Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 77
Stefnir]
Frá Alþingi.
475
Stjórnarskrá, kjördæmamál o. fl.
Ekkert af þeim málum, sem
nú hafa talin verið, og ekki held-
nr þau öll til samans voru þó það,
sem menn eiginlega fylgdust með
á þessu þingi af verulegum á-
huga. Það, sem beindi athyggl-
inni að þinginu, var „stórpóli-
tíkin“, ef svo mætti kalla það.
Það var þingrofið og kosningarn-
ar, afstaða flokkanna, stjórnar-
myndunin, og annað því skylt,
sem menn út í frá fylgdu af mest
um áhuga.
Kosningarnar höfðu leitt til
þeirrar ótrúlegu og óskiljanlegu
niðurstöðu, að stjórnarflokkurinn
komst í meirihluta í þinginu. Má
líta á þessa niðurstöðu sem nokk-
urskonar barnasjúkdóm í okkar
unga, pólitíska þjóðarlíkama. Að
vísu byggist þessi meirihluti á úr-
eltri og fráleitri kjördæmaskip-
un eins og sést af því, að bak við
23 þingmenn af 42 stendur rúm-
lega þriðjungur kjósenda í' land-
inu. En samt náði þessi niður-
staða engri átt. Stjórn, sem var
búin að hegða sér jafn-illa og
&álauslega, og endaði svo með
bví að virða stjórnarskrána að
vettugi og reka þingið frá störf-
Uln. til þess að halda sér við völd,
hefði átt að fá duglega og eftir-
niinnilega ráðningu hjá þjóð-
|nni, og hefði fengið það hjá
hverri þjóð með nokkra pólitíska
reynslu.
En hvað um það. Þessi 36%
af þjóðinni, sem enn vantar pólit-
ískan þroska og þann næmleika
fyrir opinberu velsæmi, sem kjós-
endur verða og eiga að hafa, —
þeir skiluðu nú hreinum meiri
hluta inn í þingið.
En réttlætið rak þó upp höfuð-
ið í annari deildinni. í efri deild
hefir stjórnarliðið ekki nema rétt
an helming atkvæða, svo að hin-
ir gátu haft þar synjunarvald, ef
þeir voru samtaka. Og þó að
Sjálfstæðismenn og sósíalistar sé
ekki vanir að eiga samleið, og
haldi náttúrlega áfram að vera
fulltrúar tveggja mjög and-
stæðra stefna í þjóðmálunum, þá
mátti þó búast við, að þeir gæti
einmitt nú orðið samtaka um að (
ná rétti sínum í kjördæmamál-
inu. Þetta gátu þeir gjört með
því að synja stjórninni um ýmsa
löggjöf, nema hún gengi inn á
sanngjarna lausn á kjördæma-
málinu. Var sérstaklega verð-
tollurinn nefndur þar til, því að
hann gilti ekki nema til ársloka
1931 og þurfti því framlenging
nú á þinginu. En þá þurfti líka
að hafa sterk samtök gegn öðr-
um skattalögum, því að það þýð-
ir lítið að neita um eitt, og af-
henda jafnskjótt annað í staðinn.