Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Side 30

Sagnir - 01.10.1983, Side 30
semi“ vísinda ogfræða, sem iðkendur húm- anískra (mannlegra) fræða fá oft að heyra, rangt hugsuð. í fyrra lagi er sá skilningur sem lagður er í nytsemi of þröngur og í seinna lagi er á það að benda að það er hreint engin eining um það hvaða hlutir séu nytsamir og hverjir ekki. Ingi Sigurðsson spyr í svari sínu hver sé kominn til að segja að skemmtun geti ekki verið nytsöm.3 Gísli Gunnarsson segir í sínu svari að að sjálfsögðu eigi skemmtun og nytsemi að fara saman.4 Arthur Mar- wick, prófessor við The Open University, ltefur bent á „the principle that something that is pleasurable to the individual is not thereby precluded from being socially use- ful.“5 Mér virðist ansi erfitt að halda því fram að eitthvað sem er ánægjulegt geti alls ekki verið nytsamt, án tillits til annarra kosta eða gæða sem kunna að vera fyrir hendi. (Sjá nánar A-liðinn hér á eftir). Eins og ég sagði áðan þá er hreint engin eining um það meðal manna hvaða hlutir séu nytsamir og hverjir ekki. Þótt mér finn- ist sagnfræði vera nytsöm og hafa ýmis gildi, (sbr. A-D liði hér á eftir), þá get ég ekki neytt aðra til að vera á sama máli og ég. En þar af leiðir ekki að sagnfræði sé ónytsam- leg, eins og ég hyggst sýna hér á eftir. Ég tel til dæmis vegabætur á Vestfjörðum nytsam- ar, þótt ég eigi kannski aldrei eftir að fara þá vegi. Með öðrum orðum: égget talið hlut nytsaman þótt ég sjálfur njóti þeirrar nytsemdar ekki, en ég get ekki krafist þess að öðrum þyki það líka. Ég tel félagslega þjónustu mjög nauðsynlega og nytsama, en þrátt fyrir það telja margir hana ónytsama af því að hún dragi úr einstaklingsframtaki og hvetji fólk til að leggjast upp á ríkið. Af því leiðir að ég tala einungis fyrir sjálfan mig þegar ég segi að félagsleg þjónusta sé nytsamleg. Við getum tekið annars konar dæmi: Eru hálsbindi nytsamleg? Það er hætt við því að einhverjum vefjist tunga um tönn. Þótt Jóni finnist bindi þægileg, falleg og nytsamleg, þá þurfa þau ekki að vera ónytsamleg bara af því að mér finnst það. Af þessu sjá menn að krafan um að eitthvað 28 verði að vera öllum nytsamt, annars sé það ónytsamt, er ekki einasta óframkvæmanleg heldur líka byggð á misskilningi. Önnur hliðin á þessu er sú að það sem virðast kann óhagnýtt eða ónytsamt og arð- lítil iðja í dag kunni seinna meir að skipta miklu máli. Helgi Þorláksson hefur tekið undir þetta6 og Gísli Gunnarsson sagði svo í svari sínu: Sú þröngsýni hefur víða rutt sér til rúms undanfarna áratugi að ákveðin fræðigrein verði helst að hafa tvímælalaust hagnýtt gildi í nútímanum, að öðrum kosti sé aðeins um „skemmtun" eða „munað“ að ræða. Þó gleymist gjarnan að flestar vísindaiðkanir voru í upphafi órafjarri öllum sýnilegum hagnýtum tilgangi. Má þar til dæmis nefna nær alla stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Þröngsýnir „nytsemdahyggjumenn“ á 17. öld hafa vafalaust engan tilgang séð með vísinda- athugunum Newtons og hefðu sennilega ráð- lagt honum, ef þeir hefðu haft tækifæri til þess, að snúa sér að einhverju hagnýtara eins og að búa til gull eða læra til prests. Mörg fleiri svipuð dæmi má nefna. Með öðrum orðum: Öll æðri vísindi eiga rætur að rekja til vísindagrúsks, sem upphaflega hafði lítið eða ekkert sýnilegt hagnýtt gildi fyrir samtímann. Skipting vísindagreina eftir því hvort þær eru „hagnýtar“ eða ekki í nútímanum er þvf árás á frjálsa vísindamennsku og tilraun til að beina vísindanýjungum í þann farveg, sem ríkjandi þjóðfélagsöfl hverju sinni telja vera æskilegan.7 Af framansögðu virðist mér því réttara að spyrja hver eru gildi sagnfræðinnar.6 Hún getur haft ólík gildi og mörg í senn eftir því við hvað er miðað. Það skiptir því vænt- anlega höfuðmáli hvaða gildi menn telja hana hafa. A. Sjálfgildi sagnfræðinnar. Helgi Skúli Kjartansson hefur dregið mjög í efa að sagnfræði sé nytsöm (í þrengri merkingunni: praktísk, hagnýt) og hefur því fyrst og fremst haldið fram sjálfgildi hennar. Hann hefur sett fram efasemdir um gagnsemi eða nytsemi sagnfræði á tveimur sviðum: sögu sem námsgrein í framhalds- skólum og sem vopn í skoðanaágreiningi.9

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.