Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 104
502
Kviksettur.
['Stefnir
liciðruðu húsmæður.
Biðjið kaupmann eða kaupfjelag yðar um þær smekkbætis-
(krydd-) vörur, til kökugerðar og til matargerðar, sem gerir
það indæla, bragðið rjetta og vinsæla.
Þá er það þess vert, að leggja á minnið þetta: Reynslan
talar og segir það satt, að LiIIu-ger og eggjaduftið er þjóðfrægt.
Ennfremur minnist ávalt þess, að Fjallkonu-gljávörurnar, Skó-
áburður, Fægilögur og Gljávaxið góða, gagna mest og fegra
best. —
Það besta er frá
Efnagerð Reykjavíkur.
Hann ýtti henni hægt og leit inn.
Alice sat þar ein og var að
stoppa í sokka.
„Henry!“ hljóðaði hún. „Hvað
er að sjá þig. Rennandi!“ Hún
stóð upp.
„Eru þau farin?“ spurði hann.
„Og þú hefir verið kápulaus.
Hamingjan hjálpi mér. Góði, eg
verð að koma þér í rúmið og það
á augabili. — Þú getur fengið
lungnabólgu upp úr þessu“.
„Eru þau farin?“ spurði hann
aftur.
„Já, vertu viss!“ sagði hún.
„Hvenær koma þau aftur?“
„Eg býst ekki við þeim aftur“,
svaraði hún. „Eg held, að þau
hafi fengið alveg nægju sína. Eg
held, að eg hafi séð svo um, að
þau kæri sig ekkert um okkur.
Hefirðu á æfi þinni séð annað
eins steikt brauð og það, sem
presturinn bjó til?“
Skömmu síðar lá hann í brenn-
andi heitu baði. Það fyrsta, sem
hann sagði, þegar hann var orð-
inn málhress var: „Alice, þú
mátt ekki trúa þessu. Það er al-
veg dagsatt, að eg hefi aldrei séð
þennan kvenmann fyr“.
„Auðvitað hefir þú aldrei séð
hana. Og þó að það væri allt satt,
þá hefði hún átt þetta skilið. Hún
er auðsjáanlega ein nöldrunar-
skjóðan. Þau voru öll eitthvað