Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Side 14
412
Ráðstafanir gegn kreppunni.
[Stefnir
iðasta, einkanlega af því að nýj-
ar forsetakosningar eiga að fara
fram næsta ár, og veltur þá á
öllu fyrir hann að afla sér ekki
óvinsælda með því að ganga í
Hitler.
berhögg við þjóðarviljann. Þess
vegna kallaði hann helstu blaða-
eigendur á fund sinn áður en
hann bar fram tillögur sínar, og
átti við þá langt tal um málið,
og svo brá við að á einum degi
vann Hoover sér vináttu þjóðar
sinnar og alheimsins, því að
undirtektirnar undir tillögur hans
voru alls staðar góðar nema í
Frakklandi.
Fjárflótti og bankahrun.
Andstaða Frakka gegn mál-
inu varð þess líka valdandi, að
ástandið versnaði svo í Þýzka-
landi að allir bankar neyddust
til að loka um stund. Luther,
bankastjóri Ríkisbankans flaug
til London og þaðan til Parísar
til að biðja um hjálp, en allt
kom fyrir ekki, því að Frakkar
vildu ekki láta sig. Af þessu
leiddi hinsvegar að boðað var
til sérfræðingafundar í London
17. júlí, og 20. júlí komu þar
ráðherrar frá Þýzkalandi, Frakk-
landi, Ítalíu, Belgíu, Japan,
Englandi og Bandaríkjunum
saman á fund.' Árangurinn af
þeim fundi varð ekki eins mikill
og búist var við, en þó sá, að
100 milljón dollara lán handa
Þýzkalandi var framlengt um
þrjá mánuði og gjörðar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir f jár-
flóttann úr þýzkum bönkum-
Enn fremur var ákveðið að skipa
nefnd sérfræðinga til að rann-
saka fjárhag Þýzkalands og
möguleikana á að rétta hann við.
Eftir þessa ráðstefnu fóru þeh~
Mac Donald og Henderson í
heimsókn til Berlínar og ræddu
við þá Briining og dr. Curtius
um framtíðarhorfur. Létu þeh*
þá í ljósi í ræðum sínum að