Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 109
Stefnir]
Kviksettur.
507
COLMAN’S Sinnep,
Carry,
, Línsterkja.
LIBBY’S Mjólk,
Tomatosósa,
8oz & 14oz.
Altaf fyrirliggjandi.
allt annað bragð að því orði. Og
það var nú orðið langt síðan Priam
Farll hafði verið ávarpaður maitre.
0g meira að segja hafði það yfir-
leitt sjaldan skeð sakir þess, hve
lítið hann hafði umgengizt menn.
Á málaragrindinni stóð nú ein-
mitt mynd, sem Farll hafði verið
að ljúka við. Hún var af götu í
Putney um kvöld. Götuvagn með
tveim hestum fyrir kom fyrir horn
út úr hliðargötu út á aðalgötuna,
og voru ljósbrigðin á hestunum fá-
dæma margbrotin og erfið. En
Priam sá strax, að þessi maður var
vanur að skoða myndir. Hann
gekk ekki að henni og þaut ekki
aftur á bak. Hann rak ekki upp
óp eða hagaði sér eins og hann
hefði fengið brjálsemiskast. Hann
stóð kyr og horfði á myndina,
steinþegjandi, og mat hana og
rannsakaði með þögulli nákvæmni.
Og þó var langt frá því, að mynd-
in væri ein af þeim myndum, sem
þegar hlaupa svo að segja upp í
fang á manni. Hún var erfið og
djörf, og engin von á því, að í
upphafi kynnu aðrir en þauæfðir
menn að meta hana.
Priam gusaði allt í einu út úr
sér: „Hvers virði er þessi mynd?“
Oxford svaraði hægt og eins og
hann væri að þreifa fyrir sér: