Sagnir - 01.10.1983, Side 4
SOGUKENNSLA
Inngangur.
Segja má að komin sé á sú hefð að helga
sögukennslu nokkurt rúm í hverju hefti
SAGNA. í fyrsta hefti er minnst á sögu-
kennslu í hringborðsumræðum og viðtöl-
um, í öðru hefti er grein um stöðu sögu/
samfélagsfræði í efstu bekkjum grunnsköl-
ans þar sem skýrt er frá könnun þaraðlút-
andi, og loks í þriðja hefti eru tvær stuttar
greinar, önnur um sögukennslu í grunn-
skóla og hin um sögukennslu í framhalds-
skóla.
í því hefti SAGNA sem nú lítur dagsins
ljós er enn róið á svipuð mið. Þegar við sex,
sem tókum að okkur umsjón með þessu
þemaefni, settumst niður til að ræða upp-
byggingu efnisins komumst við að þeirri
niðurstöðu að best væri að byggja þemað að
mestu upp á skoðanaskiptum en ekki á
lærðum greinum. Við settumst niður og
sömdum spurningalista sem við álitum að
myndi draga fram í dagsljósið hvað ólík-
astar skoðanir á efninu. Síðan leituðum við
til ýmissa manna sem starfa við sögukennslu
eða skyld störf og báðum þá að svara
völdum spurningum af listanum.
Svörin eru flest skrifuð í nóvember og
desember 1982 og eru auðvitað ekki svör
við andstæðum sjónarmiðum, líkt og hefði
orðið í hringborðsumræðum, en við töldum
einmitt að með þessum hætti mætti fremur
2
fá fram ólík viðhorf og skoðanir. Að vísu
hefðu þessi viðhorf komið fram í lærðum
greinum en þá er hætt við að skoðanamis-
munur hefði ekki verið eins Ijós.
Þegar litið er á svörin í heild kemur
kannski ekki fram eins mikill skoðana-
munur og við hefði mátt búast. Allir við-
mælenda okkar voru sammála um helstu
aðalatriði, þótt áherslumunur komi í Ijós á
stundum.
Við kunnum öllum viðmædendum okkar
bestu þakkir fyrir framlag þeirra til þessa
þemaefnis og vonum að þið, lesendur góðir,
hafið af nokkurt gagn og gaman. Kannski
kemur þessi umræða af stað ykkar heila-
sellum til umhugsunar um eðli og inntak
sögukennslu í íslenskum skólum, og er þá
vel.
Bjarni Guðmarsson
Bjarni Harðarson
Halldór Bjarnason
Ingólfur Á. Jóhannesson
Ragnheiður Mósesdóttir
Sigurgeir Þorgrímsson.