Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Qupperneq 108
506
Kviksettur.
[iStefnir
Alice hafði breytt talsvert skoð-
un á hæfileikum manns hennar til
þess að mála. Maður, sem getur
unnið sér inn 4000 á ári með því
að smyrja litum á léreft, er eitt-
hvað meira en það venjulega, og
þetta starf hans á háaloftinu, var
því i rauninni merkilegt starf.
Hún gat aldrei skilið, hvernig í
ósköpunum var hægt að fá 200
krónur fyrir eitt svona málað lér-
eft. En nú, þegar hún sá þennan
prúðbúna stórhöfðingja og vagn-
inn, sem hann kom í, þá var eins
og ný útsýn væri að opnast. Það
skyldi nú vera, að málverkin væri
enn meira virði. Hún sá í anda,
hvernig þau fóru að hækka, upp
í 250 eða 300 eða hver veit hvað,
kannske í 400 krónur hvert, ef bara
maðurinn hennar eyðilegði nú ekki
allt með þessari dæmalausu feimni
sinni og undarlega háttalagi.
„Gerið svo vel að koma þessa
leið,“ sagði hún.
Og öll þessi kynstur af prúð-
mennsku og prúðbúningi gekk á
eftir henni að háaloftshurðinni.
Hún opnaði hurðina og sagði:
„Henry, hér er maður, sem vill
tala við þig um myndir".
Listdómari.
Priam varð furðu lítið bilt við.
Fyrsta hugsunin var sú, að aldrei
væri hægt að ætla á það, hvað
konur gerðu. Hugsa sér nú t. d.
þetta, að láta blá-ókunnugan mann
koma inn á hann þarna, alveg ó-
viðbúinn. En þegar hann stóð upp
og sá komumann, var eins og hann
yrði samstundis rólegur. Hann sá
þegar í stað, að hér þurfti hann
ekki að óttast ruddaskap, kæru-
leysi, skort á ímyndunarafli eða
samúðarskort. Komumaður var
ekki heldur seinn á sér, að létta
af þeirri óþægilegu þögn, sem
stundum getur fylgt ókunnugum
og ókynntum mönnum fyrst í stað.
„Góðan daginn, maitre“, sagði
hann glaðlega. „Eg bið yður að af-
saka, að eg ryðst inn á yður. En
eg varð að koma til þess að vita,
hvort þér hefðuð ekki neitt lista-
verk á boðstólum. Nafn mitt er
Oxford, og eg fæst við að kaupa
listaverk“.
Hann flutti mál sitt alveg eðli'
lega, eins og maður sem á ákveðið
erindi og vill skila því kurteislega
en þó ákveðið. Það var ómögulegt
að sjá annað, en honum fyndist
háaloftið vera nákvæmlega það,
sem hann hafði búizt við.
Maitre!
Jafnvel mestu listamönnum hitn-
ar alltaf um hjartaræturnar, þegar
þeir eru kallaðir maitre. „Meist-
ari“ þýðir það, en þó er eins og