Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Side 42
440
Fornmenn ganga um meðal vor.
fStefnir
og það er«, og oft og einatt óvið-
búið. Blöðin segja allar fréttir og
hver maður og stofnun er undir
stöðugu »eftirliti«, og sverfandi
gagnrýnin gengur sem næst hverju
einu.
En sé þessi munur numinn brott
kemur i ljós, að allt er furðu líkt.
Hefir verið reynt að sýna þetta, að
því er útlit fólks snertir með því,
að birta myndir af ýmsum mönn-
um fyrri tíma í nútíma klæðnaði,
og verðut þetta fólk þá furðu líkt
því, sem nú tíðkast.
En það má líka fara aðra leið.
Og hún er sú, að leita beinlínis
uppi fólk, sem er líkt fólki á ýms-
um listaverkum fyrri alda. Eru sýnd
hér nokRur dæmi upp á það, hvern-
ig það má takast.
Hér er nú t. d. maðurinn með
gullroðna hjálminn eftir Rembrandt.
Andlit hans er mjög óvenjulegt og
svipurinn lýsir dæmalausu hug-
rekki og viljafestu. Sá hefir ekki
látið sér allt fyrir brjósti brenna,
og ekki eru álikir kraftkarlar til
lengur. En lítum svo á hinn mann-
inn, sem nú er uppi, 300 árum síð-
ar. Er ekki sami svipurinn á hon-
um, sami taumlausi viljakrafturinn
og svipharkan?
Þá er hér sýnd mynd Tizians af
Laviniu dóttur hans, eða »stúlkan
með ávaxtaskálina« eins og mynd-
in er oft kölluð. En svo situr »La-
vinia« nútimans á skrifstofu í New
York og er hraðritari þar, og get-
ur vel verið að þær séu marg-
ar til.
Eða þá »Mona Lísa« eftir Leo-
nardo, sem mun vera ein af fræg-
ustu konumyndum, sem gerðar hafa
verið. En til eru stúlkur, sem líkj-
ast henni, og má benda á þessa,
sem hér er mynd af.
Þriðja stúlkumyndin, sem hér er
sýnd, er »Unga frúin« eftir Vene-
ziano. En nútímakonan í marglitu
peysunni, er svo lík henni, að þær
gætu verið tvíburar. Helzti munur-
inn er sá, að nútímakonan sýnist
svo ógnarlega sorgmædd og líkust
því að hún væri að leita huggun-
ar hjá uppkomnum syni sínum, en
hin er glaðlynd að sjá.
Þá eru hér þrjár myndir af nú-
timamönnum, sem líkjast fyrri tíðar
mönnum. Eru þessir fyrritíðarmenn
svo vel þekktir, að engin þörf er
að hafa myndir af þeim hér tíl sam'
anburðar. En næstum því er ótrú-
legt, hve líkir menn eru nú uppL
ef trúa má myndum þeim, sem hér
eru birtar. »í horninu« hjá »Ungu
frúnni« er t. d. maður, sem er al'
veg eins og borgarstjórinn í Nurn-
berg, Hieronymus Holzschuer, sem
Dúrer málaði fyrir 400 árum. En á
annari mynd sjáum við »Napóle<m