Kjarninn - 07.11.2013, Síða 61

Kjarninn - 07.11.2013, Síða 61
07/08 kjarninn Viðtal 1¦VWXõPP¡UYHU°D¡UODQGYLQQLQJD Tinna segir Índí&Ígló standa á tímamótum. Spennandi tímar séu fram undan þar sem fimm ára „fæðingartíma“ fyrirtækis- ins sé lokið og hratt vaxtarskeið sé að ganga í garð. Er fatalína ykkar fullkomlega tilbúin fyrir erlendan markað? „Já, vörumerkið er tilbúið og grunnfatalínan. Við erum í dag með um 130 „styles“ í hverri fatalínu og vitum við nákvæmlega hvaða vörur eru „repeat styles“, hvaða vör- ur seljast á fullri framlegð o.s.frv. Hins vegar munum við stækka vörulínuna okkar þegar við förum á stærra markaðs- svæði. Til dæmis ættu um 40 prósent af veltunni að koma frá útifötum en við erum ekki með þau í dag. Við munum bæta þeim við þegar við förum inn á erlenda markaði, þannig að það sé heild í okkar vörulínu þegar hún fer í mikla dreifingu. Öll þessi atriði eru mjög mikilvæg þegar kemur að markaðs- setningu.“ Ekki er á vísan að róa með árangur á erlendum mörkuðum, hvað þetta snertir. Mikil samkeppni sé á barna- fatamarkaði og nauðsynlegt að halda vel á spöðunum ef vel eigi að ganga. Tinna segir smásölugeirann vera krefjandi þegar kemur að framleiðslu og birgðastjórnun. Þessir tveir þættir skipti sköpum þegar komi að framlegð, sem síðan byggi undir aðra hluta starfseminnar, svo sem sölu og markaðs starf. Þess vegna sé mikilvægt að ná góðum tengslum á rétta markaði. „Við munum ekki bara horfa til þess að fá til liðs við okkur fólk með mikla þekkingu, hvort sem er í hluthafahópinn eða í ráðgjöf innan fyrirtækisins, þegar við förum á fullt með vörurnar okkar á erlenda markaði. Við munum fara inn á erlendan markað í samstarfi við reynslumikið fólk bæði innan smásöluverslunar, fram- leiðslustýringar og markaðssetningar og er sá hópur full- mótaður og tilbúinn í verkefnið með okkur. Við erum gríðar- lega stolt af því að hafa fengið svona góðan hóp með okkur.“ Hvenær verður fyrirtækið tilbúið til þess að stíga skrefið, ef svo má segja? „Um áramótin,“ segir Tinna og leggur áherslu á að ítarleg áætlun um hvað gera skuli á næstu mánuðum liggi fyrir. „Við munum ekki bara horfa til þess að fá til liðs við okkur fólk með mikla þekk- ingu, hvort sem er í hluthafa- hópinn eða í ráð- gjöf innan fyrir- tækisins, þegar við förum á fullt með vörurnar okkar á erlenda markaði.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.