Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 60
458
Neyðaróp frá Rússlandi.
[Stefnir
ur, biblíulestra, að þau hafi barna-
hæli, bókasöfn eða llesfrarstofur
og að þau hafi heilsuhæli eða
veiti nokkra læknishjálp — í‘
einu orði sagt: allt andlegt líf er
skorið niður við trog. Nei, ástand-
ið verður ekki ýkt. En ráðstjórn-
arblöðin segja: Það hafa ekki
verið og eru engar trúarbragða-
ofsóknir í Rússlandi!
Hlustum á neyðarópin, sem ber-
ast oss til eyrna. Úr bréfi, dags. 2.
febr. 1980: „Glötuð! Glötuð! Glöt-
uð erum við. öll í Rússlandi! Guð
minn góður, hvers vegna ríkir
þessi ægilega, grimmúðuga rang-
sleitni í landi voru? Kæru systkin,
vér örvæntum! Það gengur allt
of langt. Menn eru reknir unn-
vörpum út á gaddinn, án þess að
mega hafa með sér svo mikið sem
brauðbita eða teppisræfil. Þús-
undir sitja í fangelsum. ... Fólk,
sem ekki hafði hugsað til flótta
s. 1. haust, þráir nú það eitt að
komast burt — alveg sama hvert,
aðeins yfir landamærin. Allir:
Þjóðverjar, Rússar, Armeníu-
menn, Kirgisar, Tartarar og Gyð-
ingar — allir, allir vilja komast
burt — það er ekki einu sinni
1 % af þjóðinni, sem ekki vill kom-
ast burt.......í stuttu máli: hér
æðir djöfullinn".
30. jan. 1930: „Knýjið á hvers
manns dyr! Reynið að vekja með-
aumkvun mannlegra hjartna, svo
að þeir hjálpi oss, því ef það
dregst lengi, já, ef það dregst að-
eins 1—1 */2 mánuð, þá er úti um
oss! Vér örvæntum! Hjálp! Hjálp!
Hjálp! .... Það, sem h|r er að
gerast, er svívirðing á öllum
mannréttindum og mannlegum til-
finningum! Bjargið oss! Bjargið
oss!“
14. febr. 1930. (Frá Þjóðverja,
sem var í þeim hópi þýzk-rúss-
neskra bænda, sem ætluðu að
flýja land, en var synjað um brott-
fararleyfi; aðeins 5000 komust
úr landi) : „Ástandið versnar með
degi hverjum og með sívaxandi
kvíða lítum vér til vesturs; til að
sjá, hvort ekki komi nein hjálp
utan að, en til þessa eygjum vér
enga hjálp. Og þegar maður sér
tilburði „Faraós“, þá fer hrollur
um mann. Um landflótta þýðir
ekki að hugsa, nema guð Serl
kraftaverk, nema bræður vorir
erlendis rétti oss hjálparhönd. . • •
Hversu fegnir mundum vér vilJa
fara út á hjara veraldar, ef yei
aðeins hefðum trúfrelsi og liís'
möguleika. Þér hafið enga huf'
mynd um, hvað vér höfum °r®|
að þola, síðan þér fóruð. Hugsi
aðeins um skelfingarnar á leiðiuni
heim aftur! Hver getur lýst þeim