Sagnir - 01.10.1983, Síða 7
fræði sögu einungis þáttur af sagnfræðinni?
Á undanförnum árum hefur verið áhugi
á því og umræða um hvort færa eigi
kennslufræðinám inn í heimspekideild,
einkum þá þætti sem kenndir eru í nám-
skeiðinu Hagnýt kennslufræði. Gunnar
Karlsson segir:
Ég hef aldrei numið neina almenna
kennslufræði, ekki einu sinni til kennslurétt-
indaprófs. En mér skilst að margir eigi erfitt
með að yfirfæra á sögukennslu þá kennslu-
fræði sem þeir læra hér í kcnnsluréttindanám-
inu. Og ég trúi að þeir erfiðleikar séu eðlileg-
ir, og kennslufræðingar ættu að skilja þá og
viðurkenna betur en þeir oft gera. Ur þessu
held ég að verði ekki bætt með öðru en að
kenna sögukennslu sérstaklega, hvort sem
það nám er látið teljast til fagnámsins hér í
heimspekideild eða uppeldisfræðinámsins í
félagsvísindadeildinni.
Pað er vissulega til sérstök kennslufræði
sögu í þeim skilningi að það hafa verið gerðar
rannsóknir á sögukennslu og skrifaðar um
hana bækur. Mér finnst alveg sjálfsagt að
verðandi sagnfræðingar kynnist meginatrið-
um þeirra fræða. Og þá á ég ekki bara við part
af aðferðanámskeiðum eins og við höfum
tekið undir sögukennslu hér í fagkennslunni,
ekki heldur part af hagnýtri kennslufræði 1'
kennsluréttindanámi, sem að minnsta kosti
einu sinni var afhentur sagnfræðingum til að
fjalla um kennslu sinna fræða sérstaklega. Ég
held að við þurfum heilu námskeiðin undir
þetta. Mér þætti ekki mikið að taka f5 eining-
ar, eitt misseri af þeim átta sem BA-nám +
kennsluréttindanám taka, undir námskeið
þar sem greinin og kennslan mættust. Þar
kæmi li'ka vel til greina að taka fyrir annars
konar miðlun greinarinnar jafnframt.
Kennsla er bara einn vettvangur meðal ann-
arra þar sem greininni er miðlað, og kannski
er ekkert vel til fundið að skilja hana frá ann-
ars konar miðlun.
Hér er Gunnar að ræða hið sama og
Rudeng. Sveinbjörn Rafnsson segir um
spurninguna hvort kennslufræði sögu sé
sérstök:
Hér er spurt um tilveru tiltekins fyrirbæris.
Sé unnt að nefna fyrirbæri með nafni er til-
vera þess tryggð, a.m.k. með huglægUm
hætti. Þannig er það með Allah. Jahve, Ijós-
vakann, sérstakt líf eftir dauðann og að sjálf-
sögðu „sérstaka kennslufræði sögu“.
Undanfarin ár hef ég stundað sögukcnnslu.
Talsverður þáttur í þeirri kennslu hefur verið
að gera grein fyrir breytileika söguskoðana
og sagnaritunar. Þekkingar á þeim atriðum
hef ég aflað mér með því að stunda sagnfræði-
nám og sagnfræðirannsóknir. Menn hafa
kennt sögu með ýmsum hætti á ýmsum
tímum. Auðvitað er það misskilningur að
sögukennsla og sögunám hafi hafist á 18. eða
19. öld. Einnig má sjá að sögukennsla getur
aldrei orðið einungis tæknilegs eðlis heldur
tekur hún alltaf til atriða sem varða efni og
innihald viðkomandi sögu. Ef svo kölluð
kennslufræði sögu er til þá er hún einungis til
5