Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1931, Blaðsíða 76
['Stefnir
Frá Alþingi.
474
sem enn hefir sést hér á landi
um það, hvert sósíalistar stefna.
En Jónasardeild stjórnarflokks-
ins vildi ekki vera mjög langt á
eftir þeim í þessu. Þeir virðast
líka telja mjög nauðsynlegt að
lögfesta atvinnukreppuna, og
gera ráðstafanir til þess að
tryggja áframhaldandi atvinnu-
leysi, líkt og nú er búið að gera
í flestum ,,menningarlöndum“
öðrum. Um þetta vitnar frum-
varp þeirra nýliðanna Jónasar
Þorbergssonar og Steingríms á
Hólum, um tekju- og eignaskatt
til atvinnubóta. — Hér ætti að
standa „til atvinnuleysis", því að
atvinnuleysið stafar af erfiðleik-
um atvinnuveganna, og má þá
geta nærri, í hvora áttina það
miðar, að auka skatta á þessum
sömu atvinnuvegum. Það má að
vísu láta einhverja fá vinnu með
því fé, sem þannig kemur inn —
en þá bara missa aðrir atvinnu í
staðinn, og sé gengið of langt,
þá missa atvinnuna miklu fleiri
en fá. Þetta er sama eins og sagt
var um suma óvætti í fornöld,
að það uxu tvö höfuð í staðinn
fyrir hvert höfuð, sem af var
höggvið. — Þessa leið er búið a,ð
þrautreyna annarsstaðar, og
reynslan er búin að sýna alveg
ótvírætt, að það ástand, sem
skapast við slíkar aðgerðir þess
opinbera, hverfur aldrei, heldur
eykst stöðugt, og skattarnir, sem
lagðir eru á 1 þessu skyni, og eiga
að vera „til bráðabirgða", hverfa
ekki aftur, heldur hækka.
En það var ekki að sjá, að
menn þekkti þessa slóð, eða ótt-
aðist að elta hana. Meiri hluti
fjárhagsnefndar lagði með frum-
varpinu, en vildi hækka skattana
í þessu skyni og bæta við nýjum.
Og þegar málið dagaði uppi>
vonandi meðfram af því, að gætn
ari mönnum flokksins hefir ver-
ið um og ó að samþykkja það,
komu nýliðarnir efnilegu, sira
Sveinbjörn, Bergur og Steingrím-
ur með þingsályktun um að skora
á stjórnina, að gera sem mest og
flest skaðræðis- og skemmdar-
verk í einokunum, höftum a
eignum og „ráðstöfunum“ út af
atvinnukreppunni.
Er vonandi, að nógu margfr
menn í stjórnarflokknum haldi
sönsum í öllu þessu moldviðn.
til þess að geta tekið höndun1
saman við Sjálfstæðismenn uiu
það, að taka þessi mál með þein1
gætni, að ekki verði varanlegt
tjón að og sú ógæfa, sem seint
myndi fyrnast.