Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 41

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 41
borga honum 5 aura, rúmlega 130 gr. af skíru silfri í brottfarargjald og hafi það orðið upphaf landauranna, en ella hafi kon- ungur ætlað að banna þeim för úr landi. Þessi skýring á landauragjaldinu er gildis- laus, af því að: 1) Haraldur kóngur var hálfforsöguleg persóna og var uppi um 200 árum áður en nokkrar sagnir um hann voru skráðar; - 2) Haraldur hafði ýmist takmörkuð völd eða engin í miklum hluta Noregs og gat ekki lagt farbann á fólk nema á mjög takmörkuðum svæðum; - 3) útflytjendur voru einstaklingar en ekki samfélag, sem hægt var að semja við. Sögnin um útflytjendaskatt Haralds kon- ungs mun sprottin af því að síðar bannaði konungur íslendingum þráfaldlega för úr Noregi og lagði jafnvel farbann á landið; þeir áttu frá upphafi langmest skipti við Norðmenn af erlendum þjóðum: landið var byggt úr Noregi, og norskir þegnar stund- uðu einir útlendinga siglingar til íslands fyrir 1400. Samgöngur við umheiminn urðu þegar á 10. öld mikilvægasti málaflokkur- inn, sem íslendingar urðu að semja um við konunga í Noregi.5) Fyrir daga Ólafs digra Noregskonungs 1015-30 hafa landaurar verið geðþótta- gjald, sem norskir nesjakóngar, líklega allt frá Haraldi hárfagra, hafa innheimt eftir getu af íslendingum, þegar þeir komu til hafnar í norska ríkinu, og galst „stundum meira og stundum minna, uns Ólafur hinn digri gerði skírt (þ.e. kunngerði), að hver maður skyldi gjalda konungi hálfa mörk sá er færi milli Noregs og íslands, nema konur eða þeir menn, er hann næmi frá“.6) Þorkell, sögumaður Ara fróða um þessa hluti, var sonur Gellis Þorkelssonar á Helgafelli, sem verið hafði gísl hjá Ólafi kóngi í Noregi og hefur e.t.v. heyrt hann kunngera sáttmála, sem hann gerði um 1022 við íslendinga, eins og síðar verður rakið. Um daga Ólafs digra breyttist skipan mála við Norðursjó; ríkisvald efldist þar, er víkingaferðir breyttust úr einkahernaði í stríð milli ríkja og nesjakóngar þokuðu fyrir furstum, sem skipulögðu skattheimtu oglöggæslu í ríkjumsínum. Ólafurdigri var í ríkara mæli en nokkur annar á undan honurn konungur laga og réttar, skipuleggj- andi skattheimtu og norsku og íslensku kirkjunnar í Noregi. Sem handhafa réttar- ins bar konungi að gæta friðar á siglingaleið- um, svo að kaupmenn mættu sigla í friði og hlaut að launum skatt af farmönnum. í norska ríkinu var slíkur verndarskattur fyrst lagður sem persónugjald á íslenska ferðamenn í Noregi.7* í kaupstöðum nutu farmenn höldsréttar samkvæmt Bjarkeyjar- rétti, sem tclst kenndur við Bjarkey, vík- ingaaldar kaupstað í Svíþjóð. Elsta heim- ildin um Bjarkeyjarrétt í Noregi er sáttmáli íslendinga við Ólaf digra, en nafni hans Tryggvason hafði stofnað kaupstað í Niðar- ósiK) og líklega með því að setja staðinn undir Bjarkeyjarrétt.9) Sjálfstektarhöfðingjar og hersaaðallinn gamli æstust til andstöðu við Ólaf digra og gengu af honum dauðum á Stiklastöðum 1030, en þar hafði hann stýrt miklum her Svía og íslendinga, að sögn Adams af Brimum, sem skrifaði um atburðina 40 árum síðar.l()) Ólafur var naumast orðinn kaldur á orustuvellinum, þegar menn sáu hann sem ímynd norsks ríkisfursta. í gröf- inni var hann rex perpetuus Norvegiæ, hinn eilífi konungur Noregs. Landið var orðið eitt af ríkjum Evrópu, og konungar þar tóku upp skipuleg samskipti við önnur ríki og samfélög, og sérstakir sendimenn fóru erindum þeirra milli landa og voru sumir þeirra íslendingar. Goðaveldið og utanríkismálin Goðaveldið var höfðingjaveldi og án framkvæmdarvalds. Allt frá því á 11. öld hefur vafist fyrir ýmsum að telja ísland með ríkjum álfunnar á goðatíð. Adam Brima- klerkur segir um 1072 að Haraldur kóngur harðráði hafi lagt undir sig Orkneyjar og teygt „blóðveldi sitt allt til íslands“.n) Þeir Adam og Haraldur voru víst samtíða, en 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.