Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 65 Sjúklingur var settur á acýklóvír. Á næstu tveimur vikum hurfu blöðrur, líðan batnaði og dofi minnkaði nokkuð, kraftur óx í vinstri handlegg og klaufska minnkaði. Segulómun var þó óbreytt. Tveimur mán- uðum eftir útskrift hafa taugaeinkenni haldið áfram að minnka, en dofi er enn nokkur. Myndrannsóknir, PCR á mænuvökva og svörun við acýklóvírmeðferð styðja að sjúklingurinn hafi haft H. í/'w/r/e.v-heilabólgu. Mjög hægur klínískur gangur og einkenni (sem ekki féllu að staðsetningu bólgubreytinga) voru hins vegar óvenjuleg fyrir H. simplex heilabólgu. Vefjasýnis frá heila til staðfest- ingar greiningu var þó ekki aflað. H. simplex heila- bólgu hefur, eftir því sem við komumst næst, ekki áður verið lýst í sjúklingi með HlV-sýkingu. V-33. Sjálfnæmt eyðingarblóðleysi og hengisfítubólga Páll Matthíasson *, Bjarni A. Agnarsson**, Páll Torfi Önundarson* Frá *lyflœkningadeild Landspítalans, **Rannsókna- stofu HÍ í meinafrœði Fertugur, áður hraustur karl kom á bráðamóttöku Landspítalans vegna fimm daga sögu um kveisu- verki undir vinstra rifjabarði, hitatoppa og hroll. Ekkert fannst við skoðun nema 38,4°C hiti. Blóð- hagur var eðlilegur en sökk 60 mm/klst. Sjúklingur var útskrifaður án greiningar en kom aftur fimm dögum seinna vegna sömu einkenna. Hiti var þá 38,2°C, en líkamsskoðun að öðru leyti óbreytt. Hvít blóðkorn voru 12,9 x 10E9/L, RBK 3,51xlOE12/L, Hb 111 g/L, netfrumur 0,11 x 1012 ÍL (4%), Hct 0,307 L/L, MCV 87,4. blóðflögur 282 x 10E9/L, sökk 81, total bilirubin 51, indirect bilirubin 47 umól/L, LDH 1069 U/L, haptoglobin 0,06 g/L. f þvagi voru 2+ blóð en engin rauð blóðkorn. f blóðstroki sáust fjölmargar hnattfrumur. Beinmergur sýndi aukn- ingu á forstigum rauðra blóðkorna. Direct Coombs próf var hátt jákvætt (4+) Sjúklingur var talinn hafa eyðingarblóðleysi vegna sjálfnæmis (warm antibody type), en engin merki fundust um aðra sjálfnæmis- sjúkdóma. Sneiðmynd af kviði sýndi fyrirferð í kviði og var sjúklingur grunaður um Hodgkins sjúkdóm. Aðgerð staðfesti fyrirferð sem náði um allt retro- peritoneum frá greiningu ósæðar upp að þind. Miltistaka var gerð. Aðgerð var endurtekin þar sem illkynja breytingar fundust ekki í fyrri aðgerðinni en niðurstaðan var hengisfitubólga (mesenteric pann- iculitis). Sjúklingurinn var meðhöndlaður með há- skammta sterum með góðum árangri. Hálfu ári seinna hafa steraskammtar verið minnkaðir niður í lágmarksskammt, en áfram eru merki um vægt aukna eyðingu rauðra blóðkoma og beint Coombs próf er jákvætt. Hengisfitubólgan sést ekki á nýlegri tölvusneiðmynd. Hengisfitubólga er sjaldgæf tegund fitubólgu og einkennist af bólgu í hengi kviðar (mesenterium). í smásjá sjást bólgufrumur og froðufrumur (foam cells). Helstu einkenni sem lýst hefur verið eru kvið- verkir, lystarleysi, fyrirferð í kviði og sjaldnar hiti og hvítkornaaukning. Helstu þekktar ástæður fitu- bólgu eru sýkingar, bandvefssjúkdómar og eitilæxli. f þessu tilfelli var eyðingarblóðleysi fylgjandi hengis- fitubólgu af óþekktri orsök. Slíkum tengslum hefur ekki verið lýst áður. V-34. Vöntun á neðri holbláæð Sjúkratilfelli Magnús Haraldsson*, Hallgrímur Guðjónsson*, Páll T. Önundarson**, Sigurður V. Sigurjónsson*** Frá *lyflœkningadeild, **blóðmeinafrœðideild og ***röntgendeild Landspítalans Tvítugur karlmaður var lagður inn með þriggja vikna sögu um vaxandi verki, bólgu og dofa í vinstri ganglim. Einkenni hófust fljótlega eftir að fram- kvæmd var herslismeðferð (sclerosis) á æðahnútum á ganglimum. Saga var um æðahnúta á báðum fótum frá 14 ára aldri. Móðir og yngri bróðir hafa haft æðahnúta á ganglimum. Skuggaefnisrannsókn sýndi blóðsega í djúpum bláæðum vinstra læris. Sjúklingur var settur á hefðbundna fulla blóðþynningu, en þrátt fyrir það versnaði honum. Frekari rannsóknir voru því gerðar. Skuggaefnismynd af bláæðum hægri fótleggjar sýndi engin merki um blóðsega. Ómskoðun og tölvusneiðmynd af kviðarholi sýndu segafyllta bláæð paraaortalt vinstra megin niður í vinstri nára, senni- lega vinstri neðri holbláæð (vena cava inferior sin- istra). Engin hægri neðri holbláæð (vena cava infer- ior dextra) sást og engar eiginlegar nýrnabláæðar. Blóðflæði frá nýrum fór eftir paravertebral æðum í gegnum þind til vena azygos sem tengdist eðlilegri efri holbláæð (vena cava superior). Víðar bláæðar tengdar þessu kerfi sáust í miðmæti. Blóðflæði frá ganglimum fór eftir paravertebral æðunt og upp í vena azygos. Segafyllta bláæðin vinstra megin tengdist einnig þessum paravertebral æðum. Lifrar- bláæðar voru eðlilegar og tengdust hægri hjartagátt með eðlilegum hætti. Niðurstaðan er sú að um meðfæddan galla sé að ræða þar sem ekkert renal segment neðri holbláæðar er til staðar og engin tengsl eru við hepatíska seg- mentið. Postrenal hlutinn vinstra megin er til staðar en tengist efri holbláæð í gegnum azygos kerfið. Meðfæddir gallar á bláæðakerfi geta verið marg- víslegir. Vinstri lega á holbláæð er vel þekkt og einnig getur hún verið tvöföld. Vöntun á neðri hol- bláæð er sjaldgæf og er renal segmentið þá venjulega til staðar í einhverri mynd, gagnstætt þessu tilfelli.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.