Kjarninn - 27.03.2014, Side 39

Kjarninn - 27.03.2014, Side 39
03/05 nEytEndamál VÍS, segir myglu í húsum erfið og vandmeðfarin mál. Hann bendir á að mygla í húsum hafi alltaf verið til staðar en sé nú orðið mikið vandamál, þar sem mikil vitundarvakning hafi orðið undanfarin ár. Tryggingafélög bæta einungis skaða af völdum myglu- sveppa ef mygla kemur upp í kjölfar vatnstjóns. Ástæðu þessa segir Þorsteinn vera að ekki séu til bótaliðir í gildandi vátryggingum sem beinlínis taki á tjóni vegna sveppa- gróðurs. Eins vanti stöðluð mæligildi á því hvenær eiturefni í myglusveppum verði skaðleg heilsu fólks. Þar til þau verði form- lega skilgreind verði tjón beintengd myglu í íslenskum húsum óvátryggjanleg. Einnig bendir Þorsteinn á að stór tjón tengd myglu myndist á löngum tíma, en það stríði gegn eðli skaðatryggingar, sem einungis nái yfir atvik sem beri að óvænt og skyndilega. Þorsteinn segist ekki bjartsýnn á að tryggingaskilmálar með tilliti til myglu- sveppa í íslenskum húsum breytist í náinni framtíð, þar sem rannsóknir vanti á því sviði. Í Noregi er þessu öðruvísi háttað. Tæp- lega fjörutíu prósent Norðmanna eru með sérstaka tryggingu fyrir myglusveppum og eru meðvituð um „veik hús“ sem áhættuþátt í heilsu fólks. Þar í landi er unnið markvisst að því að koma í veg fyrir vandmálið. Fólki sem lendir í myglu- vandamálum í ótryggðum húsum gefst kostur á að fá lán í banka og lántakandi fær þá hluta af kostnaðinum endur- greiddan í formi skattaafsláttar. meiri upplýsingar fylgja þvottavél en fasteign Þegar upp koma vandamál í fasteignum er það í áttatíu prósentum tilfella vegna raka og myglu. Víða erlendis þegar fólk gerir tilboð í fasteign kemur viðurkenndur fag- aðili og metur íbúðina með tilliti til raka og myglu áður en gengið er frá kaupsamningi. Þannig er settur þrýstingur á áhrif myglusveppa á fólks Áhrifin helst á taugakerfi og öndunar- færi a) Frá taugakerfi eru höfuðverkur, erfiðleikar við að muna, þvoglumælgi, svimi, máttleysi, trufl- anir á jafnvægi og sjóntruflanir; b) Almenn vanlíðan, svo sem mikil þreyta, upp- þemba, útbrot eða afrifur, vanlíðan og vöðva- kippir; c) Í augum og öndunarfærum eru einkenni í nefi, óþægindi í afholum nefs (skútum), hósti, rennur úr augum, særindi í hálsi, geta aðeins talað lágt, þungt fyrir brjósti og mæði.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.