Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 31
Stofnir]
,,Þurt“ brúðkaup.
429
legu borg. Eg hafði verið við-
staddur vígsluathöfnina, og Fred-
dy hafði kynnt mig fyrir brúð-
hjónunum. Winnie var töfrandi í
hvíta búningnum sínum og brúð-
guminn, Rodney, hinn glæsilegasti
í svörtu kjólfötunum sínum. Þau
voru bæði samtals 43 ára. Brúð-
armeyjarnar voru tólf, allar í að-
dáanlegum bleikrauðum kína-
silkikjólum, með fjólubláa knippl-
inga, purpurarauð bönd um hár-
ið og sína rósina fyrir ofan hvort
eyrað. Þær líktust Ófelíu. En þær
voru kátari en hin vanstillta ást-
mey Hamlets.
Freddy sagði við mig:
-— Nú förum við að borða kvöld-
verðinn inni í stóra salnum.
— Verður nokkuð sérstakt um
að vera?
—- Nei, nei. Gestirnir verða að
eins sex hundruð.
Hljómsveit spilaði meðan á mál-
tíðinni stóð. Er eg var að borða
súpuna, heyrði eg lag úr Fifty
millions Frenchmen. Freddy hvísl-
aði í eyra mér:
-— Winnie lætur spila þetta lag
í heiðursskyni við yður. Hún sagði
áðan, að þér væruð meira
virði en fimmtíu miljónir Frakka
samans.
— Hvað það er fallega gert af
henni! Svo eg verði ekki síöur en
hún, vildi eg biðja yður að fá Jazz-
flokkinn til að spila næst Lover
Come back to me.
— Uss, nei! Það væri ekki heppi-
legt ... Brúðguminn kynni að
taka það sem sneið til sín.
Við kvöldverðarborðið með ís-
vatninu var eins fjörugt og verið
getur við „þurrt“ borð. Það var
verið að bera fram ice creams þeg-
ar vinur minn gaf mér merki í-
byggnislega. Fyrst hélt eg að eg
he'fði slett sósu á skyrtubrjóst
mitt. En það sem Freddy meinti,
var í rauninni að biðja mig að
lána sér blýant. Eg gerði það. —
Hann hripaði nokkur orð á mat-
skrána, og rétti mér hana í laumi
undir borðinu.
Eg las þessi orð:
„Þegar búið er að drekka kaff-
ið, farið þér í lyftuna og komið
upp í herbergi 386. Þar verð eg
ásamt nokkrum vinum með sex
flöskur af gömlu Scotch Whisky“.
Mér þótti þetta all-spaugilegt, og
þegar menn höfðu drukkið kaffið,
stóð eg upp frá borðinu. Það var
þegar farið að dansa. Mjög fríð
kona, sem eg hafði verið kynntur
fyrir við vígsluathöfnina, tók í
handlegginn á mér og sagði við
mig brosandi:
— Dansið þér fox-trot?