Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
43
density“, g/sm2) var mælt á Borgarspítalanum með
dual energy absorptiometry (DEXA) í lendaliðbol-
um (L:II-L:IV) og lærleggshálsi íslenskra kvenna
(n=331) á aldrinum 35-65 ára. Konur sem tekið
höfðu tíðahvarfahormón voru útilokaðar. Ómark-
vísi mælingaraðferða var 1,0-1,6%.
Niðurstöður: Fylgnistuðull (r) milii mælistaða
reyndist 0,72. Ef stuðst var við skilgreiningu Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á ónógu beinmagni
(osteopenia) sem eitt staðalfrávik neðan meðaltals
ungra kvenna, vanmat mæling á hrygg, ónógt bein-
magn í lærleggshálsi í 18,7% tilfella. Ef mælt var
eingöngu í lærleggshálsi vanmat sú mæling 7,5%
kvenna sem voru neðan þessara marka í mælingu á
lendaliðbolum. Ef notuð voru skilmerki beinþynn-
ingar (osteoporosis) sem 2,5 staðalfrávik neðan
meðaltals ungra kvenna voru samsvarandi tölur
4,8% og 3,6%.
Ályktun: Þessar niðurstöður benda til að æskilegt
sé að mæla beinmassa bæði í hrygg og mjöðm við
mat á beinþynningu kvenna í þessum aldurshópi.
E-68. Arfgerðir í vítamín D
viðtakageninu og beinmassi íslenskra
kvenna
Gunnar Sigurðsson, Droplaug Magnúsdóttir, Díana
Óskarsdóttir, Jón Örvar Kristinsson, Kristleifur
Kristjánsson, ísleifur Ólafsson
Frá lyflœkningadeild, rannsóknadeild og barnadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Flest bendir til að erfðir skipti miklu
máli um beinmassann á öllum aldri og hefur mikið
verið leitað að viðkomandi erfðaþáttum. Nýlegar
rannsóknir frá Astralíu og víðar benda til að breyti-
leiki í geninu sem tjáir vítamín D viðtækið sé tengdur
beinmassa. Rannsóknir, framkvæmdar annars stað-
ar í heiminum, hafa þó ekki staðfest þessar niður-
stöður sem skýrt hefur verið á samspili þessa erfða-
þáttar og umhverfisþátta svo sem vítamíns D, kalks í
fæðu og fleiri sem kann að vera mismunandi eftir
þjóðlöndum. Okkur lék því forvitni á að kanna mik-
ilvægi þessa erfðaþáttar hérlendis.
Þýði: Hópur íslenskra kvenna (n=83) 22-65 ára;
a) sem mælst höfðu með mikinn beinmassa, bæði í
lendaliðbolum og lærleggshálsi, það er meira en 1
staðalfrávik ofan aldursbundins meðaltals (n=35),
b) sem mælst höfðu með lítinn beinmassa á báðum
þessum stöðum, það er að segja meira en 1,5 staðal-
frávik neðan aldursbundins meðaltals (n=48).
Aðferðir: Beinmassi (bone mineral density) var
mældur í lendaliðbolum og lærleggshálsi með
tvíorku röntgengeisla (DEXA tækni). Skerðigerð
(restriction genotype) í vítamín D viðtakageninu var
ákvörðuð á DNA, einangruðu úr hvítum blóðkorn-
um áðurnefndra kvenna, þar sem notað var fjöllið-
unarhvarf (PCR), skerðiensím Bsm I og þrjár arf-
gerðir ákvarðaðar á rafdrætti; bb, BB, Bb.
Niðurstöður: Taflan sýnir fjölda kvenna eftir arf-
gerð og beinmassamælingum.
Hópur I Hópur II
Arfgerðir > 1 staðalfrávik >1,5 staðalfrávik
Ofan meðaltals Neðan meðaltals
í beinmassa í beinmassa
BB 5 (7) 10 (10)
Bb 13 (17) 30 (24)
bb 17 (11) 8(14)
Samtals n=35 („expected“)n=48
Nákvæmnipróf Fishers sýnir marktækan mun á
dreifingu arfgerða í hópum I og II (p=0,008).
Ályktun: Arfgerð bb í vítamín D viðtakageninu
tengist oftar auknum beinmassa meðal íslenskra
kvenna og kann því að vera verndandi gegn bein-
brotum. Ljóst er að beinmassinn ákvarðast af mörg-
um genum og eitt þeirra virðist vera breytileikinn í
vítamín D viðtakageninu.
E-69. Samanburður á beinmassa
stúlkna á 16. og 18. aldursári og
líkamsáreynslu, gripstyrk og ýmsum
líkamlegum þáttum
Örnólfur Valdimarsson, Jón Örvar Kristinsson,
Díana Óskarsdóttir, Gunnar Sigurðsson
Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að hámarks-
beinmassi skiptir verulegu máli varðandi beinbrot
síðar á ævinni. Takmarkaðar upplýsingar eru hins
vegar til um hvaða þættir ákvarða hámarksbein-
massa. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna
tengsl líkamsþátta og beinmassa stúlkna á 16. og 18.
aldursári.
Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað þrjátíu og
fimm stúlkur á 16. (n=71) og 18. (n=64) aldursári úr
nágrenni Reykjavíkur tóku þátt í þessari þversniðs-
rannsókn. Beinmassi var mældur með DEXA mæli-
aðferð á lendhrygg, aðlægum lærlegg og framhand-
legg ásamt heildarmassa vöðva og fituvefs. Vöðva-
styrkur í framhandlegg var mældur með
gripstyrksmæli. Hæð og þyngd var mæld og spurst
var fyrir um líkamsáreynslu og hún stiguð.
Niðurstöður: I einþáttagreiningu var marktæk
fylgni milli beinmassa annars vegar og hæðar,
þyngdar, hreyfingar, gripstyrks og aldri frá upphafi
tíða hins vegar. Mest var fylgni milli beinmassa og
vöðvamassa (r=0,51 í lendhrygg, r=0,55 í lærlegg,
r=0,40-0,50 í framhandlegg; p<0,001). Sterk fylgni
var við þyngd (r=0,40-0,55; p< 0,001) og einnig
milli beinmassa og hreyfingar í yngri aldurshópnum
(r=0,22-0,40; p< 0,05-0,001). Beinmassi stúlkna á
16. aldursári mældist 96% af beinmassa fulltíða
kvenna og beinmassi stúlkna á 18. aldursári 98%.