Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 42
38 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 með blóðþrýstingslækkandi lyfjum, digitalis og þvagræsilyfjum. Eftir að tillit hafði verið tekið til þessara þátta í fjölþáttagreiningu Cox, höfðu einstaklingar með þöglar ST-T breytingar tvöfalda áhættu á að deyja úr kransæðasjúkdómi og 1,6 falda áhættu á að fá krans- æðasjúkdóm. Ályktun: Þöglar ST-T breytingar, þar sem búið er að útiloka með vel skilgreindum aðferðum þá sem hafa kransæðasjúkdóm, eru bæði merki um háan blóðþrýsting og þöglan kransæðasjúkdóm. Þótt þessar breytingar séu ósérhæfðar tengjast þær veru- legi áhættu á að fá einkenni um kransæðasjúkdóm, hjartadrep, hjartaöng eða skyndidauða og þessum breytingum fylgja sjálfstæð neikvæð áhrif á horfur. í ljósi þess árangurs sem unnt er að ná með fyrirbyggj- andi meðferð er mikilvægt að leita sérstaklega að þessum einstaklingum því um er að ræða stóran hóp og skoða þá nánar með tilliti til hvort þeir hafi krans- æðasjúkdóm. E-56. Áhrif áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma á horfur einstaklinga með hjartastækkun Niðurstöður úr rannsókn Hjartaverndar Emil L. Sigurðsson, Guðmundur Þorgeirsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfússon Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar, lyflœkninga- deild Landspítalans, Heilsugœslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði A undanförnum árum hafa rannsóknir sýnt fram á möguleika fyrirbyggjandi meðferðar meðal kransæða- sjúklinga og þá sérstaklega áhrif blóðfitulækkandi meðferðar á lífshorfur. Sjúklingar með hjartastækkun hafa verið útilokaðir frá þátttöku í þessum tilraunum og því óljóst um hlutverk hefðbundinna áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma á horfur þessa hóps sjúklinga. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif þessir áhættuþættir hafa á horfur karlmanna sem hafa hjartastækkun á röntgenmynd. Efniviður er 9.139 karlmenn sem fylgt hefur verið eftir hjá Hjartavernd í fjögur til 24 ár á árunum 1968-1992. Einstaklingar voru flokkaðir í vel skil- greinda greiningarhópa við fyrstu koma á grundvelli svara við Rose spurningalista um hjartaöng, sjúkra- skýrslna frá sjúkrahúsum, niðurstöðum læknisskoð- unar og hjartarafrits. Eftirfarandi greiningarhópar voru notaðir: 1. Greint hjartadrep. 2. Ógreint hjartadrep. 3. Hjartaöng með EKG breytingum. 4. Hjartaöng án EKG breytinga. 5. Hjartaöng án EKG breytinga en ekki staðfest af lækni. 6. Þöglar ST-T breytingar. 7. Engin merki um kransæðasjúkdóm. Hjartastækkun var skilgreind sem hlutfallsleg hjartastærð yfir 550 ml/m2 á röntgenmynd sem tekin var í tveimur plönum. Niðurstöður: Algengi hjartastækkunar var háð aldri; 3,7% hjá körlum undir fertugu en jókst í 21% meðal þeirra sem voru 75 ára og eldri. Helmingur karla með hjartastækkun hafði háþrýsting, þriðjung- ur hafði þekktan kransæðasjúkdóm en 37% höfðu hvorugt. Kransæðasjúkdómur hafði veruleg áhrif á horfur einstaklinga með hjartastækkun. Af hinum hefðbundnu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma hafði blóðþrýstingur í slagbili og serum kólesteról sjálfstæð neikvæð áhrif á líkur þess að deyja úr kransæðasjúkdómi, með hlutfallsáhættu 1,015 á mmHg og 1,01 á 10 mg/dl serum kólesteróls. Reyk- ingar yfir 25 sígarettum á dag 2,3 földuðu heildar- dánarlíkur karlmanna með hjartastækkun. Ályktun: Hinir hefðbundnu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma, kólesteról, reykingar og hár blóð- þrýstingur hafa sjálfstæð neikvæð áhrif á horfur karl- manna með hjartastækkun. Niðurstöðurnar benda til þess að rétt sé að bregðast við þessum áhættuþátt- um á sama hátt og þegar hjartastækkun er ekki til staðar. E-57. Left ventricular myocardial perfusion and function in systemic sclerosis before and after diltiazem treatment ÁrniJ. Geirsson, Ragnar Danielsen, Eysteinn Péturs- son Frá lyflœkningadeUd Landspítalans Objective: To examine Ieft ventricular (LV) myocardial perfusion and function in relation to long-term calcium blocker treatment and the effect of exercise and cold exposure on myocardial per- fusion in patients with systemic sclerosis. Methods: Myocardial perfusion was assessed at rest, during cold exposure and at peak exercise in 10 patients with systemic sclerosis, before and after long-term diltiazem treatment. The myocardial perfusion was assessed by single photon emission computerized tomography (SPECT), after i.v. in- jection of 99mTc 2-methoxyisobutyl isonitrile (MIBI). The images were reconstructed into three 24 mm thick transverse slices (short axis) of the left ventricle. Seven of the 10 patients were examined with Doppler echocardiography before and after long-term calcium blocker treatment. Results: Before diltiazem treatment, average myocardial perfusion was assessed at rest, during cold exposure and at peak exercise. Compared with average resting values, isotope uptake was increased by 48% on average after exercise, and compared with cold exposure the exercise value was increased by 35% on average. There was however, no differ- ence between myocardial isotope uptake at restand during cold exposure. After 11 (seven to 14) months of diltiazem (240 mg/day) treatment, there was no change in isotope uptake in the myocardium at rest,

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.