Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 78
476
Frá Alþingi.
[Stefnii
1 þingbyrjun létu sósíalistar
all dólgslega, héldu eldhúsræð-
ur, og þóttust ætla að fella fjár-
lög, og hver veit hvað. En tekju-
aukafrumvörp fluttu þeir þó, og
kom þegar fram í því tvískinn-
ungur. Og ekki fengust þeir til
að gera nein samtök til þess að
kúga fram kjördæmamálið. Fór
brátt að bera á því, að þeir
myndu heldur vilja gömlu leið-
ina, og þiggja bita og sopa hjá
stjórnarflokknum. Endaði svo
þessi ramma stjórnarandstaða
sósíalista með einhverjum þeim
ömurlegasta skrípaleik, sem sézt
hefir á Alþingi, þegar fulltrúi
jafnaðarmanna og foringi flokks-
ins hjálpaði stjórninni til þess að
fá nokkurskonar samþykkt á fjár
aukalög 1929 og landsreikning
sama árs, eftir að flokksmennirn-
ir all dólgslega höfðu greitt at-
kvæði móti þessum frumvörpum
í neðri deild. —
Þegar sósíalistar höfðu þann-
ig gerst liðhlaupar frá málstað
þeirra, sem almennan kosningar-
rétt vilja fá, var auðvitað vald
stjórnarflokksins tryggt, og fyr-
ir að vita, hvernig færi um þessi
mál. Sjálfstæðismenn báru í þing-
byrjun fram stjórnarskrárbreyt-
ingu. Var merkasta ákvæðið í
9. gr.: „Alþingi skal svo skip-
að, að hver þingflokkur hafi
þingsæti í samræmi við atkvæða-
tölu þá, sem greidd er frambjóð-
endum flokksins samtals við al-
mennar kosningar". Með slíku
ákvæði væri jafn réttur kjós-
endanna tryggður en á hinn bóg-
inn látið alveg ósagt, hvernig
þessu réttlæti væri náð. Og þar
sem stjórnin hafði einmitt borið
fram tillögu um skipun milli-
þinganefndar til þess að rann-
saka þetta mál, þá hefði farið
bezt á því, að samþykkja nú
þessa stjórnarskrárbreytingu, og
láta kjósa, og svo hefði næsta
þing getað gert hvorttveggja, að
samþykkja stjórnarskrárbreyt-
inguna og setja ný kosningalög.
Auk þessa voru og í þessu
frumvarpi aðrar réttarbætur, svo
sem lækkun kosningarréttarald-
urs niður í 21. árs aldur o. fl.
En þó að stjórnarflokkurinn sé
fjölmennur á þingi, og geti með
aðstoð sósíalista lamið niður kröf-
ur Sjálfstæðismanna, þá er ósiS~
ur þeirra í kjördæmamálinu viss
og óumflýjanlegur. — Stjórnar-
flokkurinn hefir í þessu máli að-
stöðu afturhaldsflokka allratíwa,
þá, að spyrna móti viðurkennd-
um réttlætiskröfum. Og þetta
finna þeir sjálfir. Þess vegna er
undanhaldið þegar hafið. Nefnd
hefir verið skipuð að frumkvseði
stjórnarinnar sjálfrar. Tilraun