Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
39
during cold exposure or after exercise, when comp-
ared with respective isotope values before treat-
ment. Doppler echocardiography on seven of the 10
patients, showed an increase in
Left ventricular end-diastolic diameter, fractional
shortening, and left ventricular outflow tract veloci-
ty, after long-term diltiazem treatment. There was,
however, no change in heart rate or blood pressure.
Conclusion: These data indicate that long-term
diltiazem treatment does not increase myocardial
perfusion at rest, post-exercise or during cold expos-
ure. On the other hand long-term diltiazem treat-
ment may augment left ventricular function by in-
creasing diastolic filling and thus improve left vent-
ricular performance.
E-58. Nýgengi og algengi þykknunar
á vinstri slegli og afdrif einstaklinga
með slíka þykknun
Hóprannsókn Hjartaverndar
Inga S. Þráinsdóttir, Þórður Harðarson, Guðmund-
ur Þorgeirsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfús-
son
Frá lyflœkningadeild Landspítalans, Rannsóknar-
stöð Hjartaverndar
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi
og nýgengi þykknunar á vinstri slegli og athuga af-
drif fólks með slíka breytingu samkvæmt hjartaraf-
riti. Einnig að meta áhættuþætti í þessum hópi og
forspárþætti um tilurð þykknunarinnar.
Rannsóknin náði til einstaklinga í fyrstu fimm
áföngum Hóprannsóknar Hjartaverndar, samtals
9139 karla og 9773 kvenna. Algengi þykknunar á
vinstri slegli, metið með hjartarafriti, var3,2% með-
al karla og 0,5 % meðal kvenna en nýgengi var 25 á
1000 fbúa á ári meðal karla og 6 á 1000 íbúa á ári
meðal kvenna. Nýgengi og algengi jukust með aukn-
um aldri. (Líkindahlutfall (odds ratio) meðal karla
var 1,05, öryggismörk 1,04-1,06, líkindahlutfall
meðal kvenna 1,09, öryggismörk 1,06-1,12). Mark-
tæk fylgni þykknunar á vinstri slegli var við ýmsa
áhættuþætti meðal annarra aldur og blóðþrýsting.
Forspárþættir um tilurð þykknunar á vinstri slegli
voru aldur, slagbilsþrýstingur, taka blóðþrýstings-
lækkandi lyfja, reykingar og ártal skoðunar meðal
karla en aldur, slagbilsþrýstingur og reykingar með-
al kvenna.
Áhætta karla með þykknun á vinstri slegli á krans-
æðadauða var ekki marktækt aukin eftir að leiðrétt
hafði verið fyrir aldri, skoðunarári og ýmsum
áhættuþáttum. Áhættuhlutfallið var 1,17 en áhættu-
mörk 0,84-1,64. Áhættuhlutfall kvenna fyrir krans-
æðadauða var hins vegar 3,07 og voru áhættumörkin
1,50-6,31 eftir að leiðrétt hafði verið fyrir áhættu-
þáttum.
Við ályktum að þykknun á vinstri slegli, metin
með hjartarafriti, sé tengd háum blóðþrýstingi með-
al beggja kynja og forspárþáttur um tilkomu þess sé
hár blóðþrýstingur, einnig reyndist aukin tíðni
kransæðadauða meðal kvenna með slíka breytingu.
E-59. Algengi og nýgengi á
insúlínóháðri sykursýki
Óbreytt nýgengi meðal íslenskra
karla og kvenna 1967-1991.
Hóprannsókn Hjartaverndar
Sigurjón Vilbergsson*,**, Gunnar Sigurðs-
son**,***, Helgi Sigvaldason****, Ástráður
B.Hreiðarsson*****, Nikulás Sigfússon**
Frá *lœknadeild HÍ, **Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar, ***lyflœkningadeild Borgarspítalans,
****Verkfrœðiskrifstofu Helga Sigvaldasonar,
*****göngudeild sykursjúkra Landspítalanum
Aðaltilgangur þessarar rannsóknar var að meta
algengi og nýgengi á insúlínóháðri sykursýki
(NIDDM) á íslandi og athuga hvort breyting hafi
orðið á þessum 20 árum sem rannsóknin nær yfir.
Einnig voru helstu áhættuþættir fyrir tilurð insúlín-
óháðrar sykursýki ákvarðaðir með fjölþáttagrein-
ingu.
Þýðið í þessari rannsókn voru 9128 karlar og 9759
konur fædd 1907-1935 og skoðuð í Hóprannsókn
Hjartaverndar á árunum 1967-1991. Karlarnir voru
því á aldrinum 33-79 ára og konurnar á aldrinum
34-81 árs. Spurningakver Hjartaverndar og sykur-
þolspróf voru notuð til grundvallar á greiningu insú-
línóháðri sykursýki.
Aldursstaðlað algengi reyndist 2,7% (95% CI
2,3-3,2) fyrir karla og 2,0% (95% CI 1,7-2,3) fyrir
konur í aldurshópnum 30-79 ára. Út frá þessum
niðurstöðum gátum við reiknað út að um 2300 karlar
og 1900 konur ættu að hafa insúlínóháða sykursýki á
íslandi í dag. Aldurstaðlað nýgengi reyndist vera
345/100.000 á ári (95% CI 279-410) fyrir karla en
240/100.000 á ári (95% CI 193-287) fyrir konur í
aldurshópnum 35-74 ára. Einnig gátum við reiknað
út frá nýgengistölunum að um 230 karlar og 180
konur greinast með insúlínóháða sykursýki á ári
hverju, eða rúmlega einn einstaklingur á dag. Mun-
urinn á körlum og konum fyrir algengi og nýgengi
var tölfræðilega marktækur (p<0,01). Hvorki ný-
gengi né algengi reyndist fara vaxandi frá 1967-1991.
Aldur, fjölskyldusaga um sykursýki, skert sykurþol,
háþrýstingur, þyngdarstuðull (BMI) og þríglýseríð-
ar reyndust allir vera sjálfstæðir áhættuþættir fyrir
tilurð sykursýki.
Okkar niðurstöður benda til að algengi insúlín-
óháðrar sykursýki virðist eitthvað lægra eða svipað hér
á landi og á Norðurlöndunum og öðrum vestrænum
löndum. Nýgengi insúlínóháðrar sykursýki virðist vera
stöðugt á rannsóknartímanum en það eru sterkar vís-
bendingar um að það fari vaxandi í öðrum vestrænum
löndum og ekki síst þróunarlöndunum.