Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 67

Sagnir - 01.10.1983, Síða 67
að markaðshagsmunir þeirra í Bretlandi kynnu að verða í hættu ef stjórnmálasam- band ríkjanna færi versnandi vegna deilna um landhelgismál íslands. Pað var því eðli- legt út frá sjónarmiðum stjórnvalda að tryggja þá hagsmuni sem mikilvægari voru ríkisheildinni. Þær skýringar sem nefndar hafa verið hér að framan eiga vafalaust sameiginlega mestan þátt í því að Danir sömdu við Breta árið 1901. Drátturinn á því að Danirgengju til endanlegra samninga við Breta (4 ár, 1897-1901) hefur stundum vakið nokkra furðu hér á landi, en Jón P. Þór hefur gert ítarlega grein fyrir orsökum hans, sem hljóta að teljast skynsamlegar.21 íslenskir alþingismenn breyttu þeim lögum sem þurfti til að samningurinn næði fram að ganga vitandi um innihald hans. Verður ekki annað séð en þeir hafi talið nokkurn ávinning af honum, þar sem hann lagði grundvöll að samkomulagi sem aðrarþjóðir mundu sætta sig við og gerast aðilar að. Full ástæða var því til að ætla að samningurinn skapaði betri frið á miðunum, en ríkt hafði um hríð. Þau atriði sem hér hefur verið drepið á ættu að sýna að landhelgissamningurinn 1901 og allur aðdragandi hans krefst málefnalegri umræðu en viðhöfð var í íslen- skum ritum um þetta efni fyrr á árum. Við verðum að skoða samninginn í ljósi alþjóð- legra viðhorfa og siðvenja í hafréttarmálum á síðari hluta 19. aldar, með tilliti til stöðu Danmerkur á alþjóðavettvangi og stöðu íslands í danska ríkinu. Reynslan af samn- ingnum og áhrif hans á þróun íslenskra landhelgismála næstu hálfrar aldar frá gild- istöku hans er svo annað og ekki síður áhug- avert athugunarefni. Tilvísanir 1 Um markmið flotaheimsóknanna 1896 og 1897 hef ég fjallað rækilegar í greininni „Fisk- veiðideila íslendinga og Breta 1896 og 1897. Bresk flotadeild vitjar íslands" Saga XVIII, 1980, bls. 77-114. Fræðimönnum hefur ekki borið allskostar saman um markmið flota- heimsóknanna, eins og Jón Þ. Þór gerir grein fyrir í riti sínu Breskir togarar og Islandsmið 1889-1916. Rvfk 1982, t.d. bls. 126-127. Jón hallast fremur að skoðunum undirritaðs en fyrri hugmyndum um þetta efni. 2 Hér er einkum átt við rit og ritgerðir Björns Þorsteinssonar, Þórs Whitehead, Önnu Agn- arsdóttur, Sólrúnar B. Jensdóttur, Svein- björns Blöndal og Jóns Þ. Þór. 3 Björn Þorsteinsson, Enska öldin í sögu íslendinga, Rvík 1970, og Tíu þorskastríð 1415-1978, Rvík 1976. 4 Hér er einkum átt við rit Júlíusar Havsteen, Landhelgin, Rvík 1950, Gunnlaugs Þórðar- sonar, Landhelgi íslands með tilliti til fisk- veiða, Rvík 1952 og Ásgeirs Jakobssonar, Kastað íflóanum. Togarasaga, Rvík 1966. 5 Gunnlaugur Þórðarson, opcit, bls. 80. 6 Júlíus Havsteen, opcit, bls. 46. 7 Ibid, bls. 36. 8 Jón Þ. Þór, opcit, bls. 141-144. 9 Ibid. 10 í þessu sambandi má t.d. geta þess að Einar Arnórsson ræddi ekki flotakomurnar á miðin í umfjöllun sinni um samninginn í ritgerðinni „Landhelgi íslands", Andvari 1925, bls. 72- 120. Hans G. Andersen hefur og fjallað um samninginn á nokkrum stöðum án þess að víkja nákvæmlega að baksviði hans, sjá t.d. Greinargerð um landhelgismálið 1948 og „Fiskveiðimörk Islands og hugtakið efna- hagslögsaga“, Ægir 1974. 11 Björn Þorsteinsson, opcit 1976, bls. 163-164. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, opcit, bls. 78. 12 Björn Þorsteinsson, opcit 1976, bls. 164. 13 Ibid, bls. 164-165. 14 Stjt. 1894, A, 134. 15 PRO/FO 22/544 nr. 84-92. 16 Um þessa atburði vísast til tilvitnaðrar rit- gerðar minnar í Sögu 1980 og áðurgreinds rits Jóns Þ. Þór. 17 Þetta atriði hef ég rætt ítarlega í Sögu 1980, bls. 104-107. 18 Þetta sést m.a. á því að í samningnum frá 1901 var ákvæði sem heimilaði öðrum þjóðum að gerast aðilar að honum með einfaldri yfirlýs- ingu. 19 ísafold, 7. ágúst 1897, 56. tbl. 20 Jón Þ. Þór, opcit, bls. 145. 21 Ibid, bls. 131-144. 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.