Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 108

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Page 108
506 Kviksettur. [iStefnir Alice hafði breytt talsvert skoð- un á hæfileikum manns hennar til þess að mála. Maður, sem getur unnið sér inn 4000 á ári með því að smyrja litum á léreft, er eitt- hvað meira en það venjulega, og þetta starf hans á háaloftinu, var því i rauninni merkilegt starf. Hún gat aldrei skilið, hvernig í ósköpunum var hægt að fá 200 krónur fyrir eitt svona málað lér- eft. En nú, þegar hún sá þennan prúðbúna stórhöfðingja og vagn- inn, sem hann kom í, þá var eins og ný útsýn væri að opnast. Það skyldi nú vera, að málverkin væri enn meira virði. Hún sá í anda, hvernig þau fóru að hækka, upp í 250 eða 300 eða hver veit hvað, kannske í 400 krónur hvert, ef bara maðurinn hennar eyðilegði nú ekki allt með þessari dæmalausu feimni sinni og undarlega háttalagi. „Gerið svo vel að koma þessa leið,“ sagði hún. Og öll þessi kynstur af prúð- mennsku og prúðbúningi gekk á eftir henni að háaloftshurðinni. Hún opnaði hurðina og sagði: „Henry, hér er maður, sem vill tala við þig um myndir". Listdómari. Priam varð furðu lítið bilt við. Fyrsta hugsunin var sú, að aldrei væri hægt að ætla á það, hvað konur gerðu. Hugsa sér nú t. d. þetta, að láta blá-ókunnugan mann koma inn á hann þarna, alveg ó- viðbúinn. En þegar hann stóð upp og sá komumann, var eins og hann yrði samstundis rólegur. Hann sá þegar í stað, að hér þurfti hann ekki að óttast ruddaskap, kæru- leysi, skort á ímyndunarafli eða samúðarskort. Komumaður var ekki heldur seinn á sér, að létta af þeirri óþægilegu þögn, sem stundum getur fylgt ókunnugum og ókynntum mönnum fyrst í stað. „Góðan daginn, maitre“, sagði hann glaðlega. „Eg bið yður að af- saka, að eg ryðst inn á yður. En eg varð að koma til þess að vita, hvort þér hefðuð ekki neitt lista- verk á boðstólum. Nafn mitt er Oxford, og eg fæst við að kaupa listaverk“. Hann flutti mál sitt alveg eðli' lega, eins og maður sem á ákveðið erindi og vill skila því kurteislega en þó ákveðið. Það var ómögulegt að sjá annað, en honum fyndist háaloftið vera nákvæmlega það, sem hann hafði búizt við. Maitre! Jafnvel mestu listamönnum hitn- ar alltaf um hjartaræturnar, þegar þeir eru kallaðir maitre. „Meist- ari“ þýðir það, en þó er eins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.