Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 33
Stefnir]
„Þurt“ brúðkaup.
431
er 836 eða 638? Hafði eiginmað-
ur hennar hvíslað að mér 863?
Nema það hafi verið 683? ... Eg
hefði átt að skrifa öll þessi númer
hjá mér, sem nú voru komin í
einn hrærigraut í huga mér. Eftir
mikil heilabrot komst eg að þeirri
niðurstöðu, að Freddy hefði sagt
mér að koma upp í herbergi 688,
og eg lét flytja mig upp á 6. hæð.
Þegar eg kom út í ganginn, fór
eg að leita að númerinu. Varð eg
þá þess var, að á eftir mér gekk
herramaður að því er virtist í
þungum hugsunum. Eg hugsaði:
hann lítur út eins og samsæris-
maður ... Það er sjálfsagt einn
af gestunum, sem er á hnotskó
eftir góðu viskí ... Ef eg fylgdi
honum eftir, mundi eg áreiðanlega
ekki fara dyravillt.
Eg gekk enn nokkur skref á-
fram. Maðurinn var kominn fram
^yrir mig, en sneri sér nú allt í
einu við, gekk til mín, og spurði:
— Fyrirgefið ... Eruð þér ekki
einn gestanna í brúðkaupsveizl-
unni niðri?
— Jú, jú. Leyfið mér að segja
nafns míns: Maurice Dekobra.
ókunni maðurinn virtist ekki
skilja nafnið mitt rétt. Hann
hrosti.
Glaður að kynnast yður, hr.
^ólera ... Eg heiti Edmund Hot-
stein .. . Hvað eruð þér að gera
hér?
— Við erum, býst eg við, að
leita að sama herberginu, þar sem
maður fær að drekka ómengað
Scotch Whisky ...
— Svo! Jú, ágætt ... Eg líka.
Komið bara með mér.
Eg fylgdi þessum vingjarnlega
herra inn í enda gangsins. Þar
opnaði hann dyr> Eg gekk inn.
Það var enginn í herberginu. Eg
varð hissa, og vatt mér að leið-
sögumanni mínum.
— Hvar er viskíið ? ... Og hvar
eru hinir gestirnir?
— Berið ekki áhyggjur út af
viskíinu, herra Kólera ... Fáið yð-
ur sæti. Við földum vínið til frek-
ara öryggis ... Þér skiljið?
Og ókunni maðurinn skautst inn
í baðklefann. Þegar eg var orðinn
einn, fann eg að þetta var ekki ó-
skemmtilegt allt saman, og enn
sem fyrr, rak eg mig á það, að
Volstead-lögin eins og breiða yf-
ir efnishyggju og vélamenning
vorrar aldar ilmhjúp hugarflugs
og gamalla ljóðasagna, sem er
einkar geðfelldur.
Allt í einu heyrði eg karlmanna-
raddir bak við hurðina á baðklef-
anum. Eg lagði við hlustirnar og
heyrði þessi orð:
„French ... sucker ..