Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 64

Sagnir - 01.10.1983, Síða 64
„um tilhögun á löggæzlu við fiskveiðar fyrir utan landhelgi í hafinu umhverfis Færeyjar og ísland".8 Jón Þ. Þór hefur og bent á að sá dráttur sem varð á birtingu samningsins hér á landi stafaði ekki af „slæmri samvisku dönsku stjórnarinnar", eins og oft hefur verið látið að liggja, heldur af því að fyrri lögum varð að breyta, þannig „að allar reglur um fiskveiðar við ísland og Færeyjar yrðu færðar til samræmis við ákvæði samn- ingsins.“9 Vafalaust eiga hinar hörðu landhelgis- deilur okkar við Breta frá því í lok fimmta áratugs þessarar aldar og fram til 1976, hlut- deild í því, hversu þjóðernissinnuð öll um- ræða um landhelgissamninginn 1901 og baksvið hans hefur til skamms tíma verið. Fiskveiðideilan og samningurinn hafa verið dregin fram til vitnis um yfirgang Breta á íslandsmiðum fyrr og síðar og skilnings- skort þeirra á því hversu lífshagsmunir þjóðarinnar eru órjúfanlega tengdir sjávar- útvegi og fiskimiðunum við landið. í annan stað hefur samningurinn verið notaður til þess að sýna hversu Danir héldu illa á ýmsum mikilvægustu málefnum þjóðar- innar og hversu tilbúnir þeir voru til að fórna hagsmunum íslendinga fyrir eigin hag (í þessu tilviki útflutning landbúnaðara- furða til Bretlands), rækjust hagsmunir þjóðanna á. í þriðja lagi stafar hin ófull- nægjandi umfjöllun um fiskveiðideiluna og samninginn af ónógum rannsóknum á ýmsum frumgögnum þessarar sögu, ís- lenskum, dönskum og breskum skjölum. Það er og eftirtektarvert hversu lítt hinir löglærðu menn, sem um samninginn hafa fjallað, hafa lagt áherslu á baksvið hans, deilur áranna 1896 og 1897.10 Það var ekki fyrr en með fyrrgreindri ritgerð minni í Sögu og riti Jóns Þ. Þór að tekið var til, svo nokkru næmi, að kanna bresk og dönsk stjórnarskjöl, sem hingað höfðu borist ljós- rit og filmur af fyrir atbeina Björns Þor- steinssonar ofl. Enn eru ýmis frumgögn málsins órannsökuð, þannig hefur enginn, mér vitanlega, kynnt sér skjöl breska flota- málaráðuneytisins, sem kynnu að auka 62 ýmsu við vitneskju okkar um hlutverk og störf bresku skólaflotadeildanna hér við land 1896 og 1897. Raunverulega er það verulega til óhag- ræðis þegar rætt er um landhelgissamning- inn 1901 hversu litla umfjöllun hafréttarmál á 19. öld hafa fengið hér á landi. Hverjar svo sem skoðanir manna eru á deilum íslendinga og Breta 1896 og 1897, hvort menn telja þær hafa verið „þorskastríð" eða ekki, skiptir e.t.v. ekki öllu meginmáli í þessu sambandi þótt vitaskuld varði það miklu. Höfuðspurningin hlýtur að vera hvort þær réttarreglur sem Danir og íslend- ingar reyndu að framfylgja hér við land á síðustu áratugum 19. aldar stóðust eða ekki með tilliti til þeirra meginreglna sem skap- ast höfðu í samskiptum ríkja um hafrétt- armál. Besta yfirlitið um landhelgismál íslands á 19. öld er að finna í riti Björns Þor- steinssonar, Tíu þorskastríð. Æskilegt væri þó að fá á prent þjóðréttar- eða réttarsögu- lega rannsókn þar sem þróun íslenskra haf- réttarmála á 19. öld væri sett í samband við þær réttarreglur sem erlendis höfðu skapast um þessi mál. Engin alþjóðalög um stærð fiskveiðilög- sögu voru í gildi á 19. öld. f upphafi aldar- innar reyndu Danir að halda fram 16 mílna landhelgislínu undan ströndum við ísland, en hörfuðu brátt með landhelgislínuna að 4 mílna mörkum, auk þess sem erlendum skipum voru bannaðar veiðar á fjörðum og flóum. Árið 1872 settu Danir lög um „þjóðréttariandhelgi" við ísland og miðuðu landhelgina við 3 milur undan annesjum og skerjum við lægsta fjöruborð.11 Þessi undansláttur Dana í landhelgismálum íslands orsakaðist einkum af þrýstingi erlendra þjóða, svo sem Frakka og Breta, sem hagsmuna áttu að gæta á miðunum hér við land. Stærð fiskveiðilögsögunnar 1872 var ákveðin án samráðs við íslendinga og í óþökk alþingis.12 Danir höfðu ekki bolmagn til að verja fslenska landhelgi á 19. öld. Þeir höfðu tapað miklum löndum í tveimur styrjöldum (1807-1814 og 1864) og urðu að taka tillit til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.