Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 64
56 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 found in 45% of the RA patients but less than 1% of the other patients. Elevation of more than one RF isotype may be more helpful than conventional agglutination for distinguishing RA from other rheumatic diseases. Combined elevation of IgM RF and IgA RF is rarely found in rheumatic diseases other than RA. Most RF positive patients with rheumatic diseases other than RA have elevation of only one RF isotype. V-13. Áhrif alendronate á beinbúskap og beinskemmdir sjúklinga með mergæxli Helga Guðmundsdóttir*, Vilhelmína Haraldsóttir*, Leifur Franzson**, Gunnar Sigurðsson* Frá *lyflœkningadeild og **rannsóknadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur Mergæxli (multiple myeloma) er illkynja sjúk- dómur sem einkennist af einklóna paraprótínum í sermi og/eða þvagi. Aukning er á plasmafrumum í beinmerg. Breytingar í beinum koma fram hjá yfir- gnæfandi fjölda sjúklinga og eru þær helstar bein- gisnun, úrátur í beinum og oft hvort tveggja. Þessar beinbreytingar eru tilkomnar vegna aukinnar virkni beinætna (osteoclasta) og hafa mikil áhrif á líf og lífsgæði sjúklinganna. Alendronate (Fosamax®) er lyf af flokki bisphos- phonata og hefur þann eiginleika að hemja virkni beinætnanna og geta þannig komið í veg fyrir bein- niðurbrotið. Lyfið hefur verið notað í þessum til- gangi hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf og gefið góðan árangur. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga hvort þetta lyf geti á sama hátt dregið úr áhrifum mergæxl- is á bein og beinuppbyggingu. Rannsakaðir eru 10 sjúklingar með mergæxli á öllum stigum. Allir þátttakendur taka inn 10 mg alendronate daglega í þrjá mánuði. Beinbúskapur sjúklinganna er metinn í upphafi með mælingu á ýmsum vísum bæði í þvagi og sermi. Meðal annars er mælt kalsíum, osteocalcín, PTH, 25-OH-vítamín-D og telopeptide ICTP er mælt með samkeppnis RIA- aðferð. Deoxypyridinoline krosstengi eru mæld í þvagi með samkeppnis ELISA-prófi. Jafnframt er gerð beinþéttnimæling (DEXA; dual energy x-ray absorptiometry) á mjöðm og hrygg. Eftir einn mán- uð eru blóð- og þvagrannsóknir endurteknar og aft- ur eftir þrjá mánuði ásamt nýrri beinþéttnimælingu. Til viðbótar er reynt að leggja mat á verki og verkjalyfjanotkun. Kalk og D-vítamíninntaka er skráð hvort sem hún er á töfluformi eða sem mjólk- urafurðir og lýsi. Kynntar verða rannsóknarniðurstöður fyrsta hópsins. V-14. Insúlínviðbót við töflumeðferð hjá insúlínóháðum sykursjúkum Svana Steinsdóttir*, Þórir Helgason**, Ástráður B. Hreiðarsson*, ** Frá *lyfjafrœði lyfsala HÍ, **göngudeild sykursjúkra Landspítalanum Þrátt fyrir meðferð með töflum og áherslu á rétt mataræði hjá insúlínóháðum sykursjúkum næst ekki alltaf viðunandi blóðsykursstjórnun, einkum þegar fram líða stundir. Á síðustu árum hefur verið sýnt fram á að minnka megi nýmyndun glucosu frá lifur þessara sjúklinga með því að bæta litlum skammti af langvirku insúlíni við töflumeðferðina. Fram að 1995 höfðu 67 insúlínóháðir sykursjúkir hafið insúlínmeðferð sem viðbót við töflumeðferð á göngudeild sykursjúkra. Hjá 57 þeirra (27 konur og 30 karlar) meðalaldur 63,5±14,3 ár var mögulegt að meta árangur meðferðarinnar. Allir höfðu verið á meðferð með sulfonylurea lyfjum, en um 80% á metformíni. Alls 43 sjúklingar voru á samhliða með- ferð með sulfonylurea og metformíni. Insúlínmeðferð var hafin að meðaltali 10 árum eftir greiningu sjúkdómsins og oftast með insulatardi gefnu um kl. 22 . Meðal byrjunarskammtur var 11,8 einingar (8-16) ep meðal núverandi skammtur var 13,4 einingar (6-36). Sjúklingar höfðu að meðaltali verið á insúlínmeðferð í tvö og háflt ár (<l-7 ár). Alls höfðu 17,5% viðvarandi eggjahvítumigu, 37% háþrýsting, 30% merki um úttaugaskaða og 39% augnbotnabreytingar. Meðaltalsblóðsykur (random) við byrjun insúlín- meðferðar var 14,2±33 og lækkaði í 9,7±3,7 mmól/L (p<0,01) við fyrstu endurkomu og hélst óbreyttur við síðustu komu á deildina það er 9,6±2,9 mmól/L. HbAlc var tiltækt fyrir og eftir insúlínmeðferð hjá einungis 26 sjúklingum. Það var 8,9±1,5 (viðmiðunargildi: 4,9-5,9), og lækkaði í 8,0±1,5% (p<0,05) í byrjun en var hins vegar 8,9±2,7 við síðustu komu. Þyngd hélst óbreytt, var 74,±16,6 fyrir insúlín- meðferð og við síðustu komu 74,9±16,8 kg. Ekki komu fram blóðsykurföll sem kröfðust utanaðkom- andi hjálpar. Niðurstaða: Insúlínmeðferð sem viðbót við töflu- meðferð lækkaði þannig blóðsykur um 33% bæði til skamms og langs tíma hjá insúlínóháðum sykursjúk- um. Aðeins var hægt að meta langtímastjórnun með HbAlc hjá tæplega helmingi sjúklinga. Langtíma- stjórnun þeirra batnaði í byijun en síðar sótti í sama farið. Þyngd var óbreytt og blóðsykurföll voru ekki vandamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.