Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 41 frískir einstaklingar. Allir gengust undir svokallað fjöllosunar-hormónapróf (MRH-test), þar sem 85 pg CRH, 100 pg LHRH og 200 pg TRH er gefið samtímis og síðan tekin blóðpróf með reglulegu millibili í 90 mínútur. Niðurstöður: Kortisól/ACTH hlutfallið var mark- tækt lægra hjá sjúklingum með iktsýki og þrátt fyrir kröftugt ACTH svar reyndist kortisólviðbragðið vera skert í síðari hluta prófsins, það er 45-90 mínút- um eftir gjöf losunarhormónanna. Önnur mæld hor- món, LH, FSH og TSH, höfðu öll eðlilega svörun, nema prólaktín sem hafði lægri svörun. Ályktun: Sjúklingar með iktsýki virðast hafa skerta kortisólframleiðslu þrátt fyrir kröftugt ACTH-viðbragð við áreiti á heiladingul sem bendir á hlutfallslega vanstarfsemi nýrnahettna hjá þessum sjúklingahópi. Vanstarfsemi þessi getur stafað af beinum áhrifum bólguferilsins á nýrnahetturnar. E-63. Cushings heilkenni á íslandi 1961-1995 Arna Gudmundsdóttir, Sigurður Þ. Guðmundsson Frá lyflœkningadeild Landspítalans Cushings heilkenni er þegar aukning verður á syk- ursterum vegna offramleiðslu þeirra í nýrnahettum eða vegna aukningar á ACTH sem hvetur til myndun- ar þeirra. Gerð var leit í sjúkdómsgreiningarskrám Landspítalans frá 1961-1995 og í tölvuskrám Borgar- spítala, Landakots og FSA. Sautján tilvik fundust, þar af 12 á Landspítalanum. Nýgengi er 0,2/100.000/ár og algengi 4,1/100.000 fbúa. Sjúklingamir eru 11 konur og sex karlar, fimm til 76 ára að aldri. Fastandi kortisól var hækkað hjá sjö sjúklingum af 12. Sólarhringsútskilnaður á fríu kortisóli íþvagi var alltaf aukinn. Dægursveiflu í kortisólgildi vantaði nær oftast (13 af 14). ACTH mæling og dexametasón bælipróf hjálpa verulega við mismunagreiningu. Myndgreiningaraðferðir hafa breyst geysilega á tímabilinu. Nú orðið eru teknar tölvusneiðmyndir og segulómmyndir af heiladingli og nýmahettum með góðum árangri. Tími sem leið frá upphafi ein- kenna þar til greining var gerð er mjög mislangur allt frá fjórum mánuðum upp í 10 ár. Kvartanir sjúklinganna sem leiddu til greiningar voru þyngdaraukning, slappleiki, marblettir, aukinn hárvöxtur meðal kvenna, bjúgur, blæðingartruflan- ir, kraftminnkun, þorsti og höfuðverkur. Við skoð- un fannst oftast ofþyngd með dæmigerðri dreifingu fitulags í andliti, á mótum háls og herða auk ýstru. Einnig háþrýstingur, roði í andliti og bleikar húð- sprungur. Af ACTH-háðum tilfellum má rekja meirihlutann til heiladingulsæxla, alls 12. Þetta kallast Cushings sjúkdómur. Átta þeirra hafa gengist undir trans- sphenoidal heiladingulsaðgerð. Þeim hefur öllum farnast vel og einkenni hefur ekki orðið vart aftur. Uppbótarmeðferð með sykursterum hefur verið hætt hjá þremur. Fjórir gengust undir nýrnahettu- brottnám. Einn sjúklingur er talinn hafa ACTH framleiðandi æxli utan heiladinguls og annar er lát- inn af völdum ACTH framleiðandi lungnakrabba- meins. Af ACTH-óháðum meinum voru þrír sjúk- lingar með sjálfstætt offramleiðandi nýrnahettur. Tveir höfðu kirtilæxli (adenoma) og einn banvænt hormónframleiðandi krabbamein. E-64. Nýgengi heiladinguls- og ofansöðulsæxla á íslandi 1995 SigurðurÞ. Guðmundsson, Ólafur Kjartansson, Þór- ir Ragnarsson Frá lyflœkningadeild og röntgendeild Landspítalans, taugaskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í mars 1995 var ákveðið að taka upp samnorræna skráningu heiladingulsæxla að frumkvæði Dana og Svía. Haft var í huga að margar sérgreinar koma að þessari sjúkdómsgreiningu en mitt sviðið tilheyrir geislagreiningu. Tilkynningar aðila yrðu sendar við staðfestingu greiningar og aðgerð eða, að hafinni annarri meðferð. Feriltilkynningar skyldu svo send- ast eftir sex mánuði tvö ár frá greiningu. Viðtakandi tilkynninga yrði krabbameinsskrá hvers lands. Aðalábati telst vera nákvæmari greining, aukið ör- yggi sjúklinga og rannsóknartækifæri. Ákveðið var að hefja skráningu strax hérlendis með því að afla upplýsinga um fjölda slíkra æxla greindra á röntgendeildum landsins útbúnum með TS- og MRI- tækjum. I ljós komu 17 slík æxli, fjögur á FSA, fimm í Domus Medica, eitt á Borgarspítala og sjö í segul- ómtæki Landspítalans, sem einnig var notað til áréttingar sjö TS-skoðana. Ábending til geislagreiningar var sjóntruflun og/ eða höfuðverkur í fimm tilvikum, en innkirtlafræði- legar truflanir í hinum 12. Aldur sjúklinganna var frá 15-80 ára, 11 undir 50 ára og sex milli 60 og 80 ára. Kynjaskiptingin var 11 konur og sex karlar. Tíu sjúklingar hafa þegar gengist undir áfallalausa aðgerð, sjö með transsphenoida! og þrír með transcranialtækni. Hinir sjö sjúklingarnir skiptast í fimm konur með mjólkurhormónæxli, eina konu með „uppákomu- æxli“ (incidentaloma) aftan á heiladingulsstilknum og loks karl sem dó mánuði eftir greiningu heila- dingulsbilunar samfara meiriháttar söðulauðn. Tíðni heiladingulsæxla er á huldu og staðfestar tölur ófáanlegar, Danir sem eru fimm milljónir upp- lýsa að 100 heiladingulsaðgerðir fari þar fram árlega, eða fimm aðgerðir á 250.000 íbúa. Er raunveruleiki 10 aðgerða og 17 staðfestra heila- dingulsæxla allur „borgarísjakinn" í þessu efni á því herrans ári 1995? Hlutasvar fékkst með hraðkönnun greindra heiladingulsæxla á röntgendeildum Land- spítalans og Domus Medica árin 1992-1995.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.