Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 80
SPÁMAÐURINN JÓSEP SMITH
HOFUNDUR MORMÓNSKUNNAR.
Árið 1820 var Jósep Smith
yngri, sem útvalinn var til þess
að verða spámaður og trúar-
bragðahöfundur, ekkert annað en
óhreinasti, ódælasti og latasti
strákurinn í bænum Palmýra í
New-York ríkinu í Bandaríkj-
unum.
Jósep Smith eldri, faðir spá-
mannsins, hafði þá atvinnu, að
hann seldi frumbýlingunum öl og
brauð. 1 frístundum sínum fór
hann um sveitina með hnotviðar-
teinung og leitaði auðæfa í jörðu.
En ekki mun sú leit hafa orðið
til fjár, því heimilið var blá-
snautt. Jósep litli fékk vinnu á
ýmsum bóndabæjum í grendinni.
Hárið á honum liðaðist út um
götin á höfuðfatinu og tærnar
voru út úr skónum. Hann var
rammur að afli og áflogahund-
ur og barði óspart á jafnöldrum
sínum. Eitthvað lærði hann í
lestri og skrift, og utanbókar
kunni hann langa kafla í biblí-
unni og reifarasögur af Kidd
kafteini.
Heldur var lífið fábreytilegt,
því að þessi byggð mátti heita
á útkjálka allrar menningar, og
helzt var trúboð haft til dægra-
styttingar. 1 þessu fásinni þótti
mönnum ekki aðrir gestir betri
en ferðaprestarnir. Varð þeim
jafnan mikið ágengt í trúboðinUr
og skiftu margir um trú í hvert
skifti, sem tækifæri gafst til þess-
Jósep Smith yngri var oft á rölti
um skóglendin í auðæfaleit, eins
og^faðir hans, og þótti honum
ekki annað merkilegra en Þa^’
hve margvísleg voru trúarbrögð
mannanna.
Svo var það einn góðan veð-
urdag, að hann las þessa setn-
ingu í Jakobsbréfi: „Ef einhvern
yðar brestur vizku, þá biðji hann
guð, sem gefur öllum örlátleg3
og átölulaust, og mun honunr