Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Side 71

Sagnir - 01.10.1983, Side 71
Ef velja skal um tvær fyrrnefndar leiðir, verður að sjálfsögðu að líta á það, hvor færari sé og ríkinu og þjóðfélaginu áhættuminni. Með því að ríkið taki að sér rekstur bankans og ábyrgð á fjárreiðum hans, - jafnvel þótt sú ábyrgð ætti í upphafi að vera takmörkuð, - mundi alveg óútreiknanlegum vanda velt yfir á ríkissjóð og dregin yfir hann áhætta af við- sjálum, gömlum og nýjum ótryggum við- skiptum og ábyrgðum, sem á bankanum hvíla, áhætta, sem ógerlegt er að meta enn sem komið er. Loks sögðust þeir telja, að umtal um láns- traustsspjöll erlendis væri ótímabær hugar- burður og að „rétt skil um fjárreiður bank- ans eftir lögfullri skiptameðferð, mundi öllu líklegri til að endurreisa viðskiptatraustið útávið.“ Hitt væri nær sanni, að íslands- banki ætti sök á því með ráðstöfunum sínum, að lánstraustið væri ekki uppá það besta um þessar mundir.1* í minni hluta nefndarinnar voru Ólafur Thors og Magnús Guðmundsson. Þeir töldu ljóst, að stórtjón hlytist af fullnaðarlokun bankans, en ágreiningur væri um, hvort það tjón væri „meira en sá skaði er ríkissjóður gæti beðið vegna þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar verða að teljast til að bankinn geti haldið áfram að reka starfsemi sína.“ Þeir töldu engan vafa leika á, að endur- reisn bankans væri heppilegri. Lokun bank- ans hefði í för með sér stórtjón fyrir eig- endur sparifjár, fyrir atvinnuvegi landsins og lánstraust þess.2) Harðar deilur urðu um þessi mál í þing- inu og hafði Jón Þorláksson sig mikið frammi í þeim. Hann sagði m.a. að skipta- meðferð þýddi að innheimta yrði allar skuldir íslandsbanka og skila því fé til lána- drottna bankans. Bankinn ætti útistandandi um 30 milljónir í skuldum hjá viðskipta- mönnum sínum og af öllu sem innheimtist yrði að skila 1/3 til útlanda, en erlendir kröfuhafar ættu um þriðjung starfsfjár bankans. Landsbankinn yrði að yfirfæra þetta fé, auk þess sem hann þyrfti að lána skuldunautum íslandsbanka til að rekstur þeirra stöðvaðist ekki. Taldi Jón mikla hættu á að þetta yrði bankanum ofraun, auk þess sem skuldaskil leiddu til stöðvunar fjölda fyrirtækja. Þá lagði hann einnig áherslu á að láns- traust landsins væri í hættu, ef yrði af fulln- aðarlokun bankans, vegna þess að bankinn væri álitinn íslensk stofnun á ábyrgð stjórn- arinnar. Því til stuðnings benti hann á að íslendingar hefðu meiri hluta bankaráðsins, með forsætisráðherra sinn, Tryggva Þór- hallsson, sem formann þess og auk þess hefði stjórnin skipað tvo af þremur banka- stjórum bankans.3' Niðurstaðan þessa máls varð þó sú, að frumvarp þeirra Sveins og Hannesar var samþykkt í neðri deild þann 12. febrúar, en með þeirri mikilvægu breytingu að skipta- meðferð skyldi frestað til 1. mars. Klofningur hjá Framsókn - Stofnun Utvegsbánkans Það virtist ekki vera bjart framundan hjá stuðningsmönnum íslandsbanka. Sam- staðan hjá stjórnarfylkingunni var þó engan veginn jafn mikil og sýndist og sennilegt að hluti Framsóknarflokksins hafi verið tví- stígandi allt frá upphafi. Frestun gjaldþrota- skipta var merki um að samstaðan var tekin að rofna, og 10. febrúar er ljóst, af gögnum sendiráðs íslands í Kaupmannahöfn, að meirihluti var fyrir endurreisn bankans á Alþingi. Sá meirihluti samanstóð af 6 þing- mönnum Framsóknarflokksins, undir for- ystu Asgeirs Ásgeirssonar, og öllum þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Fresturinn, sem samþykktur var með frumvarpi um skiptameðferð, hefur í meginatriðum verið notaður á þrennan hátt. í fyrsta lagi var hann notaður til samn- inga við aðallánadrottna íslandsbanka erlendis, en þeir voru: Privatbankinn í Dan- mörku, Hambrosbanki í Englandi og ríkis- sjóður Dana. Sveinn Björnsson sendiherra í Danmörku hafði aðalforgöngu um það mál í samvinnu við Jón Þorláksson, sem var fulltrúi bankaráðs íslandsbanka. í öðru lagi fór fram hlutafjársöfnun innanlands af 69

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.