Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 17
Stefnir]
Ráðstafanir gegn kreppunni.
415
því mjög undan þessari ráðstöf-
un hvað þetta snertir, en þetta
verður eitt af þeim viðfangsefn-
um, sem sérfræðinganefndin
mun fást við.
Mussolini talar.
Mjög hefir framkoma ítala
verið dásömuð í erlendum blöð-
um. Enda þótt þeir verði að
gefa frest á greiðslu £ 2.040.000,
samkvæmt tillögum Hoovers,
varð Mussolini þó fyrstur til að
samþykkja þær og veita þeim
stuðning. I grein sem birst hefir
eftir hann í The Saturday
Review segir hann að nauðsyn
beri til að afvopnunarmálið verði
tekið til íhugunar á næsta fundi
þjóðabandalagsins, og fullyrðir
hann þar, að annars muni þjóða-
bandalagið, líða undir lok, og
Evrópumenningin muni kollvarp-
ast. Bendir hann á þá sögulegu
staðreynd, að ýmsar þjóðir hafi
átt sín blómaskeið, sem liðið hafi
undir lok og telur hann víst að
ef ekki verði að gert í tíma,
muni Evrópu einnig hætt. Nú er
ástandið í löndunum mjög illt
°S óeirðir tíðar, enda þráir lýð-
Urinn lækning þess böls, sem
heimsófriðurinn hefir steypt yfir
hann. Aðal hættuna álítur Musso-
lini vera þá að þjóðirnar fari
að dæmi Rússa, fyrst hefjist
bylting í Þýskalandi, en breið-
ist svo þaðan út yfir álfuna.
Skorar hann því á þjóðirnar að
standa nú saman gegn þessari
hættu og vernda þá menningu,
sem þróast hefir í Evrópu um
margar aldir, og lyft hefir mann-
kyninu upp á þann hátind fram-
fara og þroska, sem það hefir
nú þegar náð.
Um miðjan ágústmánuð fóru
þeir Brlining og Curtius til Róm
og ræddu við Mussolini um horf-
urnar og ráðstafanir gegn ríkj-
andi vandræðaástandi í álfunni.
Áður en þeir fóru á braut þaðan
héldu þeir Mussolini og Bruning
ræður í útvarpið og lýstu ánægju
sinni yfir því góða samkomulagi,
sem með þeim hefði ríkt, og hét
Mussolini þýzku þjóðinni stuðn-
ingi sínum og ítalskra fascista, til
að komast út úr þrengingum þeim
er að þeim steðjuðu, sökum þess,
að undir því væri ekki komin að-
eins heill þeirra einna, heldur allr-
ar álfunnar, eða jafnvel alls heims-
ins. —
Tillögur sérfræðinganna.
Sérfræðinganefnd sú, sem skip-
uð var af stórþjóðunum til aðramr
saka fjárhag Þýzkalands og líkur
til úrlausnar, hefir setið á fundum