Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 67
FRA ALÞINGI
Sumarþingið 1931.
Aukaþingið í sumar stóð yfir
í 41 dag og afgreiddi yfir 50
mál, svo að ekki verður annað
sagt, en vel væri áfram haldið.
Tók það vi6 ýmsu frá vetrarþing-
inu, og þar sem sami meiri hluti
sat að völdum, var hægt að nota
talsvert af starfi vetrarþingsins.
Fjárveitinganefndir hröðuðu
störfum mjög mikið, en á því
veltur mest um lengd hvers
J>ings. Eldhúsdagsumræður voru
niður felldar, bæði af því að
kosningar voru ný afstaðnar, og
sérstaklega þó af þeirri orsök,
stjórn var ekki mynduð fyr
enn alveg í þinglok. Sátu bráða-
hirgðaherrar, sem fáir kærðu sig
nm að tala við.
Eftir þingrofið og ósköpin í
vetur bjuggust margir við skegg-
bld og skálmöld, einkum út af
kjördæmamálinu. En stjórnin bar
kegar j þingbyrjun fram tillögu
Urn skipun milliþinganefndar er
athuga skyldi málið, og mátti
skoða það sem sættaboð og und-
anhald í málinu. Komst því á
nokkurskonar vopnahlé, enda
sumartíminn illa valinn til rysk-
inga á þingi, og flestir allfúsir
til þess að losna þaðan sem
fljótast.
I>að stuðlaði og talsvert að
þessu sama, að sósíalistar, sem
þóttust mjög grimmir út í stjórn-
ina eftir þingrofið, hurfu brátt
til betra samkomulags við sína
fornu lagsmenn. — En þar með
var afl stjórnarandstöðunnar
mjög veikt, því að samtök
þurfti til þess að geta knúið
nokkuð fram. Verður síðar skýrt
nánar frá því.
Ef litið er á starf þingsins
verður ekki annað sagt, en skár
hafi til tekizt en búast mátti við.
Fæst af skemmdarmálunum náði
fram að ganga, en aftur á móti
var afgreitt þó nokkuð af nytja-
30