Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 57 V-15. Uppbótarmeðferð með vaxtarhormóni hjá fullorðnum Fyrsta íslenska tilfellið Arnar Ástráðsson*, Ólafur Eyjólfsson**, Þórður Harðarson*, Ástráður B. Hreiðarsson* Frá *lyflækningadeild og **röntgendeild Landspítal- ans Til skamms tíma hefur verið talið að fullorðnir með heiladingulsbilun þyrftu ekki á vaxtarhormóni að halda og vaxtarhormónsmeðferð verið takmörk- uð við börn, sem stækka ekki eðlilega vegna skorts á hormóninu. Eftir að vaxtarhormón, framleitt með erfðatækni, kom fram hafa rannsóknir bent til þess að fullorðnir með vaxtarhormónsskort gætu haft gagn af vaxtarhormónsmeðferð. Sjúkrasaga: Greint er frá 42 ára konu, tveggja barna móðir sem var hraust þar til 1987 að hún fær heiftarlega blæðingu og lost eftir fylgjulos og keis- araskurð. Eftir þetta var hún slöpp, mjólkaði ekki, fékk tíðastopp, var úthaldslítil, kulvís, fékk hárlos, kyndeyfð og þurr leggöng. Rannsókn 1988: T31,42 nmól/L (1,10-2,80), T4 70 nmól/L (55-150), FT4 8,5 pmól/L (8,8-23,4), TSH 1,32 mU/L (0,35-3,5), PRL 2,9 pg/L (1,3-20,80), E2 43 pmól/L, lágt, FSH 5,8 U/L og LD 4,8 U/L. Kort- isól 444 nmóI/L (220-700), vaxtarhormón 1,4 ug/L (0,8-5,0). Insúlínþolspróf: Flöt vaxtarhormóns- kúrva en nokkuð eðlileg kortisólsvörun. TRH próf: Léleg TSH og PRL svörun. LH-RHpróf: Minnkuð svörun LH og FSH. Tölvusneiðmynd afhöfði: Lítill heiladingull, mjór stilkur. Árið 1988 var hafin meðferð með kvenhormónum (Trisekvens). Sjúklingur hresstist tímabundið, FT4 hækkaði í 26 pmól/L. Árið 1990 gætti vaxandi slappleika og kulvísi hjá sjúklingi. T3 1,30, T4 55, FT4 7,5, TSH 0,79. TRH próf : Lítil sem engin TSH svörun. Hafin var með- ferð með þýroxíni. Árið 1993 voru einkenni úthaldsleysi, hár horfið úr holhönd, gisin skapahár. Frítt kortisól í sólar- hringsþvagi 89 nmól/L (97-330). Hafin var meðferð með kortisóni. Sjúklingur var áfram haldinn slappleika og út- haldsleysi og safnaði á sig fitu. Ákveðið var að gera tilraun með vaxtarhormón í sex mánuði. í febrúar 1994 var hafin vaxtarhormónsmeðferð (Norditrop- in®, Novo Nordisk), sem sjúklingur gefur sér undir húð með penna daglega, fyrst eina einingu á dag í fjórar vikur svo hækkað um hálfa einingu á viku upp í þrjár og hálfa einingu á dag (=2 einingar á m:). í maí 1994 var sjúklingur hressari og styrkari, en komnar voru fram aukaverkanir, bjúgur og liðverk- ir. Skammtur var minnkaður í tvær einingar á dag og aukaverkanir hurfu. Á ágúst 1994 var sjúklingur með meiri kraft og úthald, vaxtarhormónsmeðferð var þá hætt. Á sex mánaða vaxtarhormónsmeðferð hækkaði IGF-1 (Somatomedin C) úr 68 í 344 ng/ml og IGF bindiprótín 3 úr 2767 í 4536 ng/ml það er úr óeðlilega lágum gildum í efri mörk hins eðlilega. Pyngd hélst óbreytt 66 kg fyrir og eftir meðferð en fita minnkaði og vöðvamassi jókst samkvæmt mælingum á tölvu- sneiðmyndum af miðlæri. Þrekpróf sýndi mælanlega betri útkomu eftir vaxtarhormónsmeðferð miðað við gildi fyrir meðferð. Eftir að vaxtarhormónsmeðferð var hætt leið sjúklingi verr og úthald minnkaði. Því var meðferð aftur hafin með einni einingu af vaxtarhormóni á dag og lætur sjúklingur nú vel af sér. V-16. Mjólkurhormónsæxli í nær hálfa öld Sjúkrasaga SigurðurÞ. Guðmundsson, Kolbrún Benediktsdóttir, Hörður Þorleifsson, Sigurður V. Sigurjónsson Frá lyflœkningadeild og röntgendeild Landspítalans, augndeild Landakotsspítala Sextíu og fimm ára kona lagðist á lyflækninga- deild Landspítalans í ágúst 1995 vegna langvinns blóðtaps frá meltingarvegi. Heilsufarssaga: Sjúk- lingur hafði verið hraustur alla tíð en farið í aðgerðir vegna æxlis við heiladingul 1955 og vegna brottnáms legs og eggjastokka, 1961 vegna legbolsþekjukrabba- meins. Hormónauppbótarmeðferð síðan. Holspegl- un greindi blóðtap frá þindarhaul, sem læknað var með blóðgjöfum. Eftir útskrift var saga „heiladinguls-æxlis“ rakin. Fjögurra ára datt sjúklingur á hvirfilinn og fékk heilahristing. Við upphaf skólagöngu, tæpra sjö ára, uppgötvaðist sjóndepra sem smájókst til 19 og hálfs árs (þá vanfær) að sjúklingur varð blindur á bók. Árangur í skóla var ágætur, sjúklingur saumar út enn í dag og vann úti til júní 1995. Kynþroski var eðlilegur. Sjúklingur giftist og varð barnshafandi og eignaðist barn 18 og hálfs árs. Brjóstagjöf var stutt vegna brjóstameins. Mjólkur- útferð var í eitt til tvö ár. Blæðingar byrjuðu ekki á ný. Árið 1955 leitaði sjúklingur kvensjúkdómalæknis sem spurði hvort sjón væri léleg. Við samþykkt þess var augnlæknir kallaður í skyndi og sjúklingur nán- ast rakleitt sendur til Kaupmannahafnar vegna gruns um heiladingulsæxli. Við aðgerð kom hinsveg- ar í ljós skúmbelgur (arachnoidal cysta) í c. chias- matis. Blóðprufur 24. 8. 1995 sýndu gýfur hyper- plaktinemiu (>207 ug/1) en tropísk hormón voru eðlileg. Segulómun (MRI) 16. 10 1995 sýndi heiladinguls- æxli 1,9x1,6x1,4 cm með mikla skuggaefnisupp- hleðslu nema í miðju, þar er drep (necrosis). Brómokryptín meðferð hófst í október 1995. Reynt verður að sýna fram á að meingerð þessa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.