Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 49 og áhættuþátta hjartasjúkdóma með línulegri að- hvarfsgreiningu og hóparnir þannig bornir saman. Niðurstöður: Eftirfarandi áhættuþættir voru at- hugaðir: kólesteról, þríglýseríð, slagþrýstingur, lag- þrýstingur, hæð, fastandi blóðsykur, 90 mínútna blóðsykur, þyngdarstuðull og reykingar. í flestum tilfellum voru fleiri áhættuþættir hjá minnst mennt- uðum miðað við þá sem voru meira menntaðir hjá báðum kynjum. Hjá körlum var enginn munur á áhættuþáttum milli hópa í einungis þremur tilfellum (kólesteról, fastandi blóðsykur, pípu- og vindlareyk- ingar) og hjá konum í einungis tveimur tilfellum (90 mínútnablóðsykur, pípu- og vindlareykingar). Auk- in áhætta hjá meira menntuðum körlum kom fyrir í tveimur tilfellum (þríglýseríð og 90 mínútna blóð- sykur) og hjá meira menntuðum konum í einu tilfelli (25 sígarettur eða meira á dag). Allir tölfræðilegir útreikningar töldust marktækir ef p<0,05 í tvíhliða prófi. Umræða og ályktun: Þessar niðurstöður samræm- ast að miklu leyti því sem menn hafa verið að komast að í nágrannalöndum okkar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða beina þýðingu þessar tölur hafa í sam- bandi við hjarta- og æðasjúkdóma hjá mismunandi menntahópum hér á landi. Ef um svipaða tíðnidreif- ingu er að ræða hér og hjá nágrannalöndum okkar gæti það gefið tilefni til pólitískrar umræðu og að- gerða. Það er meðal annars eitt af stefnumálum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fyrir árið 2000 að draga úr þjóðfélagslegum mun milli stétta í heilsu- farslegu samhengi. E-82. Könnun á högum hjartaskurðsjúklinga fímm árum eftir aðgerð Eiríkur Líndal*, Þórður Harðarson**, Jónas Magn- ússon***, Hörður Alfreðsson*** Frá *geðdeild, **lyflækningadeild, ***liandlœkn- ingadeild Landspítalans Þessi rannsókn er byggð á könnun á líðan hóps hjartaskurðsjúklinga sem gengust upphaflega undir aðgerð árin 1986-1987, það er að segja fyrsta árið sem þessar aðgerðir voru framkvæmdar hér á landi. Þessum hópi hefur verið fylgt eftir og hafa einstak- lingarnir fyllt út spurningalista af og til. Eitt af því athyglisverðasta sem komið hefur fram hjá þessum hópi var að í rannsókn sem gerð var á hópnum þremur mánuðum eftir aðgerðina kom fram á per- sónuleikaprófi að rúmlega 50% þeirra sem voru rannsakaðir sýndu ótvíræð einkenni um þunglyndi (1). í þessari rannsókn sem framkvæmd var fimm árum eftir aðgerðina var ákveðið að athuga stöðu þunglyndis í hópnum auk þess sem spurt var um önnur heilsutengd atriði (2). í upphaflega hópnum voru 62 einstaklingar en í þessari rannsókn tóku 80% þeirra þátt. Hópnum voru sendir tveir spurningalistar annar fjallaði um þunglyndi (Becks Depression Inventory) en hinn fjallaði um verki, streitu, kvíða, heilsu, lyf, atvinnu og bata. Þetta var í sjötta skiptið sem hópurinn hafði verið spurður um mörg þessara sömu atriða. Helstu niðurstöður voru þær að tíðni þunglyndis í hópnum var eðlileg. Streita og kvíði höfðu einnig minnkað verulega með tímanum. Þeim sem voru verkjalausir hafði þó fækkað. HEIMILDIR 1. Líndal E. Post-operative depression and coronary bypass surgery. Int Disability Studies 1990; 12: 70-4. 2. Líndal E, Harðarson Þ, Magnússon J, Alfreðsson H. A 5- year follow-up study of coronary by-pass artery graft pat- ients. Scand J Rehab Med 1996; 28: 27—31. E-83. Breytingar á vægi kólesteróls sem áhættuþáttar fyrir kransæðadauðsföll með hækkandi aldri íslenskra karla Ingimar Örn Ingólfsson, Gunnar Sigurðsson, Helgi Sigvaldason Frá lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Rannsóknarstöð Hjartaverndar Erlendar rannsóknir hafa sýnt að vægi kólesteróls sem áhættuþáttar fyrir kransæðadauðsföll minnki með hækkandi aldri. Rannsóknir eru þó ekki ein- róma hvað þetta varðar og frekari rannsókna er þörf. í þessari rannsókn eru gögn Hjartaverndar yfirfarin en þau ná yfir alla karlmenn sem mættu frá 1968 til 1992, eða um 13 þúsund. Vægi kólesteróls fyrir hjarta- og heildardauða var reiknað með Cox fjölþáttagreiningu þar sem aðrir áhættuþættir voru útilokaðir. í stuttu máli sýndi rannsóknin fram á það að vægi kólesteróls sem áhættuþáttar fyrir heildardauða lækkaði með hækkandi aldri og hvarf hér um bil kringum sjötugt. Sama þróun átti sér stað í sambandi við kransæðadauða. Hlutfallslega vægið minnkaði jafnt og þétt en hélst þó marktækt fram yfir áttrætt. Lækkandi kólesteról með hækkandi aldri gæti að hluta til skýrst af aukinni tíðni langvinnra sjúkdóma svo sem lifrar-, nýrna- og krabbameinssjúkdóma sem valda visnun og næringarskorti. Einnig getur komið til lélegri matarlyst og næring aldraðra. Skýr- ing á minnkandi vægi kóleteróls fyrir kransæðasjúk- dóma með hækkandi aldri gæti byggst á erfðafræði- legum grunni, það er að segja að þeir sem þola kólesteról illa hafi dáið á meðan hinir sem þola það betur lifa áfram. Þrátt fyrir þessar niðurstöður verð- ur ekki litið fram hjá því að kólesteról er enn áhættu- þáttur fyrir kransæðasjúkdóma hjá öldruðum sem oft á tíðum þarf meðhöndlunar við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.