Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 68
60
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
börn höfðu mígren samkvæmt skilmerkjum Interna-
tional Headache Society, 23 drengir (6,5%) og 29
stúlkur (7,3%). Marktæk tengsl fundust milli mí-
grens samkvæmt skilmerkjum og endurtekinna
kviðverkja (p<0,001) og endurtekinna stoðkerfis-
verkja (p<0,001) í ókynskiptum hópi.
V-23. Um notkun sterkra
morfínlyfja gegn langvinnum
verkjum af góðkynja orsökum
Sigurður Árnason
Frá krabbameinslœkningadeild Landspítalans og
Heimaldynningu
Notkun sterkra morfínlyfja hefur farið mjög vax-
andi á undanförnum árum og eru Islendingar meðal
10 efstu þjóða á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar um morfínnotkun í heiminum. Þessi listi er
hafður til viðmiðunar um hve þjóðir eru langt komn-
ar í verkjameðferð krabbameinssjúkra.
Samfara aukinni morfínnotkun hefur framboðið á
morfínlyfjum og morfínlyfjaformum aukist mjög.
Nú er unnt að fá morfínlyfjaform til þess að gefa
gegnum húð, við tungunnar rót eða innan á kinn, í
endaþarm, undir húð (s.c./hypodermoclysis) og í
vöðva eða æð. Enn fremur hafa verið þróaðar að-
ferðir sem gera sjúklingi og fjölskyldu hans betur
unnt að stjórna verkjameðferð sjálfir (sjúklingastýrð
verkjameðferð (patient controlled analgesia)).
Þetta hefur leitt til þess að læknar hafa í meira mæli
en áður farið að velta fyrir sér hlutverki morfínlyfja í
meðferð langvinnra verkja af „góðkynja“ orsökum.
Alþjóðaverkjafræðafélagið (IASP) hefur nýlega sett
fram þrjár meginreglur í þessu sambandi og lagt til
að slík meðferð fari einungis fram
A. — í náinni samvinnu við verkjateymi eða sér-
frœðinga í verkjameðferð,
B. — að skjólstœðingur verði í vikulegu eftirliti til
að byrja með og síðan ekki sjaldnar en á mánaðar-
fresti,
C. — að Ijóst markmið verði sett í upphafi og
nákvœmt verkjamat fari fram með jöfnu millibili til
þess að meta gagnsemi þessara lyfjafyrir viðkomandi
einstakling.
Farið verður yfir notkun nokkurra ofangreindra
lyfjaform. og greint frá sjúkrasögu þriggja kvenna
með langvinna verki af góðkynja orsökum þar sem
meðferð með morfínlyfjum hefur skipt sköpum.
Morfínskammtar þessara sjúklinga eru á bilinu 30-
4500 mg á sólarhring.
V-24. Að auka vitund lækna um
sálrænar og félagslegar þarfír
sjúklinga með krabbamein
Högni Óskarsson, K Aspegren, G Birgergárd, Ö
Ekeberg, P Hietanen, U Holm, AB Jensen, O Lind-
fors
Algengt er að sjúklingar með krabbamein fái
einkenni geðrænna truflana á sjúkdómsferli sínum,
tengd streitu, sem fylgir líkamlegu og andlegu álagi
sjúkdóms. Einkennin geta truflað meðferð og bata.
Draga má úr þessum einkennum og bæta líðan sjúk-
lings með réttu inngripi. Þetta krefst þekkingar
læknis á streitu- og kreppuviðbrögðum.
A vegum Nordisk Cancer Union (NCU) hafa
verið starfrækt námskeið fyrir reynda lækna sem
sinna krabbameinssjúkum. Markmiðið er að auka
þekkingu á sálrænum viðbrögðum sjúklinga og auka
færni lækna í að takast á við erfiðar meðferðarað-
stæður.
Kennt var í sex manna hópum. Námskeiðin hófust
með þremur umræðufundum um viðtalstækni og
helstu kenningar um sálarkreppur. Síðan var þriggja
daga fundur (internat) um viðtalstækni, þar sem
beitt var meðal annars hlutverkaleik (role playing).
Notast var við myndbandstækni. Þessu fylgdu þrír
fundir þar sem læknar kvnntu viðtöl við sjúklinga
með aðstoð myndbandstækni. Dreifðist þessi vinna
á þrjá til fimm mánuði.
I upphafi og við lok námskeiðsins var metin hæfni
til innlifunar í vandamál sjúklings (Empathy Scale)
og eins viðhorf læknis til sjúklinga (Doctor-Patient
Scale). Marktæk breyting (<0,001) varð á hæfni til
innlifunar og skilnings á vanda sjúklinga, en ekki á
viðhorfi læknis til sjúklings. Mestu framfarir sýndu
þeir, sem fengu lægstu einkunn í upphafi.
Sagt verður nánar frá hvað þátttakendum fannst
gagnast best og verst, og á hvern hátt þjálfunin fór
að nýtast þeim í daglegu starfi.
V-25. Staða öldrunarlækninga og
árangur öldrunarmats á
Norðurlöndum
Ársœll Jónsson*, Jón Snœdal**, Reijo Tilvis***, Ol-
av Sletvold***, Marianne Schroll***, Knut Eng-
edal***, Karen Schulz-Larsen***, Yngve Gustaf-
son***
Frá *öldrunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, **öldrunarlœkningadeild Landspítalans, ***nor-
rcenum vinnuhópi kennara í öldrunarlœkningum
Inngangur: í tengslum við greinargerð um alhliða
öldrunarmat er tekið saman yfirlit á stöðu öldrunar-
lækninga og árangur öldrunarmats á Norðurlöndum
kannaður.
Aðferð: Staða öldrunarlækninga á Norðurlöndum
er fengin með sameiginlegri álitsgerð fulltrúa kenn-