Sagnir - 01.10.1983, Side 40
sem töldust fullvalda og gátu gert bindandi
samninga við þjóðhöfðingja án nokkurrar
aðildar alþingis. Alþingi hið forna hafði
ekkert ríkisvald að bakhjarli heldur héraðs-
völd fullvalda goða og minnir það því
fremur á allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna en þjóðarþing. Goðarnir þreyttu þar
sín „milliríkjamál" með viðeigandi
klækjum og sýndarmennsku og skákuðu
hver öðrum í hróksvaldi stórvelda rétt eins
og fulltrúar smáríkja gera í dag á þingum
SÞ. Því má þó ekki gleyma að allsherjar-
þingið er stórkostleg stofnun engu síður en
alþingi Islendinga að fornu.
Hugtakið goðaveldi hefur verið notað um
íslenskt samfélag fyrir daga konungsvalds
af ýmsum mönnum. Björn M. Ólsen segir
árið 1900:
„Með því að taka kristni höfðu þeir (þ.e.
goðarnir) stigið firsta fótmálið til þess að
bjarga hinu gamla goðaveldi frá glötun“.2)
Bogi Th. Melsteð nefnir tímabilið 930-
1262 - goðatíð3' en Einar Ólafur Sveins-
son segir:
„Skipan goðaveldisins er með einhverj-
um fræðiblæ, brag hugsunar og útreiknings,
og mun sá þáttur þess runninn frá Úlfljóti“.
Áður skýrir hann þessa skipan sem höfð-
ingjaveldi „og án eins konungs yfir öllu
þjóðfélaginu".4*
Landaurar - fyrsti verslunar-
skattur norska ríkisins
Sagnirnar um Úlfljót og Una danska,
fyrstu gagnkvæmu erindreka íslendinga og
Norðmanna, eru táknrænar að því leyti að
öðrum var falið að vinna land en hinum að
læra lög, og lærdómurinn bar árangur, en
engir landvinningar urðu að sinni. Annars
er Úlfljótur þjóðsaga um löggjafann mikla,
og sögnin um Una gæti verið sprottin af
andúð goða á jarðeignum og meðfylgjandi
drottinvaldi erlendra fursta innan „laga
vorra“ eða hér á landi. Fyrir 1262 var
íslendingum skylt að greiða háan skatt,
landaura, við komu til Noregs samkvæmt
samningi, sem fulltrúar þeirra höfðu gert
við Ólaf konung digra og Harald hárfagra
að sögn. Ari ber Þorkel Gellisson, föður-
bróður sinn, fyrir því að útflytjendur úr
Noregi hafi sæst á það við Harald kóng að
Frá Pingvöllum. „Alþingihið forna hafðiekkert ríkisvald að bakhjarliheldur héraðsvöldfullvaldagoöa
og minnir það þvi fremur á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en þjóðarþing. “
38