Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Page 76
68
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
hér er sama vel afmarkaða þýðið, það er öll íslenska
þjóðin, rannsökuð bæði með tilliti til tíðni bráðaað-
gerða, valaðgerða og dánartíðni.
Aðferðir: Upplýsingar voru fengnar um alla þá
sjúklinga á Islandi sem gengust undir bráðaaðgerðir
vegna holsára á árunum 1962-1990 og blæðandi sára
á árunum 1971-1990 í maga og skeifugörn. Einnig
um allar valgerðir sem gerðar voru vegna sársjúk-
dóms (1971-1990). Fjöldi látinna vegna holsára og
blæðandi sára í maga og skeifugörn var skráður fyrir
árin 1951-1989. Ahrif aldurs, fæðingarárs og aðgerð-
ar-/dánarárs á tíðni/dánartíðni voru greind með
Poisson aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Módel sem innfelur aldur og fæðing-
arár getur skýrt breytingar á tíðni/dánartíðni fyrir
holsár og blæðandi sár, en tíðnin breytist ekki háð
aðgerðar-/dánarári. Hæst verður bæði tíðni og dán-
artíðni hjá kynslóðinni sem fædd var 1900-1909.
Tíðni valaðgerða er tengd fæðingarári en einnig
mjög háð aðgerðarári og fer þeim aðgerðum fækk-
andi allt tímabilið.
Ályktanir: Tíðni aðgerða og dánartíðni vegna
holsára og blæðandi sára í maga og skeifugöm er háð
fæðingarári, nær hámarki hjá fólki fæddu 1900-1909.
Skýringar er því helst að finna í umhverfi einstak-
linganna snemma á ævinni og verða vegna áhrifa
sem fylgja þeim alla ævina. Valaðgerðum fór fækk-
andi allt tímabilið en H2-blokkar komu fram á því
miðju.
V-38. Úthreinsun með polyethylene
glycol og natríumfosfati fyrir
ristilspeglun
Samanburður á líðan sjúklinga
Sigrún Sœmundsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir,
Vilborg Kristjónsdótdr, Ásgeir Theodórs, Kjartan
Örvar
Frá speglanadeild og lyflœkningadeild St. Jósefs-
spítala, Hafnarfirði
Iiakgrunnur: Ristilspeglun er kjörrannsókn á
ristli. Gæði rannsóknar er í beinu sambandi við vel
úthreinsaðan ristil. Undanfarin ár hefur nær ein-
göngu verið notað polyethylene glycol upplausn til
úthreinsunar, sjúklingur þarf þá að drekka allt að
sex lítra af vökva. Magn úthreinsivökva með nat-
ríumfosfati er um 90ml. Niðurstöður nýlegara rann-
sókna benda til þess að úthreinsun með natríumfos-
fati skili sambærilegum árangri og polyethylene
glycol upplausnin. Tilgangur rannsóknar var að bera
saman líðan sjúklinga meðan úthreinsun fór fram
með polyethylene glycol eða natríumfosfati.
Aðferð: Rannsóknin var framvirk einblind rann-
sókn þar sem 60 sjúklingar (18-75) voru valdir í
slembiúrtaki, 30 sjúklingar fengu polyethylene
glycol og 30 fengu natríumfosfat. Enginn sjúkling-
anna hafði áður farið í úthreinsun fyrir ristilspeglun.
Hjúkrunarfræðingur undirbjó sjúkling og bað hann
um að fylla út spurningalista þar sem eftirfarandi
atriði komu fram, A: Hvernig sjúklingur þoldi út-
hreinsunina, B: Spurningar um átta mismunandi
einkenni, C: Hvernig hreinsivökvinn bragðaðist, D:
Hvort sjúklingur missti hægðir, E: Hvort sjúklingur
gæti hugsað sér sömu hreinsiaðferð aftur. Niður-
stöðunum var síðan gefið vægi á skalanum 1-5 þar
sem 1 var vel þolanlegt og 5 var ill þolanlegt.
Niðurstöður: Hóparnir tveir voru sambærilegir
með tilliti til kyns og aldurs. Heildarstig fyrir óþæg-
indi hjá sjúklingum þar sem notað var polyethylene
glycol var 21,8 og 15,9 hjá þeim sem fengu natríum-
fosfat. Af kvörtunum var slappleiki mun algengari
hjá þeim, sem notuðu polyethylene glycol (p<0,05).
Mestur varð munurinn á hvort viðkomandi sjúkling-
ur hefði lokið við hreinsivökvann, natríumfosfat 1,2
en 2,5 fyrir pólýetýlene glýkól. Ógleði, uppköst,
kviðverkir, endaþarmsóþægindi og hægðamissir
voru svipuð í báðum hópum. Allir (100%) sem fengu
natríumfosfat voru reiðubúnir til þess að nota sömu
hreinsiaðferð aftur en aðeins 20% af þeim sem not-
uðu polyethylene glycol.
Ályktun: Natríumfosfat virtist auðveldari út-
hreinsun fyrir sjúklinga sem gangast undir ristil-
speglun. Minna magn hreinsivökva fyrir sjúklinga
hefur ótvíræðan kost, sérstaklega í tilvikum þar sem
endurtekna ristilspeglana er þörf.
V-39. Pseudoachalasia
Prjú sjúkratilfelli
Kjartan Örvar*, Nick Cariglia**, Ólafur Gunnlaugs-
son***, Ásgeir Tlieodórs*.
Frá *lyflœkningadeildum St. Jósefsspítala, Hafnar-
firði*, **Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og
***Sjúkrahúss Reykjavíkur
Bakgrunnur: Pseudoachalasia er mjög sjaldgæf
ástæða fyrir kyngingarerfiðleikum en orsökin er yfir-
leitt krabbameinsvöxtur umhverfis neðri hring-
vöðva í vélinda (LES). Það er oft erfitt að greina
pseudoachalasia frá achalasia en talið að hár aldur
sjúklinga og stutt tímalengd einkenna bendi frekar
til pseudoachalasia.
Aðferð: Sjúkraskrár og rannsóknir voru skoðaðar
hjá þremur sjúklingum sem greindust með pseu-
doachalasia á lyflækningadeild St. Jósefsspítalans í
Hafnarfirði.
Niðurstaða: Á árinu 1995 greindust þrír sjúklingar
(tvær konur og einn karl) með pseudoachalasia.
Meðalaldur var 53 ár (29-73). Allir höfðu fundið
fyrir kyngingarerfiðleikum sem fyrsta einkenni og
hafði það staðið að meðaltali í sjö mánuði ( fimm til
10). Fyrsta magaspeglun greindi ekki sjúkdóminn
rétt en endurtekin speglun með sýnatöku gaf rétta
greiningu hjá tveimur en hjá einum fékkst ekki rétt
greining fyrr en með aðgerð. Hjá öllum þremur var
röntgenrannsókn talin benda til achalasia.