), þar sem konur höfðu mun lægra magn. Um þriðjungur tilfella (32%) hafði lípóprótín lípasa magn sem var meira en tveimur staðalfrávikum fyrir neðan meðaltal viðmiðunar- hóps (sjö konur og einn karl). Umræður: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að veruleg hækkun þríglýseríða í blóði stafi í þriðjungi tilfella af ónógri myndun á lópóprótín líp- asa. Það hlutfall er sambærilegt við erlendar rann- sóknir. Þörf er á frekari rannsóknum til að komast að orsök hækkunar á þríglýseríðum hjá þessum ein- stakingum. E-46. Kólesteróllækkandi meðferð með simvastatíni bætir horfur sykursjúkra kransæðasjúklinga Guðmundur Þorgeirsson, Gunnar Sigurðsson og Jón Þór Sverrisson, fyrir hönd 4S rannsóknarhópsins Frá lyflœkningadeildum Landspítalans, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Skandínavíska simvastatínrannsóknin (4S), var tvíblind, framskyggn meðferðarprófun á langtíma- áhrifum simvastatíns á lífshorfur kransæðasjúklinga með heildarkólesteról á bilinu 5,5-8,0 mM. Með- ferðarhópurinn fékk 20-40 mg af simvastatíni og lækkaði heildarkólesteról að meðaltali um 25%, LDL-kólesteról um 35% og HDL-kólesteról hækk- aði um 8%. Heildardánartíðnin lækkaði um 30% vegna 42% lækkunar á dánartíðni af völdum krans- æðaáfalla. Meðal 4444 þátttakenda í rannsókninni hafði 201 sykursýki. Meðalaldur þeirra var 60 ár við upphaf rannsóknarinnar og 78% voru karlar, 12% voru á insúlínmeðferð og 38% á sykursýkitöflum. Hjá hinum sykursjúku þátttakendum sem með- höndlaðir voru með simvastatíni varð 27% lækkun í heildarkólesteróli, 37% lækkun í LDL-kólesteróli, 7% hækkun í HDL-kólesteróli og 11% lækkun í þríglýseríðum. Hlutfallsleg áhætta (relative risk) á kransæðaáfalli meðal hinna sykursjúku þátttakenda sem með- höndlaðir voru með simvastatíni var 0,45 (95% ör- yggismörk 0,27-0,74; p=0,002) það er 55% lækkun á tíðni kransæðaáfalla. Hlutfallsleg áhætta meðferð- arhópsins á öllum æðakölkunarvandamálum, þar á meðal heilablóðföllum, var 0,63 (95% öryggismörk 0,43-0,92; p=0,018) eða 37% lækkun. Athugun á afdrifum þessa sykursjúka undirhóps í 4S-rannsókninni bendir þannig sterklega til þess að kólesteróllækkandi lyfjameðferð bæti stórlega hag sykursjúkra kransæðasjúklinga og lækki bæði dánar- tíðni og dragi úr sjúkleika. Þar sem sykursjúkir búa við mjög aukna áhættu á kransæðaáföllum af öllu tagi er hugsanlegt að ávinningur þeirra af kólesteról- lækkandi lyfjameðferð sé jafnvel ennþá meiri en ávinningur þeirra sem ekki hafa sykursýki. E-47. Kynhormónar í blóði sandreyðar við ísland Árni Alfreðsson, Matthías Kjeld Frá meinefnafræðideild Landspítalans Fyrir 14 árum voru hafnar á Landspítalanum mæl- ingar á hormónum í blóði stórhvala veiddum við ísland á tímabilinu 1981-1989. Þetta voru fyrstu rannsóknir af þessu tagi sem gerðar hafa verið. Mæl- ingarnar beindust fljótlega að kynhormónum í lang- reyði (balaenoptera physalus) en niðurstöður þeirra reyndust gefa glöggar vísbendingar um æxlunar- ástand dýranna. Þannig gaf hár prógesterónstyrkur í blóði langreyðarkúa til kynna að þær væru þungaðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.