Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 45 vegarins eru algengir meðal fslendinga. Marktæk einkenni frá efri hluta meltingarvegar virðist hrjá um fimmtung þjóðarinnar. IBS er enn algengari, en um fjórðungur íslendinga virðist hafa marktækan IBS. E-72. Faraldsfræði skorpulifrar á íslandi Framhaldsrannsókn Dóra Skúladóttir, Hafsteinn Skúlason, Finnbogi Jakobsson, Anna Þórisdóttir, Bjarki Magnússon, Bjarni Þjóðleifsson Frá lyflcekningadeild Landspítalans, Rannsókna- stofu HÍ í meinafrœði Markmið: Að kanna dánartíðni og klíníska tíðni skorpulifrar á íslandi og sérstaklega að greina á milli orsaka. Aðferðir: Dánartíðni byggð á dánarvottorðum var rannsökuð í óútgefnum gögnum frá Hagstofu fslands fyrir tímabilið 1951-1990. Klínísk tíðni var könnuð í greiningarskrám sjúkrahúsanna í Reykja- vík, Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Rann- sóknastofu HÍ í meinafræði og meinafræðideildar FSA fyrir tímabilið 1971-1990. Niðurstöður: 1. Meðaldánartíðni 105 á ári var 1,5 og klínísk tíðni 3,2. 2. í klínísku rannsókninni voru 44% vegna alkóhól skorpulifrar, en í dánarrann- sókninni 24%. 3. Samanburður á klínísku rannsókn- inni og dánarrannsókninni benti til að alkóhól skorpulifur væri vanskráð í dánarvottorðum um 27%. 4. Leiðrétt dánartíðni sýndi 81% lækkun á alkóhól skorpulifur frá 1961-1970. 5. Klínísk tíðni alkóhól skorpulifrar lækkaði um 25%. 6. Ekki var marktæk breyting á tíðni annarra orsaka skorpulifr- ar. 7. Rannsókn á krufningsskýrslum benti til að um 40% sjúklinga með skorpulifur væri einkennalaus. Alyktun: Tíðni skorpulifrar á íslandi er mjög lág og sú lægsta í vestrænum löndum og gildir einu hver orsök er. Ástæður eru óþekktar. Tíðni alkóhól skorpulifrar hefur lækkað marktækt þrátt fyrir 200% aukningu í áfengisneyslu. Ástæða er sennilega mjög virk meðferð við áfengissýki. E-73. ICTEC, samevrópsk gulurannsókn Stefán Þorvaldsson*, Valgerður Rúnarsdóttir*, Hall- grímur Guðjónsson*, Bjarni Þjóðleifsson*, Einar Oddsson*, SM Lavelle** Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **University College, Galway, írlandi Inngangur: ICTEC er samevrópsk rannsókn sem fer fram á yfir 70 stofnunum í 26 Evrópulöndum í þeim tilgangi að meta framlag rannsóknaraðferða til greiningar á gulu. Aðferðir og markmið: Stefnt er að að safnað ítar- legum gögnum um einkenni 5000 sjúklinga sem leggjast á spítala vegna gulu. Skráðar verða allar rannsóknir sem gerðar eru til greiningar á orsök gulunnar, athugað verður sérstaklega í hvaða tíma- röð þær eru gerðar, nákvæmlega í hvaða tilgangi og hverjar niðurstöður þeirra eru. Að lokum er skráð hver meðferðin er við gulunni og lokagreining. Upp- lýsingar þessar eru sendar í sameiginlegan gagna- banka. Vænst er að við tölvuvinnslu á öllum þessum gögnum fáist mat á hve mikið hver rannsóknarað- ferð bætir við klínískt mat á sjúklingi til greiningar á hinum ýmsu sjúkdómum. Ætla má að rannsóknin verði hjálpleg við greiningu og meðferð á gulu, sér- staklega með tilliti til kostnaðar og niðurröðunar sérhæfðra myndrænna rannsókna. Fyrstu niðurstöður: Safnað hefur verið gögnum um 30 sjúklinga sem lögðust inn á Landspítalann með áður ógreinda gulu á árinu 1995. Algengasta sjúkdómsgreiningin var gallsteinasjúkdómur eða hjá 11 (37%) sjúklingum. Alkóhól lifrarsjúkdómur og illkynja sjúkdómur voru fyrir hendi hjá fimm (17%) sjúklingum hvor fyrir sig. í 83% (25/30) tilfella var Iokagreining samrýmanleg upphaflegri vinnugrein- ingu. E-74. Pemphigus vulgaris, sjaldgæf orsök vélindabólgu Sigurður Ólafsson, Birkir Sveinsson, Sverrir Harðar- son Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Akraness, Rann- sóknastofu HÍ í meinafrœði Inngangur: Pemphigus vulgaris (PV) er sjaldgæf- ur sjúkdómur í húð og slímhúð. Los verður í neðstu lögum flöguþekju, sem leiðir til blöðru- og sármynd- unar. Pemphigus vulgaris er talinn sjálfsofnæmis- sjúkdómur. Með ónæmisflúrskímu finnast í þekj- unni komplement C3 og IgG mótefni sem beinast gegn frumutengslum. Aðeins örfáum tilfellum af pemphigus vulgaris í vélinda er lýst. Sjúkratilfelli: Sextíu og átta ára kona var lögð á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness vegna kyng- ingaróþæginda. Fyrstu einkenni komu þremur árum áður og var þá við speglun lýst bólgu neðarlega í vélinda. Ári fyrir innlögn var speglun endutekin og þá lýst bólgu og þrengslum í efri hluta vélinda. Skömmu síðar fékk sjúklingur þrálát sár í munnslím- húð og blæðingar frá leggöngum. Vefjasýni tekin frá munni og leggöngum sýndu pemphigus vulgaris. Vegna vaxandi sársauka og tregðu við að kyngja var sjúklingur lagður inn og efri hluta meltingarvegar speglaður. Vélindaslímhúð var rauð og léttblæð- andi. Ofanvert var væg þrenging. Sh'mhúðarsýni sýndu breytingar dæmigerðar fyrir pemphigus vulgaris og útfellingar IgG og C3 milli þekjufrumna. Umræða: Alls hefur 18 tilfellum af pemphigus vulgaris í vélinda verið lýst. Okkar tilfelli er hið fyrsta á Norðurlöndum og annað í Evrópu. Allir sjúklingar nema einn eru kvenkyns. Meðalaldur er

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.