Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 72

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Side 72
64 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 er að greina fljótt og gera aðgerð á ef koma á í veg fyrir varanlegan taugaskaða. Hann er sjaldgæfur og oft erfiður í greiningu. Markmið rannsóknarinnar var að athuga einkenni, orsök, greiningu, meðferð og afdrif sjúklinga sem greindust með utanbasts- ígerð á Borgarspítalanum á árunum 1981-1995. Á árunum 1981-1995 greindust níu tilfelli af utan- bastsígerð, hjá fimm körlum og fjórum konum á aldrinum 44-84 ára (meðalaldur 63,7 ár). Sex höfðu utanbastsígerð á lendarsvæði, tveir á brjóstliðasvæði og einn á hálssvæði. Algengustu einkenni voru verk- ur í hrygg (100%), hiti og brottfallseinkenni. Frá upphafi einkenna til sjúkdómsgreiningar liðu frá fimm dögum til sex mánaða í einu tilfelli leið eitt og hálft ár (berklar). Taugafræðileg (neurologic) brott- fallseinkenni voru frá engum til algjörrar lömunar við greiningu. Flestir greindust með tölvusneiðmynd en eftir því sem leið á tímabilið fjölgaði þeim sem greindust með segulómun. Þegar sökk eða CRP var mælt var það alltaf hækkað og hvítum blóðkornum hafði oft fjölgað. í flestum tilfellum var hægt að finna orsök eins og aðgerðir, DM, drykkjusýki og nýlegar sýkingar. Algengasti sýkillinn var S. aureus (66,7%) en auk hans ræktuðust S. milleri, S. pneu- moniae og M. tuberculosis. Sjö sjúklingar gengust undir bráðaaðgerð. Hjá tveimur var aðgerð ekki talin möguleg. Af þeim sem gengust undir aðgerð sýndu flestir talsverðan bata þrátt fyrir umtalsvert brottfall fyrir aðgerð í nokkr- um tilvikum. Margir sjúklinganna greindust seint sem sýnir að nauðsynlegt er að læknar hafi utanbastsígerð í huga þegar sjúklingar koma með hita og bakverki. V-31. Sýklalyfjanæmi Clostridium difficile á íslandi Ólafur Ingimarsson, Már Kristjánsson Frá lœknadeild HÍ, smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Yfirvöxtur á C. difficile í kjölfar sýkla- lyfjagjafa og niðurgangur er vel þekkt vandamál. Aukin notkun breiðvirkra sýklalyfja er talin hafa rutt þessu vandamáli braut. Þessum sýkingum fylgir kostnaðarauki fyrir samfélagið og óþægindi fyrir sjúklinga. Þcssar sýkingar eru yfirleitt meðhöndlað- ar með metrónídazóli eða vankómýcíni. Einangrun og ræktun þessarar bakteríu er erfið og tímafrek í framkvæmd og því er það ekki gert hér á landi í daglegri vinnu. Því eru möguleikar á næmisprófum ekki fyrir hendi. Er á rannsókn á faraldsfræði þess- ara sýkinga stóð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur lá þar sjúklingur með niðurgang vegna C. difficile, sem svaraði ekki metrónídazóli en læknaðist með van- kómýcíni. Okkur lék forvitni á að vita hvort met- rónídazól ónæmi væri til staðar í þeim stofnum, sem við ræktuðum. Aðferðir: Stofnum var safnað um þriggja mánaða skeið frá sjúklingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítalanum. Alls söfnuðust 17 stofnar í 23 rækt- unum. Næmispróf voru gerð á þeim með E-prófi (AB BIODISK, Solna Sweden) á Mueller-Hinton agarskálum. Prófað var fyrir sjö sýklalyfjum með verkun á loftfælur, það er klóramfenikól, klinda- mýcín, penicillín G, píperacillín, metrónídazól, tetracýklín og vankómýcín. Gerð voru tvö próf á hverjum stofni og biomean reiknað ef niðurstöðum bar ekki saman. Til gæðaeftirlits voru notaðir staðal- stofnar af C. perfringens og B. fragilis. Niðurstöður: Allir stofnarnir voru næmir fyrir metrónídazóli og vankómýcíni, þar á meðal sá sem virtist ónæmur klínískt. Lágmarksheftistyrkur (MIC) fyrir metrónídzazóli var frá 0,218-3,000 pg/ mL. Athygli vekur að fimm stofnar eru ónæmir fyrir tetracýklíni og klindamýcíni og þrír þeirra að auki ónæmir fyrir píperacillíni. Þrír aðrir stofnar voru ónæmir fyrir píperacillíni. Lágmarksheftistyrkur fyrir penicillíni G var frá 0,250 til 6,928 pg/mL. Allir stofnar höfðu lágan lágmarksheftistyrk fyrir van- kómýcíni. Umræða: Allir stofnar af C. difficile, sem ein- angraðir hafa verið hingað til, virðast vera vel næm- ir, bæði fyrir metrónídazóli og vankómýcíni, megin valkostum meðferðar á C. difficile sýkingu. Ónæmi fyrir tetracýklíni og klindamýcíni er algengt og virð- ist fara saman. Ónæmi fyrir píperacillíni er algengt en virðist vera óháð ónæmi fyrir öðrum lyfjum, sem voru prófuð. V-32. Herpes simplex heilabólga í sjúklingi með alnæmi, óvenjuleg einkenni Páll Matthíasson, Sigurður Guðmundsson Frá lyflœkningadeild Landspítalans Alnæmissjúklingur kom á Landspítalann með tveggja mánaða sögu um vaxandi dofa í öllum vinstri líkamshelmingi. Talaði einnig um klaufsku og minnkaðan kraft á sama svæði. Fyrri saga um bog- frymils (toxoplasma) heilabólgu, cýtómegalóveiru sjónhimnubólgu og Kaposi sarkmein. Við skoðun fannst væg máttminnkun og klaufska í vinstri handlegg og í minna mæli í vinstri ganglim. Vinstri handleggur var vægt spastískur. Á framan- verðum brjóstkassa vinstra megin voru þrjú sár, sem breyttust fljótlega í mjög aumar blöðrur sem sprungu síðan. Sams konar blöðrur komu á vinstri hendi. Sneiðmynd af heila var eðlileg en segulómun af höfði sýndi á myndum með T2-vægi, aukið seg- ulskin í gagnaugablaði heila, samrýmanlegt bólgu. SPECT-skann benti einnig til bólgu. PCR úr mænu- vökva var vægt jákvæð fyrir H. simplex veiru og ræktaðist veiran úr öllum blöðrum. Cýtómegaló- veiru sjónhimnubólga var til staðar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.