Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 43

Sagnir - 01.10.1983, Síða 43
rétt gaf Ólafur hinn helgi íslendingum eða betra.“ Jón Sigurðsson birti textann í Islensku fornbréfasafni19* og taldi að um tvær sjálf- stæðar konunglegar tilskipanir væri að ræða, og hefði texti þeirra verið svarinn og skráður eftir minni af Gissuri biskupi og fé- lögum hans. Bj örn M. Ólsen og nokkrir aðrir hafa leitt rök að því að hér er urh afrit af einu skjali að ræða, en annað afrit af því er varðveitt í Skinnastaðabók frá lokum 15. aldar. Það hefst á eins konar formála og ber rauðletr- aða fyrirsögn: Um skyll, - en þar hefur lík- lega átt að standa - Um skyldur og réttindi íslendinga í Noregi - eða annað í þá átt. „í þennan tíma urðu eigi ásáttir Noregs menn og íslendingar hvern rétt Noregs menn ætti á íslandi eða íslendingar í Noregi og til mikilla þyngsla þótti horfa bæði um siglingar þangað og aðra hluti20). Orðfæri Konungsbókartextans er miklu fornlegra en Skinnastaðabókar, sem færir textann til samtíðarmáls og gerir á honum athyglisverðar breytingar. Björn M. Ólsen benti á að „þetta göfuga skjal beitir tvisvar í röð í fáum línum orðinu að merkja um ritun sjálfs skjalsins“.x) Rétturinn „sem hér er merktur“ í Konungsbók, verður: „sem hér mun nú ritaður síðan“ - í Skinnastaða- bók. Konungsbókartexti sáttmálans ber með sér, eins og Jón Jóhannesson segir, „að hann er skráður í Noregi, því að orðin þar og þaðan eru höfð um ísland, en hér um Noreg.“21) Litlu skiptir hvort formáli Skinnastaða- textans er ályktun ritara eða gömul sögn, því að það gefur auga leið að stórhöfðingjar af íslandi hafa ekki þyrpst í stórsiglingu úr landi nema brýn nauðsyn hafi borið til, en úti í Noregi hafa þeir komið nokkrum sinnum fram fyrir hönd íslendinga á 11. öld eða öllu heldur héraðsríkjanna á íslandi, goðorðanna. x) „Dette ærværdige aktstykke bruger to gange efter hinanden i nogle fá linjer ordet merkja om nedskrivningen af selve dokumentet"; Runerne, 29. Goðaveldið einangrast á norsku hagsvæði Ekkert verður af engu og stórpólitískt „skjal“ verður ekki til í ólæsri fornöld án þess að miklir atburðir hafi gerst áður. ísland lá einangrað í úthafinu fyrir 1400 og utan griplengdar hervelda og innrásar- hættu, svo að hér þurfti ekki að skipuleggja hervarnir. Fjarlægðinni og örygginu fylgdi hins vegar sá böggull, að íslendingar voru að verulegu leyti komnir upp á náð og misk- unn náunganna í austri, þegar þeir fóru í heimsóknir. Á víkingaöld voru sjórán blómlegur atvinnuvegur, og djúpsigld kaupskip með sjóhrakinni áhöfn hafa talist réttlaus reköld við strendur Norðursjávar, ef farmenn stóðu þar ekki undir umsaminni vernd landstjórnarmanna, ekkert diploma- tiskt samband var við konungsgarð, nema þar sem Bjarkeyjarréttur gilti, eins og áður sagði. Á réttleysinu hafa íslendingar fengið að kenna bæði í Danmörku, á Skotlandi og írlandi á síðara hluta 10. aldar.x) Þótt sög- urnar séu vafasamar heimildir, vitna þær um þá staðreynd, að íslendingar voru tengdir norska ríkinu efnahagslega og póli- tískt frá upphafi vega, og utanlandsverslun þeirra varð snemma öflugt tæki í höndum norskra konunga til áhrifa á íslensk stjórn- mál. Frægasta sagan um þrengingar íslendinga utan norska ríkisins á 10. öld á að hafa gerst í Danmörku á dögum Haralds konungs blátannar. í Heimskringlu segir að hann hafi siglt miklum flota til Noregs og eytt landið, en fólk flýði á fjöll og markir. Þær sakir lágu til herferðarinnar að Hákon Hlaðajarl hafði kastað trú og herjað á Dan- mörku. Frá Noregi ætlaði konungur að sigla x) Eftir brennuna í Örnólfsdal 962 fór Þorvaid- ur Oddsson utan og „var leiddur upp á Skotland og þjáður þar“ (í.fr.II1,41). - Eindriði Hall- steinsson í Droplaugarsona sögu „var leiddur upp á írland og hafður þar í höftum" (í.fr.XI,147). - Þórhall veiðimann og félaga rak frá Furðuströnd- um „upp á írland og voru þeir barðir og þjáðir" (í.fr.IV,226). 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.