Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 113
Stefnir]
Kviksettur.
511
unni, búinn að gleyma stóru tó-
baksbúðunum. Og þegar hann
leið nú áfram með miklum, en
næstum ómerkjanlegum hraða
eftir götunum, fyrir horn og
fram hjá lystigörðum, var það að
eins ein tilfinning, sem hélt hon-
um föstum, — löngunin heim
heim til Putney, heim til Alice
burt úr öllu þessu. Hann hefði
fúslega gefið myndina síðustu
fyrir það, að vera kominn heill á
húfi út úr þessari bifreið, frá
Oxford og frá öllu öðru en Alice
og Putney.
Ekkert annað en feimnin hélt
honum frá því, að rjúka til og
heimta, að vagninn stöðvaðist.
En svo stöðvaðist hann óbeð-
ið fyrir framan höll eina mikla.
Bogahlið afar hátt var á miðri
framhlið og brezki fáninn flaut
silalega yfir öllu saman. — Á
spjaldi stóð skrifað, að aðgang-
ur væri ein króna, en Oxford
sem hélt á mynd Priams, gekk
rakleitt inn, án þess að borga
og Priam fór á eftir. Og nú brá
svo við, að allir heilsuðu Oxford
með hinum mestu virktum, háir
sem lágir, en hann svaraði kveðju
þeirra með því einu að kinka
kolli, án þess svo mikið sem að
benda upp í hattinn. Hann var
yfirleitt orðinn allur annar mað-
VIKDRITIÐ
kemur út einu sinni í viku
32 bls. i senn. Verð 35 aurar.
Flytur spennandi frainhalds-
sögur eftir þekkta höfunda.
Tekið á móti áskrifendum á
afgr. Morgunblaðsins. Sími 500.
26 heíti lítkomin.
ur, síðan hann gekk inn um boga-
hliðið. Nú var það viljakraft-
urinn, sem skein út úr hverjum
drætti og valdið, að leika öllum
þessum mönnum eins og peðum
á taflborði. Komu þeir bráðlega
að einkaherbergjum Oxfords. —
Þar tók á móti þeim þjónn, sem
með bugti og beygjum tók við
höttum þeirra, yfirhöfnum og.
vetlingum, og hljóp svo þegar í
stað eftir öðrum manni, en hann
kom eftir örstutta stund með um-
gerð, nákvæmlega mátulega ut-
an um mynd Farlls.
„Gerið svo vel að fá yður
vindil“, sagði Oxford, og var sam
stundis orðinn sami maðurinn og.