Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Side 24

Sagnir - 01.10.1983, Side 24
á myndir í tvíþættum tilgangi: til að sýna landslag og staðhætti og til að túlka tíðar- andann eða liðna menningu á einhvern hátt. Eins var Iögð áhersla á sögukort í bókunum sjálfum, sér í lagi með erlendri sögu. Smáletursgreinar með tilvitnunum í frumheimildir „sem hjálpa nemandanum að skilja anda hvers tíma“ þóttu lífga mjög við lesturinn. Nær samdóma álit var að pólitískrar sögu og stríðssögu þætti um of í öllum þessum bókum og segir um eina þeirra: „fjallar ein- ungis um stríð, byltingar og gerð samn- inga“. í staðinn vildu nemendur menning- arsögu, þjóðhætti, kjör almennings og fleira var tínt til. Einn nefndi að kenna mætti málsögu samhliða þjóðarsögu, þá til stuðnings tungumálalærdómi. í þessum efnum fékk Mannkynssaga BSE einna besta útreið því „þar eru menningarsagan og stjórnmálasagan vel tengdar saman þannig að bókin verður skemmtileg“. Nemendur gerðu yfirleitt mikið úr stíl og málfari og lögðu bókunum ýmist gott eða slæmt til í þeim efnum. Einhver sagði: „fár- ánlegar slettur í öðru hverju orði“. Þess ber þó að geta að í dómum á málfari og stíl voru nemendur fjærst því að vera samdóma - sem þeir annars voru furðu mikið. Sem vita mátti tóku menn könnun þessari misalvarlega og voru jafnframt misharð- orðir í dómum. Hjá einhverjum hafði íslandssögubók ekki annað til brunns að vera en að „í henni fólst nokkur fróðleik- ur“. 1. Ólafur R. Einarsson: Frá landnámi til lúthers- trúar. Þættir úr íslandssögu fram til 1550. Rv. 1975. Lýður Björnsson: Frá siðaskiptum til sjálf- stœðisbaráttu. íslandssaga 1550-1830. Rv. 1973. Heimir Þorleifsson: Frá einveldi til lýðveldis. íslandssaga eftir 1830. 3. útg. Rv. 1977. 2. Heimir Þorleifsson og Ólafur Hansson: Mannkynssaga BSE1. Fram til 800. Rv. 1970. Miðaldasaga með stuttu forspjalli um forn- öldina. 2. útg. aukin. (Unnið hafa Björn Þor- steinsson, Jón Þ. Þór, Kristján Sigvaldason, Ólafur R. Einarsson og Sigurður Ragnars- son). [Fjölrit]. Rv., Menntaskólinn við Sund, 1980. Helgi Skúli Kjartansson: Þœttir úrsögu nýald- ar. Rv. 1976. Einar Már Jónsson, Loftur Guttormsson og Skúli Þórðarson: Mannkynssaga 1914-56 handa framhaldsskólum. Fyrra hefti. 2. útg. Rv. 1975. 22

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.