Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 92
490
Spámaðurinn Jósep Smith.
[Stefmr
staða hans ekki verulega trygg.
Jósep Smith átti skæða óvini.
Hann var góðmenni að eðlisfari,
en mikill fyrir sér, og illa upp
alinn. Hann kunni vel að meta
það, að vera talinn í heldri
manna röð, og það var yfir hon-
um einhver barnsleg gleði, sem
dró menn að honum. Hann hafði
alltaf gaman af tuski frá því er
hann var götustrákur. Einhverju
sinni heimsótti háttsettur em-
bættismaður í Bandaríkjastjórn-
inni hann, og átti tal við hann í
skrifstofu hans í Nauvoo. Þá seg-
ir Jósep allt í einu: „Eg skal
veðja 5 dölum að eg get skellt
yður“. — 1 annað skifti átti hann
langar samræður við tvo presta
um guðfræði. Loks var hann orð-
inn dauðþreyttur á öllum þess-
um vísindum og segir að óvör-
um: „Eg er enginn ví'sindamaður,
en eg skal veðja 5 dölum að eg
get skellt ykkur hvorum eftir
annan“. Misjafnlega þótti mönn-
um þetta spámannlega mælt.
Sögur þessar gengu manna milli
og spilltu fyrir Mormónskunni
Landstjórinn í Illinois, Ford að
nafni, lét sér fátt um finnast,
og bar ekki sérlega virðingu
fyrir þessum aðkomumanni; sem
kenndi eins og spámaður, drakk
eins og fantur og bölvaði eins
og sjóræningi. En Smith sagði
i einni ræðu sinni: „Sumir
segja, að spámaður eigi að
breyta betur en aðrir menn. En
hvernig færi þá? Hugsum okkur,
að eg færi að breyta betur en
aðrir. Eg yrði þá að setjast á
hærri stað í himnaríki en aðr-
ir, og hefði engan þar hjá mér“
En heiðingjarnir lokuðu eyr-
um sínum fyrir þessu dæma-
lausa félagslyndi, sem náði út
yfir gröf og dauða.
Stjórnmálamennirnir voru orðn-
ir stækir fjandmenn Jóseps. —
Hann hafði svikið þá alla hvað
eftir annað, og bauð sig loks
fram sjálfur við forsetakosningu.
Hann var farinn að fá ofurálit
á sjálfum sér. Guðirnir blinda þá,
sem þeir ætla að steypa af stóli.
Jósep gekk í sæluvímu, eins og
ekki er óalgengt um þá, sem að
falli eru komnir. Var hann orðinn
sannfærður um, að hann væri
beinn afkomandi Jósefs Jakobs-
sonar, sem ráðherra varð í E-
giftalandi, enda sýndi nafnið
það!
Mál það, sem reið honum að
fullu, byrjaði mjög hávaðalaust.
Það var ekkert annað en það
smáræði, að hann vildi gjarnan
komast í vinfengi við konu eins
af Mormónunum, sem hét WiÞ
liam Law. En svo afar-illa vildi
til, að frúin var skírlíf og mað-
urinn fullur afbrýði. Setti hann á
stofn blað, sem hét „Saksóknar-
inn í Nauvoo“, og réðist á spá-
manninn fyrir ólifnað. „Saksókn-
arinn“ kom ekki út nema einU
sinni, en greinarnar voru hver
annari mergjaðri. Ein var um
kúgun" Mormónakvenna, önnur
var stíluð gegn stjórnmálavastri
spámannsins, og tvær greinar
beindust gegn spámanninum og
öllum tólf postulunum. Var þeim